Vera


Vera - 01.10.1988, Blaðsíða 2

Vera - 01.10.1988, Blaðsíða 2
Lýöræði er fallegt orð. Orð sem vekur jákvæðar hugrenningar til lífsins hjá flestum. Hins vegar greinir menn á um hvernig beri að túlka innihald orðsins. Víða í heiminum eru minnihlutahópar beittir ofbeldi í nafni lýð- ræðis og hér í okkar landi hafa konur fengið að reyna hvernig lýðræðisríki getur næstum því „gleymt“ að taka óskir og þarfir helmings íbúa inn í dæmið þegar samfélagið er byggt upp. Lýðræðishugtakið er til umræðu í viðtali við Ingibjörgu Sólrúnu Gísla- dóttur fyrrverandi borgarfulltrúa, sem birtist í þessari Veru. Þar kemur fram hörð gagnrýni á vinnubrögð borgaryfirvalda, og segir hún Sjálfstæð- isflokkinn vera á góðri leið með að útrýma lýðræðislegum vinnubrögðum með dyggilegri aðstoð embættismanna. Ástæða er til að íhuga þessi orð og spyrja hvort lýðræðið sé ekki hætt komið þegar þeir, sem eru ráðnir til að leggja faglegt mat á framkvæmdir varpa faglegum sjónarmiðum fyrir borð til að þóknast meirihlutanum, og grafa þar með undan möguleikum minnihlutans til að koma sínum skoðunum á framfæri. Túlkun meirihlutans á iýðræðinu er í raun ekki í ósamræmi við það lýð- ræði sem við höfum búið við. Það er lýðræði sem að mestu leyti er mótað af karlmönnum, sem í krafti aðstöðu sinnar hafa getað lagt þá merkingu í orðið sem best hefur hentað þeim hverju sinni, samanber síðustu stjórn- armyndun. Stjórnmálin eru gerð að einskonar íþróttakeppni, þar sem sá sem vinnur hirðir allt og sá sem tapar hefur ekkert nema svita og vonbrigði upp úr leiknum. í Reykjavík er minnihlutanum refsað fyrir að vera ekki í sig- urliðinu, á hann er ekki hlustað. Biðraðireftir dagvist og íbúðum fyrir aldr- aða lengjast stöðugt á meðan glæsihallirnar vaxa upp til skýjanna. Ingi- björg Sólrún Gísladóttir lýsir þessari forgangsröð sem hugmyndafræði karlmennskunnar. Burtséð frá nafni er Ijóst að kvennahreyfingin getur ekki sætt sig við að stjórnmálamenn noti hugtakið lýðræði að vild. Konur og börn eru einnig þátttakendur í samfélagi okkar og það verður að hlusta á sjónarmiö þeirra. Við tökum því undir með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladótt- ur þegar hún segir: „Það er mikið hagsmunamál fyrir konur að þessu linni. —kb VERA 4/1988 — 7. árg. Útgefendur: Samtök um Kvennalista og Kvennaframboðið í Reykjavík Sími: 22188 í VERU NÚNA: 3 Lesendabréf 4 Hvað get ég gert? 5 Rómantik eða raunsæi 6 Uppreisn og aðlögun 7 Hvað kostar stíllinn 9—12 „Jafnréttismál fyrir konur að gifta sig“ Rætt við Björk Vilhelmsdóttur og Svein Rúnar Hauksson 13—15 „Hollara fyrir egóið að vera ekki gift“ Rætt við Sigríöi Hafstað og Gústav Stolzenwald 16—17 Réttaröryggi meira í vígðri sambúð en óvígðri Rætt við Ingibjörgu Bjamardótt- ur, lögfræðing 18—19 „Okkur var ekki einu sinni þakkað starfið“ Rætt við Klöru ívarsdóttur og (nu Dagbjörtu Gísladóttur 20—22 Kvennaathvarfið 5 ára Rætt við Hildigunni Ólafsdóttur 23 Ekki sama hver er 24—28 Stjórn borgarinnar einkenn- ist af blindni og kjarkleysi Rætt við Ingibjörgu Sólrúnu Gisladóttur 29—32 Nordisk Forum 32—33 Héðan og þaðan 34—37 Borgarmál 38—41 Þingmál 42—44 „Mér fannst ég hafa alla jarðarkringluna í hendi mér" Laufey Jakobsdóttir segir frá 46—47 Um bækur og kvikmyndir 47 Myndasaga Mynd á forsiöu: Laura Valentino Ritnefnd: Ingibjörg Sólrún Gisladóttir Kristln Blöndal Guðrún Ögmundsdóttir Elísabet Þorgeirsdóttir Brynhildur Flóvenz Elín Garöarsdóttir Bergljót Baldursdóttir Sigrún Hjartardóttir Starfskonur Veru: Kicki Borhammar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Stella Hauksdóttir Ábyrgö: Sigrún Hjartardóttir Setning og filmuvinna: Prentþjónustan hf. Prentun: Prentberg Bókband: Arnarfell 2 Ath. Greinar I Veru eru birtar á ábyrgð höfunda sinna og eru ekki endilega stefna útgefenda.

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.