Birtingur - 01.07.1956, Blaðsíða 42

Birtingur - 01.07.1956, Blaðsíða 42
hefur ótrúlegra gerzt en jafn skeleggur samherji Krústjoffs yrði kvaddur austur á næstunni til að taka við æðstu tignarmerkjum, ef ekki einu vara- forsætisráðherraembættinu. Öldungaveldið á íslandi hefur orðið mörgum framsæknum manni hneykslunarhella og mjög að vonum. íslendingar eru ung röskleika þjóð og eiga ekki að leyfa deigum afgömlum köllum að stýra duggunni hálfdauðum höndum. Fyrir aldarþriðj- ungi bentu ungir fullhugar fauskum sinnar tíðar á opna gröf og buðu þeim að gera svo vel að ganga inn. Kallaangarnir þumbuðust við og þumbast sum- ir enn. En hvernig fór um fullhugana? Þeir eru nú komnir á raupsaldurinn, snillingarnir, og virðast hreint ekki vantreysta sjálfum sér til neins, en hafa að einum undanskildum hálfgerðan ímugust á ungum mönnum. Þeir eru alveg hættir að bjóða íhaldssömum dragbítum að byggja eina sæng niðri í jörðunni, en eru í þess stað á þönum eftir hverjum afturhaldsfauski, sem hægt er að höndla, og vilja óðfúsir bjóða þeim í flugferð austur til Kína sér til upplyftingar eða að verma ekkjur sínar allkaldar suður við Svartahaf. Fyrir tveimur ára- tugum stofnuðu nokkrir fullhuganna merkilegt bókmenntafélag og kusu því stjórn og útgáfuráð úr sínum hópi. Nú fyrir skömmu athugaði ég að gamni mínu meðalaldur stjórnar og útgáfuráðs, og sjá: hann hafði hækkað um tuttugu ár! Um daginn kom ég á fund í félagi, sem þeir stjórna. Þar þurfti að kjósa 27 fulltrúa á einhverja ráðstefnu. Stjórnin bar fram tillögu um fulltrúa og fékk þeim öllum ráðið. Fjórir — 4 — þeirra voru inn- an við fimmtugt! Hvers er að vænta af þeim sem fæddust gamlir, fyrst svona fer um þá sem voru þó eitt sinn ungir? Ég vara við þessari hrörnun, því einmitt þannig hefur öldungaveldið á íslandi þróazt: vaskir eldhugar, sem finnst þeir ætla að kafna í lognmollunni kringum hina gömlu reyndu vísu menn, hrinda af stað þjóðþrifahreyfingum, en láta þær svo eldast með sér, unz þær eru orðnar bleikar blóðlausar stofnanir sem híma hérna megin grafar eingöngu vegna þess að allir limirnir eru orðnir of farlama til að geta kastað á þær rekun- um, þótt þeir vildu: Bókmenntafélagið, Þjóðvina- félagið, Ungmennafélögin — er þörf að nefna fleiri nöfn til viðvörunar? — Já, það er ekki úr vegi að minna einnig á nokkur tímarit: Skírni, And- vara, Eimreiðina, Helgafell. Er til svo sjónskarpur maður, að hann geti komið auga á hlutverk þess- ara rita nú orðið? — að hann gæti komið auga á ófyllt skarð, þótt þau gengju öll fyrir ætternis- stapa strax í dag? Vilji maður komast yfir hið skásta af þessum ritum, verður maður að sæta lagi milli messusöngs og jarðarfara í dómkirkj- unni, skjótast upp á kirkjuloftið og hitta þar gaml- an mann að máli — en þegar upp er komið, finnur maður líka, að þar er allt við hæfi. Þetta væri að- eins grátbroslegt, ef ekki væri sóað tugum og hundruðum þúsunda króna árlega til þessa fá- nýta útgáfustarfs, en hver ærleg tilraun til að gefa út rit, sem gegni kalli tímans, látin stranda á fjárhagsörðugleikum. Árbók skálda skilst mér eigi að verða taglhnýt- ingur Nýs Helgafells eftirleiðis, og er það illa farið um verk sem vel var hafið. — „Ljóð ungra skálda“ var síðasta bókin, sem Magnús Asgeirsson lagði hönd að, og fannst mörgum sem merkum skáldferli hans lyki með verðugum hætti, er hann kynnti þjóð sinni nýja kynslóð ljóðamanna um leið og hann sjálfur lagði frá sér pennan hinzta sinni. Bókin hefur þannig sérstöðu í ljóðbókmennt- um íslendinga bæði sem kveðjurit eins af öndveg- isskáldum aldarinnar og kynningarrit nýs ljóða- stíls, er mikill styrr hefur staðið um. Það var því álitamál, hvort halda bæri verkinu áfram, þegar upphafsmannsins naut ekki lengur við: hefði ekki eins mátt kveðja einhvern pilt til að slá botninn í ljóðaþýðingar, sem Magnúsi entist ekki aldur til að ljúka? Árbókin í fyrra fannst mér reyndar taka af öll tvímæli. En nú kastar fyrst tólfunum: Tímaritið Helgafell, sem undir ritstjórn Magnúsar Ásgeirssonar og Tómasar Guðmundssonar var eitt vandaðasta bókmenntarit á Norðurlöndum, hefur verið dregið eins langt niður á flatneskjuna og komizt verður, og síðan hyggjast ritstjórarnir bíta höfuðið af skömminni með því að næla árlega í nýjustu verk ungra höfunda og veifa þeim framan í vakandi lesendur í von um að þeir glæpist á að kaupa karlægt tínjarit til að eignast Árbók skálda. Þessar aðfarir minna óþægilega á þjóð- fræga hvimleiða reimleika: lifendur sem ásækja látin skáld, — en þær eru jafnframt frekleg móðg- un við unga höfunda. Forleggjurum er ekki of- ætlandi að gefa út verk þeirra rétt eins og ann- arra höfunda, og ég heiti á ungskáldin að beita upp í og sigla fremur af sér alla úgefendur en láta bjóða sér upp á auðmýkjandi samflot með gömlum fúakláfum. 40

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.