Vera


Vera - 01.10.1988, Blaðsíða 36

Vera - 01.10.1988, Blaðsíða 36
Framtíðarskipulag VIÐEY Á Viöey eru kortlögð um 160 örnefni, hér eru nokkur þeirra sýnd. (Myndin er úr skýrslu unninni fyrir Reykjavikurborg: Náttúrufar Viöeyjar) Gtnitr mistmái of slrik/htlli. ultn *«J slrondmt Jaröfræöi Viöeyjar er harla merkileg. Elsta bergið þar er tveggja milljón ára gamalt og leyfar af mikilli megin eldstöð sem þarna var á þeim tíma. VESTURET 5.MYND VARPDREIFING NOKKURRA FUGLATEGUNDA 1VIDEY 0 FYLL: V.rp«t»<Mr. Tðlor líkn. IJðlda braiðorakiU. ♦ SVARTBAKUR: All. .» 27 pð,. SÍLAMÁPUR: Aiia » 225 pör. | TEISTA: VarpaTaðl. "Á HRAFN: Hralðwlaapar. Ártallð tiknar liranar vltað að 0 100 200 300 400 500 m Um 24 tegundir fugla verpa árvisst i Viöey. Kortið sýnir varpdreifingu nokkurra þeirra. 36 Viðeyjar Á borgarstjórnarfundi á 200 ára afmæli Reykjavíkur 18. ágúst 1986 var samþykkt tillaga um Viðey. Þar kemur fram, að auk þess að vinna að enduruppbyggingu Við- eyjarstofu og kirkju, skuli á kjörtímabilinu efnt til hugmyndasamkeppni um framtíðar- skipulag og nýtingu Viðeyjar sem útivistar- svæðis í þágu Reykvíkinga og þjóðarinnar allrar. Á borgarráösfundi 1. des. síöastliöinn var samþykkt hverjir skyldu sitja í nefnd til undirbúnings hugmynda- samkeppninnar, en þaö eru: Frá Sjálfstæöisflokki, Magnús L. Sveinsson, Hulda Valtýsdóttirog Júlíus Haf- stein; frá Alþýöubandalagi, Sigurjón Pétursson; frá Framsóknarflokki Sigrún Magnúsdóttir og undirrituð sem fulltrúi Kvennalista. Því verður ekki neitaö, aö hjarta náttúrufræðingsins og kvennalistakonunnar skalf örlítið þegar sest var í nefnd meö þrautreyndum pólitíkusum sem virtust, samkvæmt fjölmiðlafréttum a.m.k., hafa þaö eina hlutverk í lífinu aö klekkja hver á öörum. En ótt- inn var aö mestu leyti ástæðulaus. Á fyrsta fundi nefnd- arinnar var á þaö bent, aö þetta væri hin mesta jafnræð- isnefnd og þá um leið mjög óvenjulega samansett, því aö í henni væru jafn margir frá meirihluta og minnihluta og jafn margar konur og karlar. (Þaö breyttist nú reynd- ar.) Þaö hafa að langmestu leyti blásið Ijúfir vindar um salinn þar sem nefndin hefur verið aö störfum og þaö hefur veriö mjög gaman aö starfa aö þessu verkefni og verður vonandi áfram því miklu er enn ólokiö. Skal nú aðeins greint frá því sem búiö er og hugmyndasam- keppnin kynnt. Fyrsti fundur nefndarinnar var 12. febrúar. Þar vildu nokkrir ákafamenn bara drífa í keppninni strax, þannig aö auglýsa mætti úrslit hennar á 202 ára afmæli borgar- innar um leið og stofan og kirkjan yröu opnuð. Undirrit- uö haföi í frammi úrtölur hvaö þetta snerti og benti á, að áöur en farið væri aö skipuleggja landnýtingu í Viöey væri nauðsynlegt aö kortleggja þar bæöi náttúruminjar og þjóðminjar. Færa þyrfti inn á kort af eynni helstu jarö- myndanir þar, gróöurlendi, mikilvæga fuglastaði, forn- minjar, staöi tengda þjóðtrú (álagabletti), örnefni o.fl. Reyndar flutti formaöur nefndarinnar Magnús L. einnig tillögu um örnefnakort og var hún samþykkt og einnig þaö að leita upplýsinga hjá Náttúrufræðistofnun um hvaöa gögn væru þegar til um náttúru Viðeyjar og hver kostnaöur væri viö aö fullgera þau gögn. Nú fóru í hönd miklir annatímar hjá stjórnmálamönn- unum, verkföll, kjarasamningar og fleira slíkt og næsti fundur í nefnd um nýtingu Viðeyjar var ekki haldinn fyrr en 27. maí. Þá var lagt fram örnefnakort af Viöey þannig unniö, aö inn á kort frá árinu 1912 höfðu verið sett 158 örnefni. Kortið er stórfróölegt og reyndar líka hiö mesta augnayndi. Svo mörg örnefni gefa til kynna hve manníf hefur veriö blómlegt í eynni. Örnefni eru ónauðsynleg í landi þar sem enginn býr, en fólk er fljótt að gefa stöðum og kennileitum í umhverfi sínu nöfn og þau segja oft ein- hverja sögu eöa tengjast atburðum sem gerst hafa á staðnum. Meö örnefnakortinu var líka lagt fram ágrip af sögu Viðeyjar sem Lýður Björnsson haföi tekið saman. Allt var þetta hiö ágætasta. Hins vegar höfðu ekki veriö gerðar ráöstafanir til náttúrufars- eöa minjakannana og

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.