Vera


Vera - 01.10.1988, Blaðsíða 47

Vera - 01.10.1988, Blaðsíða 47
sem árásartól og bíla, byssur eöa önnur tæki sem fram- lengingu á þeim skrokki. Þeir geta sjálfum sér um kennt. Varla er hægt aö láta óget- iö einnar aöalstjörnunnar í myndinni, bílnum hvita og kraftmikla. Hann er svo töff, aö hann getur öslað yfir jökul- ár og komið þveginn og bón- aður í land aftur! Enda óspart notaður til aö tákngera geös- lag stóra bróöur og mátti tæpast á milli sjá hvor var framlenging af hverjum. Öllu er ósköp haganlega fyrir komiö, sómasamlegur leikur, taka og klipping og hljóöiö næstum því í lagi. En er ekki líka kominn timi til aö taka íslenskri handverkskunn- áttu sem sjálfsögðum hlut í bíó og fara aö vænta einhvers frumlegs? Jafnvel einhvers ís- lensks, ha? Aö síðustu: í hverju felst spennan í myndum af þess- um toga? Sjaldnast í hvort eö er fyrirsjáanlegri framvindu sögunnar. Og hvers vegna hlær fólk eins og þaö skemmti sér við að horfa á barsmíðar og nauöganir? Skemmtir þaö sér? Eða er þaö aö fá útrás fyrir kenndir sem slíkir atburöir kveikja meö þeim? Eftir aö hafa látiö klína framan í mig ofbeldinu sem viðgengst og þykir töff (ég heföi nú bara farið heim hefði ég ekki verið búin að lofa aö skrifa um myndina) kom það eins og blaut tuska í andlitiö aö sjá að myndin er tileinkuö fórnarlambi ofbeldis af sama toga, stúlku sem lét lífið eftir umferöarslys. Skömmu fyrir þaö slys var önnur stúlka keyrö niöur á Hverfisgötunni og drepin þar fyrirvaralaust líka. Mér varö hugsað til þeirra beggja á leiöinni heim eftir bíó þegar ég átti bókstaflega fótum min- um fjör aö launa í umferöinni uppspenntri eins og hún vill vera eftir lokun kvikmynda- húsanna i Reykjavík. Kapp- aksturshetjurnar á götunum eru sjálfsagt jafn töff og stóri bróöir i bió þótt þá gruni varla hvaðan þeim kemur móöur- inn. Mér er til efs að minn- ingu þeirra sem láta lífiö fyrir þeirra hendi sé nokkur sómi sýndur meö því aö vera til- einkuð mynd um kannski ein- mitt þá spennu sem keyrði þær niður. Þiö þara fyrirgefiö! Ms. iltf u. EfJ HySRS VE6VA / OSKOf’UMU/W e<.Ki f (D (5) 47

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.