Vera


Vera - 01.10.1988, Blaðsíða 22

Vera - 01.10.1988, Blaðsíða 22
um verið fyrrverandi eiginmaður eða sambýlismaður. Það er ekki óalgengt að konur fái ekki frið fyrir mönnunum þó að skilnaður sé um garð genginn og að þeim sé jafnvel ekki vært fyrir ágangi og hótunum. Hvernig eru konur sem koma í Kvennaathvarfið á sig komnar, er algengt að þær séu með áverka? Það hefur dregið eitthvað úr því, á fyrstu árunum voru konurnar með meiri áverka. Það segir okkur kannski að þær komi fyrr, það þarf minna til þess að þær komi í athvarfið, sem er auðvitaö mjög jákvætt. Koma oftar en einu sinni Koma margar konur aftur og jafnvel oft i athvarfið? Já og þeim fjölgar stöðugt, fyrsta árið voru þær um 25% sem höfðu komið áður en 1987 um 35%. Það er auðvitað eðlilegt þar sem hópurinn sem hefur dvalið í athvarfinu stækkar stöðugt. Svo er líka það, að konurnar nota athvarfið á mismunandi hátt, sumar finna á sér þegar að ofbeldi er i vændum, fara þá I athvarfið og eru kannske bara eina eða tvær nætur og fara svo heim aftur og sambúðin heldur áfram, þær taka af sér höggið, ef svo má segja. Sérstaklega eru það konurnar sem ekki eru með börn sem dvelja skemur. Aðrar koma til lengri dvalar og hugsa sitt ráð. Þannig mætir athvarfið ólíkum þörfum. Þegar það var fyrst farið að tala um ofbeldi gegn konum hér á landi, voru margir sem trúðu ekki aðþað ætti sér stað, sumir trúðu því jú, að það gæti verið að karlar berðu konurnar sínar í fylleríi. Nú er öllum orðið Ijóst að ofbeldi gegn konum er til staðar, en er áfengi oft með í spilinu? Já, það má segja að það hafi strax verið viðurkennt þetta með eiginkonu drykkjumannsins. Það voru dæmin sem fólk tók. Það hefur sýnt sig að tæplega helmingur kvenna sem leitar í kvennaat- Hugmyndasamkeppni um nýtingu Viðeyjar Borgarstjórn Reykjavíkur efnir til hugmyndasam- keppni um nýtingu Viðeyjar. Tilgangur keppninnar er aö fá fram hugmyndir um nýtingu eyjarinnar sem útivistarsvæðis fyrir Reykvík- inga og aðra landsmenn. Keppnin skiptist í tvo hluta, I og II Skilað verði: I. Uppdráttum, er sýni vel hugmyndir um nýtingu eyjarinnar og/eða II. skriflegum hugmyndum í stuttri eða langri grein- argerð. Hugmyndasamkeppnin er öllum opin, bæði fagfólki í hönnun sem og áhugafólki um nýtingu Viöeyjar. Þátt- taka er ekki bundin viö einstaklinga heldur geta fleiri staöið saman aö tillögu. Trúnaðarmaður dómnefndar, Ólafur Jensson, fram- kvæmdastjóri, Byggingaþjónustunni, Hallveigarstíg 1, sími 29266, afhendir keppnisgögn gegn skilatrygg- ingu að fjárhæð kr. 1.000.00. Verðlaunafé er samtals kr. 800.000.00. Þrenn verð- laun veröa veitt, þar af eru fyrstu verðlaun ekki lægri en kr. 400.000.00. Auk þess er dómnefnd heimilt að kaupa tillögur fyrir allt að kr. 200.000.00. Tillögum skal skila til trúnaöarmanns dómnefndar í Byggingaþjónustuna í síðasta lagi 15. desember 1988, kl. 18.00 að íslenskum tíma. Borgarstjórinn í Reykjavík. hvarfið, kemur vegna áfengisvandamála eiginmannsins. Hins vegar held ég að áfengið sé oft notað sem afsökun fyrir ofbeldinu. í íslensku þjóðfélagi er áfengisvandamálið svo viðurkennt að ég held að við skrifum of mörg félagsleg vandamál á reikning þess. Þjónar Kvennaathvarfið í Reykjavik öllu landinu? Athvarfið er það eina sinnar tegundar á landinu og þangað koma konur alls staðar að. Stærsti hópurinn kemur þó frá höfuð- borgarsvæðinu eða um 80%. Getum ekki sinnt sjúklingum Er eitthvað um að konur misnoti athvarfið? Það voru einhver dæmi um það, einkum í upphafi að ýmsar stofnanir vísuðu vegalausum konum I athvarfið sem ekki áttu er- indi þangað, en með tímanum hefur það orðið fólki Ijósara hvernig athvarfið starfar og hverjum það getur sinnt og hverjum ekki. Við getum til dæmis ekki sinnt sjúklingum. Auðvitað kemur það fyrir að slíkar konur gista athvarfið eina og eina nótt, en þá er þeim gert Ijóst að athvarfið sé fyrir konur sem eru að flýja andlegt eða líkam- legt ofbeldi á heimilum. En þetta er ekki til að hafa áhyggjur af. Við höfum meiri áhyggjur af því að við náum ekki til þeirra kvenna sem þurfa á athvarfinu að halda. Það sem mörgum þótti furðuleg umræða fyrir nokkrum árum, það erað konurá íslandi þyrftu að flýja heimilisín vegna ofbeldis, er nú orðin viðurkennd staðreynd. Um það vitnar fjöldi þeirra kvenna sem hefur leitað til athvarfsins frá því að það var opnað. Það að umræðan hefur verið opnuð og vandamálið viðurkennt sem samfélagslegt vandamál, ætti aö auðvelda konum hvar sem er á landinu, sem beittar eru andlegu og líkamlegu ofbeldi að rjúfa einangrun sina og leita sér aðstoðar. Síminn hjá Kvennaathvarf- inu í Reykjavík er 21205. K.BI. Bestu kveðjur. Hugsaðu vel um Veruna þína. Nú er hægt að fá möppu á 300 kr, merkta Veru í Kvennahúsinu, Hótel Vík. Þá er líka hægt að fá Veru frá upphafi, ef þig vantar í safnið. Hafðu samband, síminn er 22188. 22

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.