Vera


Vera - 01.10.1988, Blaðsíða 24

Vera - 01.10.1988, Blaðsíða 24
Þann 7. júlí síðastliðinn mættu Kvennalistakonur með blóm og blendnar tilfinningar ó óheyrendapalla Borgarstjórnar Reykjavíkur. Komið var að því að standa við gefnar yfirlýsingar og framfylgja stefnu samtakanna — stund útskiptinga var runnin upp. Mörg, hlý og falleg voru orðin sem borgarstjóri og fulltrúi minnihlutans höfðu að segja um fulltrúa Kvenna- listans, svo falleg að um tíma ló beint við að halda að allt talið um skammaryrði og hörð pólitísk orðaskipti í þessum sal væri ekki annað en eintómur uppspuni — þangað til borgarfulltrúinn sjólf sté í pontu. Hún þakkaði fyrirsig og sagðist mundu sakna borgarstjórnar, en; /;mér hefur nú ekki alltaf liðið vel í þessum saÞ'. Þessi orð hristu augljóslega upp ífólki í salnum, bros fór um varir Kvenna- listakvenna ó pöllunum og ein þeirra snéri sér að mér með ónægjusvip og hvíslaði: ..Solla er nú alltaf Solla." //Solla" eða Ingibjörg Sólrún Gísladóttireins og hún heitir réttu nafni var sem sagt sjólfri sér lík, einnig ó kveðjustundu. Nú er Elín G. Ólafsdóttir tekin við og okkur Verukonum fannst rétt að grípa þróðinn þar sem Solla sleppti honum og skyggnast aðeins bakvið þessi orð hennar, fó að vita meira um starfið í borgarstjórn, karlasamstöðuna, hugmyndir um sam- eiginlegt framboð og umfram allt að spyrja: Hvernig leið þér þó í þessi sex ór? STJÓRW BORGARINNAR EINKENNIST AF „Mjög misjafnlega. Fyrst þegar ég var aö byrja var ég í stöðugu uppnámi. Ég var svo undrandi á mörgu. Hraða. Afgreiðslu mála. Og ekki síst á þessum meirihluta, hvernig hann notar meirihluta- valdið. Það er ekki viðlit að þeir taki nokkurt miö af því sem stjórn- arandstaðan hefur fram að færa. Auðvitað er það þreytandi að vera ofurliði borin í hverju málinu á fætur öðru. Ef maður leggur fram tillögu, finnst manni hún vera mál málanna, og hefur sann- færingu — en mætir ókleifum vegg. Þeir sjá hreinlega ekkert not- hæft í því sem sett er fram af öðrum. Mér finnst þetta fráleit vinnu- brögð og í raun eru þau vanvirðing við skoðanir annarra. í mínum huga getur það ekki talist lýðræði að meirihlutinn beinlínis kúgi minnihlutann. En þannig er þeirra lýðræðisvitund, þeirra stjórn- 24 unarstíll, og í raun kemur þetta þannig út að einn flokkur í borginni stjórnar án þess að taka tillit til skoðana helmings borgarbúa." Nú hefurþú samt flutt tillögur í hundraðatali fyrir hönd Kvenna- framboös og Kvennalista. Hefur þér aldrei fundist þaö tilgangs- laust viö þessar kringumstæður? „Nei, maður gefst ekki upp. Ég hef engar ranghugmyndir um að það sé hægt að gerbreyta þessu kerfi innan frá, eða að mér eða öðrum takist að snúa meirihlutanum. En borgarstjórn er vett- vangur til að koma skoðunum sínum á framfæri við umheiminn. Svo hefur maður alltaf einhverja von um að vera dropinn sem hol- ar steininn.“ Aöeins nánar?

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.