Vera


Vera - 01.10.1988, Blaðsíða 27

Vera - 01.10.1988, Blaðsíða 27
' Það vakti athygli þegar Solla tók fædingarorlof í borgarstjórn, nú eru Sveinbjörn 5 ára og Hrafnkell 3 ára ,,Það er snyrt og snurfusað meðfram hraðbrautum og við fjölfarnar götur og svo er ekkert gert út í íbúðahverf- unum fyrr en eftir dúk og disk. Þetta er einungis sjónarspil sem bætirekkert líf og kjör fólksins í borginni." „Einfaldlega meö því að vera framkvæmdasamur í þeim mála- flokkum sem snerta þá sem hafa áhrif í þessu samfélagi, þá sem eru skoðanamótandi. Þettaer vel þekkt aðferð í stjórnmálum. Svo er snyrt og snurfusað meðfram hraðbrautum og við fjölfarnar göt- ur en ekkert gert út í íbúðahverfunum fyrr en eftir dúk og disk. Þetta er einungis sjónarspil sem bætir ekkert líf og kjör fólksins í borginni. Börn og aldraöir eru hins vegar veikir þrýstihópar. Þeir verða að treysta á það að einhverjir aðrir berjist fyrir þeirra hag. Aðrirsem eiga kappnóg með að ná sínum málum fram á einhverju öðru sviöi samtímis.“ Þegar við erum farnar að ræða um kjör barna og aldraðra getur Solla ekki leynt gremju sinni. Þessir málaflokkar standa augljós- lega hjarta hennar nær. „Ástandið er alveg hrikalegt í þessum málaflokkum og í raun er sáralítið gert til úrbóta I þessum málum. Það má oft sjá í Moggan- um hvernig Davíð er hrósað fyrir dugnað og framkvæmdasemi í borgarmálum rétt eins og hann hafi sjálfur verið að verki með hamar og nagla. Sjálfur hefur hann gaman af að tala um þor, kjark og karlmennsku I pólitík, en hann hefur ekki haft kjark til að takast á við þessa málaflokka. Hann nefnir það músarholuhugsunarhátt þegar minnihlutinn vill ekki dingla með í ráðhúsmálinu, en hvað er það annað en blindni og kjarkleysi af hans hálfu að koma ekki auga á neinar leiðir til að leysa þau mál sem virkilega brenna á fólki.“ Solla segir það augljóst að meirihlutinn ætli ekki að gera neitt átak í þessum málaflokkum. „Það er raunalegt til þess að vita, ekki síst í Ijósi þess að staða borgarsjóðs er nú afar góð. Nú væri virkilega hægt að gera eitt- hvað stórt.“ Kvennalistinn segir að það sé fleira sem sameinar konur en sundrar. Hefur ekki verið hægt að starfa með Sjálfstæðiskonum í málaflokkum eins og þessum? „Nei. Við höfum gert tilraunir til þess, en það virðist ekki vera ómaksins virði. Ég get nefnt dæmi. Þegar liðin voru 80 ár frá því að giftar konur öðluðust kosningarétt og kjörgengi lagði ég fram tillögu um fjögurra kvenna nefnd til að setja fram hugmyndir um hvernig ætti að minnast þessara tímamóta. Ég gerði það með vilja að hafa þær fjórar, án oddamanns, til að leggja áherslu á að þarna væri eitthvað sem hægt væri að koma sér saman um. En allt kom fyrir ekki. Meirihlutinn, og þar með taldar konurnar, breytti þessu að sjálfsögðu í fimm manna nefnd. Svona háttalag lýsir svo mikilli smæð og segir manni m.a. það að þær eru orðnar smitaðar af ríkj- andi stjórnunarstíl og því til lítils að reyna að vinna með þeirn." Nú var það mikið mál á sínum tíma I Kvennaframboði að fara ekki I samstarf, hvorki til hægri eða vinstri. Á þessu kjörtímabili hefur Kvennalistinn hins vegar starfað með félagshyggjuflokkun- um. Er þetta uþþgjöf? „Nei, alls ekki. Til að byrja með var nauðsynlegt fyrir okkur að fá frið til að móta afstöðu okkar til allra mála á eigin forsendum, ,,Við stöndum andspænis einhvers- konar karlsýki í samfélaginu, og þá sérstaklega í Reykjavík, sem lýsir sér í þessu linni ..." öllum þessum hallarbyggingum. þessari karlmennskuhugmyndafræði sem nú situr við stjórnvölinn eru glæsi- leg ytri tákn mælikvarðinn á framfarir en ekki gæði mannlífsins. Það er því mikið haasmunamál fvrir konur að 27

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.