Vera


Vera - 01.10.1988, Blaðsíða 17

Vera - 01.10.1988, Blaðsíða 17
hefur ekki samþykkt þær. Aftur ó móti ef hún hefur samþykkt veðsetningarnar þá er ekk- ert hægt að gera við því. Hún getur þó aldrei staðið verr en á núlli þegar til búskipta kemur. Ef enn eru eftir skuldir þegar búið er að gera upp allar hjúskapareigur hans, þá situr hann uppi með skuldirnar en ekki hún. f lögum eru til ákvæði þess efnis að ef annar aðilinn rýrir vísvitandi hjúskapareign sína vegna lélegrar fjármálastjórnar skömmu fyr- irskilnað, þágeturhinn aðilinn krafistákveð- ins endurgjalds. Þetta er varnagli sem mjög sjaldan er notaður. Þá má líka benda á, að rétt eins og ekki er hægt að veðsetja íbúð fjölskyldunnar án samþykkis maka, er ekki hægt að veðsetja atvinnuhúsnæði án slíks samþykkis ef annar eða báðir aðilar hafa atvinnu af því fyrirtæki sem þar er til húsa. Það má segja að þetta sé svipuð verndar- regla gagnvart fjölskyldunni og varðandi íbúðina. Það má ekki kippa fótunum undan lifibrauði fjölskyldunnar." Engin arfsréttur — Nú er gagnkvæmur arfsréttur milli hjóna. Gildir þaö sama um sambýlisfólk? ,,Nei. Ef hvorugursambýlisaðilinn á börn á lífi þá er hægt að tyggja gagnkvæman erfðarétt en það verður þá að gerast með erfðaskrá. Það er aftur á móti ekki hægt að gera arfsrétt sambýlisaðila eins sterkan og hann er í hjónabandinu ef hinn látni á börn á lífi sem eru skylduerfingjar samkvæmt lög- um. Þá eru takmarkanir á arfleiðsluheimild- inni og aðeins heimilt að ráðstafa einum þriðja hluta eigna sinna með erfðaskrá. Tveir þriðju hlutar renna til barna hins látna og skiptir þá engu máli hvort um er að ræða sameiginleg börn sambýlisaðilanna eða sérbörn hins látna. Við getum tekið dæmi af konu sem er gift en eiginmaðurinn er skráður fyrir öllum eignum þeirra. Við andlát hans skiptast hreinar eignir til helminga. Hún á helming eignanna sem eigin búshluta en hinn helmingurinn er búshluti hins látna. Sá búshlutj kemur þá til arfs. Af honum erfir kon- an einn þriðja hluta og börnin tvo þriðju. Ef engin börn eru þá erfir hún allt. Ef sama kona hefði verið ( óvígðri sambúð og sam- býlismaðurinn hefurekki gert erfðaskrá, þá fá börn hins látna allar eigur sem hann er skráður fyrir, jafnvel þó það sé íbúðin sem þau bjuggu í. Hún fær ekkert. Ef hann á ekki börn fá aðrir lögerfingjar hans allan arf eftir hann, t.d. foreldrar hans, systkini eða enn fjarskyldari ættingjar." — Getur kona sem lendir í þessari aö- stöðu ekki komið neinum vörnum við? ,,Jú, hún getur óskað eftir opinberum skiptum á búinu og farið fram á að fá ut úr búinu eigin eignir og það sem hún telur sig eiga. En það byggist þá á því að hún fái sinn eignarhlut út úr búinu en ekki neinn arf." — En hvernig stendur kona í óvígðri sam- búð gagnvart dánarbótum og eftirlauna- greiðslum við fráfall sambýlismanns? ,,Það er ekki gerður neinn munur á sam- býlisfólki og hjónum í almennum tryggingar- lögum en við uppgjör dánarbóta hjó trygg- ingarfélögum, t.d. ef maki ferst af slysförum, er í flestum tilvikum horft til þess að ekki sé alveg hægt að leggja alveg að jöfnu réttar- stöðu sambýliskonu og eiginkonu. Fyrir þessu erg m.a. dómar. Það má hins vegar búast við því að þettp fari að breytast því í ýmsum nýjum lögum er reynt að gera réttar- stöðu sambýlisaðila og ektamaka sem lík- asta. Þetta á t.d. við um nýju siglingalögin en áðuren þau voru settfengu sambýliskon- ur sjómanna