Vera


Vera - 01.10.1988, Blaðsíða 4

Vera - 01.10.1988, Blaðsíða 4
einingu aö berjast fyrir betri tíö í þeim mál- um. Hver og ein er vitanlega ábyrg þess aö gætasíns réttar í einkalífinu, s.s. innan fjöl- skyldu, í sambúö, meöal samstarfsfólks og samferðarmanna, en allar tökumst viö á viö þaö sem aö þjóðfélaginu í heild sinni snýr (þó áðurnefnd atriði fléttist þar sterk- lega saman viö). Það sem mig langar aö gera aö umtals- efni hér og nú eru svokallaðar „skrýtlur" og ,,brandarar“, sem birtast bæöi í dag- blöðum og tímaritum dag hvern. Keyrir þar oft um þverbak. Viö konur sitjum í sakleysi okkar yfir te- og kaffibollum árla morguns, undirbúum dagsverkið, skipuleggjum verkefnin sem bíöa okkar bæöi heimafyrir og á vinnustað og á sama tíma flettum viö blööunum sem læöast inn um lúguna í bítiö. Vinnsla þeirra er margslungið verk og koma þar margar hendur, margir hugar og mörg augu viö sögu. En hvernig stendur þá á því aö þaö efni (oftast myndefni), sem þarna birtist getur lýst þvílíkri kvenfyrirlitningu sem raun ber vitni! Dæmin eru ótalmörg, en ég vil þó draga fram tvö þeirra sem síendurtaka sig. Ann- ars vegar er þar um aö ræöa tímaritið „Krossgátublaöiö“. Ég slæddist til aö kaupa eintak af þessu dægurdvalarblaði á leiö út úr bænum, þar sem krossgátur eru aö mínu mati athyglisverð og skemmtiieg leiö til aö læra og glíma við eigið tungumál. En mat útgefenda er greinilega eitthvert annaö, því blaöiö er fullt af „myndabrönd- urum“, þar sem konur viröast vart eiga annan samastað en í tvíbreiðum rúmum og lítið annaö hafa fyrir stafni en sofa hjá. „Með morgunkaffinu" í Morgunblaðinu er einnig meölæti sem fer öfugt ofan í mig á þessum morgunstundum. Spurningarnar sem í huga mínum vakna eru hvort endalaust sé gildi rakanna um aö þetta sé þaö sem fólk vill nægjan- legt, einnig nú á tímum þegar viö konur berjumst fyrir því aö veröa kallaðar fólk líka? í framhaldi af því fyllir önnur spurning huga minn, en hún snýst um það hvort við sjálfar séum nógu vakandi fyrir því hvar og hvernig lítilsviröing viö okkur birtist? Læt þetta nægja að sinni, en hvet konur til aö halda áfram aö líta umhverfi sitt gagnrýnisaugum og velta vöngum yfir því hvort við getum ekki haft markvissari áhrif á nánasta umhverfi okkar, okkur sjálfum í hag! Hólmfríður Til áskrifenda Veru Vinsamlega tilkynnið breytt heim- illsföng strax og ef það hefur gleymst og þið fáið ekki blaðið hringið þá í síma 22188 og látið okkur vita, þá sendum við ykkur blaðið um hæl. mbf m o — Um hjónaskilnaö; framhald á grein úr síöasta blaði. 5. Þegar engar eöa litlar eignir eru í bú- inu. Mörg bú eru eignalaus og eignirnar samanstanda einungis af heimilismun- um og innbúi. Þá reynir lítiö á fram- kvæmd á framangreindar lagareglur heldur kemur önnur lagaregla til skjal- anna. Lög heimila þeim maka, sem heldur heimili fyrir sig og börn makanna aö taka meira en helming af eignum bús- ins ef þess þarf til aö halda nauðsynleg- um heimilisbúnaöi til heimilishalds og ef ekki er líklegt aö hann geti orðið sér úti um þær nauðsynjar á annan hátt. Hér eru þaö hinar félagslegu aðstæöur sem valda því aö ekki er skipt eftir hinni venjulegu helmingaskiptareglu. Venju- legast fær hann líka afnot íbúðar sem tekin hefur veriö á leigu á sambúöar- tímanum, út leigutímann. 