Vera


Vera - 01.10.1988, Blaðsíða 6

Vera - 01.10.1988, Blaðsíða 6
Fyrir 10—15 árum síðan hefði manni þótt það saga til næsta bæjar ef einhver úr vinahópnum hefði gengið í heilagt hjónaband að hefð- bundnum sið og haldið upp á það með pompi og prakt. Þeirfáu sem enduðu í höfn hjónabandsins sigldu þangað í kyrrþey með aðstoð borgardómara, ýmist vegna sparimerkja eða til að friða fjölskyld- una. Nokkrir kusu reyndarað gera þetta með stæl en fóru þá óhefð- bundnar leiðir s.s. að lóta allsherjargoðann pússa sig saman að heið num sið eða gifta sig í nýstárlegum klæðnaði eins og til að leggja áherslu á að þrátt fyrir vígsluna stæði ekki til að lifa lífinu að hefðbundnum hætti. Flestir giftu sig alls ekki heldur bjuggu saman og eignuðust börn og buru án blessunar veraldlegra eða geistlegra yfir- valda. „Fyrir 10—15 árum var þörfin til uppreisnar gegn ríkjandi hug- myndum ofan á, nú er það þörfin til aðlögunar." En tímarnir líða og breytast. Fornir siðir hata haldið innreið sína að nýju — reyndar í aðeins breyttri mynd — og ungtfólkgengur nú hvert í kapp við annað upp að altarinu og lofar tryggð og trúmennsku fyrir augliti guðs og að elska hvort annað og virða í hverjum þeim kjörum sem guð lætur þeim að hönd- um bera. Hjónavígslan hefur hlotið endur- nýjaðan kraft og er nú ekkert til sparað til að gera hana sem veglegasta úrgarði. Brúðar- mars, hvítur kjóll með slóða, slaufum skrýdd- ur bíll, herleg veisla, ódauðleg brúðar- minni, brúðarvals og dýrlegar gjafir, — allt er þetta ómissandi til að skapa rétta um- gjörð um þann sáttmála sem hjónaefnin eru að gera með sér. Brúðhjónin eru miðja al- heimsins í einn dag og þau eru svo falleg, rómantísk og hamingjusöm að veislugestir vikna og við sem aldrei giftum okkurfinnum fyrir svolitlum trega vegna tækifærisins sem gekk okkur úr greipum. Okkar ást og sam- búð var aldrei prísuð með þessum hætti. En gekk tækifærið okkur úr greipum? Af hverju giftum við okkur ekki? Var það vegna þess að við vorum kærulaus og létum hverj- um degi nægja sín þjáning? Var það vegna þess að við vorum í prívat uppreisn gegn for- eldrum okkar og vildum ekki gera þeim það til geðs að gifta okkur? Var það vegna þess að við vildum ekki setja neinar hömlur á líf okkar og tilfinningar og hafa fullkomið frelsi til ásta? Kannski á þetta við um einhverja en þau voru þó mun fleiri sem litu á giftinguna sem hlekk í mun stærri keðju. Þau litu á hjóna- vígsluna sem einskonar vígslu inn ( hefð- bundið samlíf karls og konu þar sem konan var gift — gefin — en karlinn gekk að eiga hana. (Kirkjan hefur reyndar ekki farið var- hluta af jafnréttisbaráttunni því í nýrri hand- bók presta segir að bæði karl og kona gangi að eiga hvort annað). Líf í kjarnafjöl- skyldu var að hefjast þar sem karl og kona höfðu fyrirfram gefnum hlutverkum að gegna. I hjónabandi urðu þau eitten hættu að vera tveir sjálfstæðir einstaklingar eða svo notuð séu orð guðspjallamannsins Matteusar: „Fyrir því skal maður yfirgefa föður og móður og bindast konu sinni, að þau tvö skulu verða einn maður. Þannig eru þau ekki framar tvö, heldur einn maður. Það sem Guð hefur tengt saman, má maður eigi sundur skilja." (Matt. 19. 4—6) Þetta ,,eina" var í hugum flestra mun fremur karl- kyns en kvenkyns og því í algerri andstöðu við jafnréttishugmyndirþesstíma. Við konur trúðum því að við varðveittum betur sjálf- stæði okkarog sjálfsforræði í sambúð held- ur en í hjónabandi. Jafnréttissjónarmiðin voru þó alls ekki þau einu sem stóðu í vegi fyrir hjónabandinu. Við litum líka á brúðkaup sem borgaralegt pjatt og sem órjúfanlega samofið því neyslukapp- hlaupi sem við vildum svo gjarnan stöðva. Við vildum ekki ísskápana og öll bollastellin, hnífapara-, svefnherbergis- og sófasettin sem fylgdu brúðkaupsveislunum. Við vildum ekki eyða offjár i dýran, hvítan kjól sem hafði glatað hlutverki sínu að brúðkaups- degi loknum. Við vildum hvorki hömlur né of- gnótt borgaralegs samfélags. Við vildum lifa í pappírslausri sambúð byggðri á ást og gagnkvæmu trausti en ekki á eignarhaldi manns á manni. Við vildum með lífi okkar af- 6

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.