Vera


Vera - 01.10.1988, Blaðsíða 40

Vera - 01.10.1988, Blaðsíða 40
Kvennalistinn vin■ U 8ei'ta lögum til 11" DSt Ste»l>™p™ Og stórbæ,a inn[i8,mtu og ° Mnema matarskatt. □ D& «'™Pns,ekjur og ,egg.a ^ st<sr □ .. a sror *axtaí/s/töí'anskjarav>sitölu og (aka Upp kgup_ Q Frysta verðlag. D 3% vext/. O 6 tima vinnudag. □ Endurskoða h J°rmagnsmarkað/nn. □ sTawa 9e9" Æ PyggiSf ?anka' Hverjfr fá lá„ vaZ? 7 V6ð “ ak« "Og Jf“n~ D Kanna hei<?ti, „ Cte"ar8SaC^s^ £%raneða»a~s^:5' D Lei'ta allra ráða tn a D ^öasSs? Mrum ðaitum »n Jnl?Æ'aWaPa »W á Rétt er aö fylgja þessum punktum úr hlaði, þar sem stuttar tillögur eins og þessar segja kannski ekki alltaf alla söguna. Enda vorum viö aöeins að koma meginhugmyndum okkar á framfæri viö Þorstein og ríkisstjórn hans. í fyrst lagi viljum við sem fyrr beita lögum til þess að hækka lægstu laun en ekki lækka, sem er algjör and- stæða þess sem ríkisstjórnin gerir nú. Síðan þarf vissu- lega að hækka skattleysismörkin til samræmis við lág- markslaun. Kvennalistinn hefur alltaf miðað kröfu sína um lágmarkslaun við framfærslu einstaklings, en erfitt hefur reynst að fá slíka viðmiðun útreiknaða í kerfinu. Við teljum hana nú ekki undir 50—55 þúsund krónur á mánuði. Fjölgun skattþrepa Fjölgun skattþrepa er réttlætismál að okkar mati. Þeir sem betur eru settir launalega hljóta að hafa getu til að greiöa meira til samfélagsins en þeir sem eru á lágum launum, auk þess sem slíkt er vel til fallið til að draga úr þenslu. En við viljum líka bæta bæði innheimtu skatts- ins og eftirlit með skattsvikum. Það er því miður alltof al- gengt að það fé sem á að skila sér í kassann geri það ekki og talið er að ef tækist að bæta þessi atriði mundu nást stórar fúlgur í ríkiskassann. Enn eitt atriöi varðandi skattinn er sá möguleiki að skattleggja fjármagnstekjur og koma á stóreignaskatti. Þá eigum við ekki við að við mundum skattleggja innistæður á sparisjóðsbókum, heldur að við mundum ná í þann vaxtaauka sem virðist veltast í fjármagnskerfinu og vefja utan á sig vöxtum á vöxtum ofan. Þetta eru svo sannarlega tekjur sem ber að greiða skatt af. Stóreignaskatturinn skýrir sig sjálfur en þar þarf að skilgreina vel og vendilega mörkin þann- ig að venjulegir íbúðareigendur lendi ekki í þeirri skatt- heimtu. Matarskatturinn Einfaldasta máliö fyrir ríkisstjórnina í dag til að lækka verðlag er náttúrulega að leggja niður matarskattinn sem settur var á í byrjun þessa árs. Þetta liggur svo beint við að manni finnst varla að það ætti að þurfa að nefna þetta. En enginn úr stjórnarliðinu hefur nefnt þennan möguleika opinberlega svo telja verður að hann hafi ekki verið til umræðu á stjórnarheimilinu. Því ítrekar Kvennalistinn enn einu sinni mótmæli sín við matar- skattinn og bendir á að það er hægt að afnema hann nú þegar ef viljinn er fyrir hendi. Ekkert kæmi heimilunum betur. 40

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.