6. Stutt hjónaband og annar aöilinn á mestallar eignirnar. Með lögum er reynt að sjá við hinum al- mennu tilvikum og einnig að giröa fyrir óréttlæti og misneytingu þótt á þannig tilvik reyni sjaldan viö skipti vegna hjónaskilnaöar. Því hefur löggjafinn sett lagareglu sem segir aö ef hjón hafa verið stuttan tíma í hjónabandi ef þau hafa ekki blandað verulega saman fjárhag sínum og ef mest af eignum búsins kemur frá öðr- um aðilanum, þá geti þaö hjóna, sem kom meö þær í búiö krafist þess aö skiptum veröi hagað þannig að hvort um sig taki það meö sér úr búinu sem það kom með í búiö. Hér er horfið frá helmingaskiptareglunni. Skilyrði þess að þessu lagaákvæði veröi beitt er aö skipting eigna eftir helmingaskiptaregl- unni sé bersýnilega ósanngjörn. Hér skal í stuttu máli getið ýmissa at- riða sem varða fjármálahliðina og eignaskipti. 1. Hvort okkar fær aö búa áfram í leigu- íbúðinni? Fyrirframgreiðsla á húsaleigu telst eign sem til skipta kemur. Ef þið hafið íbúð á leigu, sem þið hafið greitt fyrirfram leigugjald fyrir, þá reiknast þaö sem greiðsla af eignum búsins til þess sem fær aö sitja í íbúðinni út leigutímann. En hvort ykkar þaö verður, sem afnot fær, fer eftir samkomulagi ykkar. Ef þiö náiö ekki samkomulagi ykkar í milli, þá er hægt að skjóta þessum ágreiningi til dómsmálaráöuneytisins eöa dómstóla, sem ákveða meö hliðsjón af öllum aö- stæðum hvort ykkar skal fá afnot íbúö- arinnar út leigutímann. Við mat á því hvort ykkar fær íbúðina er höfð hliðsjón af þörfum hvors um sig, þörfum og hög- um barna og hvort ykkar hefur forsjá þeirra. Venjulega myndi sá sem hefur forsjána og heimili fyrir börnin fá afnot íbúðarinnar. 2. Endurgreiðsla til maka vegna óhæfilegs framferðis eöa vanhiröu makans í fjármálum. Sérreglur eru til um þaö ef annað hjóna vegna óreiðu stofnar til skulda og eyöir fé sínu á óhæfilegan hátt gagnvart maka sínum og fjölskyldu. Þá er við bú- skiptin hægt aö taka tillit til þess, þann- ig aö endurgreiðsla að hluta komi til ef sá er eyddi á einhverjar eignir fram yfir skuldir. Þá.er einnig hægt að draga þessa endurgreiðslu frá þeim búshluta sem viðkomandi á aö greiöa hinum. Sama er ef annar makinn notar fé sem er hjúskapareign hans til að auka sér- eign sína sem kemur ekki undir skiptin eða t.d. greiðir óeðlilega há iögjöld fyrir lífeyrisréttindi, sem koma einungis honum persónulega til góða, þá er hægt aö taka tillit til þess við skiptin. 3. Sameiginlegar skuldir. Ef bæöi hjónin bera ábyrgö á skuld get- ur hvort þeirra um sig krafist þess að hitt greiði sinn hluta strax eða setji tryggingu fyrir borgun. Þetta á viö þegar engar eignir hafa get- að gengið upp í skuldina. 4. Munir barna viö skipti milli foreldra. Munir barna, sem þau eiga persónu- lega, t.d. peningar, sparisjóösinni- stæöa eða aörir verðmætir munir, koma ekki undir skiptin. Samkvæmt lögum er meðlag talið eign barns en ekki foreldr- is. 5. Fjárfélagi hjóna er slitið við útgáfu leyfisbréfs til skilnaðar að borði og sæng eða lögskilnaðarleyfi. Tekjur, gjafir, arfur, happdrættisvinningar o.fl. sem hvort ykkar um sig hefur eignast á árinu er skilnaður að borði og sæng hefur staðið kemur ekki til skipta við út- gáfu lögskilnaðarleyfis. Sama á við um skuldir sem til er stofnað eftir þann dag. Þær eru hinu alveg óviðkomandi. 4

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.