ekki dánarbætur ef sjómaður fórst af slysförum við vinnu sína. Hvað varð- ar eftirlaunagreiðslur þá eru mjög mismun- andi ákvæði í gildi hjá lífeyrissjóðunum. Ég veit þó að lífeyrissjóður bænda leggur rétt- arstöðu sambýliskonu og eiginkonu að jöfnu en þó með því skilyrði að bóndinn tilkynni skriflega til sjóðsins að hann búi í óvígðri sambúð og hver sambýliskonan er. Þetta er sem sagt undir honum komið." Sambúðarslit — Margir halda því fram að mun auðveld- ara sé að slíta óvígðri sambúð en vígðri og þ.a.l. geti verið kostur — eða löstur eftir at- vikum — að vera ekki í hjónabandi. Hvað segir þú um þetta? ,,Ef fólk á börn saman þá er ekkert þægi- legra að ganga út úr óvígðri sambúð en vígðri. Það gilda nákvæmlega sömu reglur hvað varðar börn í báðum þessum sambýl- isformum, þ.e.a.s. aðilar verða að ganga fró hjá valdsmanni, borgardómara eða sýslu- manni, hvort þeirra fari með forsjá barna þeirra, og hvernig umgengisrétti þess aðila sem ekki fer með forsjána skal háttað. Enn- fremur þurfa aðilar að ganga frá samningi um meðlagsgreiðslur ef þær eiga að vera hærri en meðal meðlag. Einn aðalmunur- inn, þegartil slita kemur, eru eignaskiptin. Til þess að fá skilnað að borði og sæng þurfa að fara fram eignaskipti og þar með er skor- ið á hin formlegu tengsl milli hjúskaparaðil- anna. Sambúðarfólk getur hins vegar slitið sambúð án þess að eignaskipti hafi farið fram og þess vegna getur það dankast að fólk gangi endanlega frá sínum málum. I þessu sambandi er mikilvægt að hafa í huga að eignaskiptin skipta í raun ekki höfuðmáli við skilnað eða sambúðarslit. Það er hin sál- ræna og félagslega hlið þeirrar ákvörðunar að slíta sambandinu sem vegur þyngst og hún er alltaf jafn erfið hvort heldur sem um slit á vígðri eða óvígðri sambúð er að ræða." — Af þessu spjalli okkar finnst mér mega ráða að löggjafinn geri sitt til að hvetja fólk til hjúskapar. Samfélagið umbuni þeim sem gifta sig. Nú er engu að síður til fólk sem vill búa í óvígðri sambúð. Ef um er að ræða tvo fjárhagslega sjálfstæða einstaklinga sem eru meðvitaðir um réttarstöðu sína og ganga tryggilega frá öllum sínum málum, eru þeirþá ekki alveg eins vel settir í óvígðri sambúð? ,,Nei, ekki varðandi erfðarétt og lífeyris- rétt eftir sambúðaraðila, eins og áður hefur komiðfram. En það er réttað löggjafinn hlú- ir að hjónabandinu sem sambýlisformi til að hafa röð og reglu á hlutunum. En það má líka segja að með lögum um réttindi og skyldur hjóna sé löggjafinn að tryggja rétt þess veikari aðilans í sambandinu, sem oft- ast nær er konan, þó ekki væri vegna annars en þess að hún er oftast tekjulægri. Þessi lagavernd er ekki til staðar í óvígðri sambúð. Því miður er það yfirleitt raunin að sambýlis- fólk gengur ekki nægilega vel frá sínum mál- um. Þess vegna er veikari aðilinn í sambúð- inni oftast fjárhagslega verr settur heldur en ef hann hefði verið í hjónabandi. Sterkari aðilinn getur auðveldlega sagt; ,,við erum skynsamt fólk og getum talað saman og samið um alla hliti" eða, ,,það kemur ekkert fyrir hjá okkur" vegna þess að hann er með allt sitt á hreinu. Þegar til slita á sambúð kemur er það hins vegar veikari aðilinn sem líður fyrir að ekki var gengið nægilega tryggilega frá málum í upphafi. Sambúð sem til var stofnað með jafnrétti að leiðar- Ijósi getur því leitt til mikils ójafnréttis." —isg 17

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.