Vera


Vera - 01.10.1988, Blaðsíða 21

Vera - 01.10.1988, Blaðsíða 21
verið mörg í athvarfinu. Þegar við vorum að vinna áð opnun at- hvarfs held ég að við höfum ekki gert okkur grein fyrir þessu og ég man eftir að á stofnfundinum hélt ég stutt erindi og talaði um niðurstöður af rannsókninni okkar og ég held að ég hafi ekki minnst einu orði á börn. Það var ekki fyrr en athvarfið var orðið fullt af börnum að við sáum að þetta var stórt vandamál, og að það þurfti ekki eingöngu að sinna konunum heldur ekki síður börnun- um. Á hvaða aldri eru þær konur sem koma í athvarfið? Fyrsta árið voru flestar konurnar á aldrinum 36—50 ára en árið 1987 er stærsti hópurinn á aldrinum 25—35 ára, og þá hefur börn- um líka fjölgað verulega. Við teljum að það hafi verið uppsafnaður vandi sem kom í Ijós fyrsta árið, sem sagt meira um eldri konur sem voru ekki með börn. Síðan fóru að koma yngri konur með fleiri börn. Samt sem áður eru konurnar ekkert mjög ungar, marg- ar eru búnar að eiga tvö eða þrjú börn. Margar í óvígðri sambúð Erþað einhver sérstakur þjóðféiagshópur sem kemur í Kvenna- athvarfið? í athvarfið koma konur úr öllum stéttum, en það er athyglisvert hversu stórt hlutfall þeirra kvenna sem þangað þurfa að leita eru heimavinnandi húsmæður, eða um 30 til 40%. Það hefur sýnt sig í rannsóknum á skilnaðarfjölskyldum að það er miklu minna um- burðarlyndi gagnvart ofbeldi hjá hjónum sem hafa óhefðbundna verkaskiptingu, þannig að það þarf miklu minna ofbeldi til að hjú- skapnum sé riftað. Og ég held að það sé einfaldlega þannig að konur sem hafa einhverja launavinnu, hafi fleiri úrræði heldur en þær konur sem afla engra tekna sjálfar og eru algjörlega á fram- færi eiginmannsins. Þær geta síður komið sér í burtu eða notað önnur úrræði, því þær eru háðari manninum. Það er líka áberandi hversu margar konur í óvígðri sambúö leita til athvarfsins. Gagn- stætt því sem margir héldu virðist sambúðin vera mjög bindandi og ekki síður erfitt að slíta henni heldur en hjónabandinu. Það virðist jafnvel stundum vera enn erfiðara þar sem þar fara ekki fram þessi formlegu skil eins og við hjúskaparslit. Það getur líka hugsast að þær konur hafi minni stuöning fjölskyldunnar vegna þess að litið er á sambúð sem lausara form. Þetta eru auðvitað hlutir sem við vitum ekki um en er athyglisvert að velta fyrir sér. Hver eru aigengustu tengslin við ofbeldismanninn? Það er í langflestum tilvikum eiginmaður eða sambýlismaður. Þó eru einstaka dæmi um syni eða frændur. Það getur líka stund- FjÖldi 200 Komufjöldi kvenna og barna 1983 1984 1985 1986 1987 Ar 1983 Í9 Atvinnulaus □ Öryrki 1985 1986 1987 Ár E3 Jnámi 0 íhlutastarfi 03 í fullu slarfi B Húsmóbir 21

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.