Vera


Vera - 01.10.1988, Blaðsíða 35

Vera - 01.10.1988, Blaðsíða 35
Nei, ég finn ekki fyrir einangrun þótt ég sé þarna ,,al- ein“, eins og við segjum, en eins og ég sagði þá er þetta vandasamt á margan hátt. Ekki síst út á við. Sjáðu til, ég hef auðvitað persónulega skoðun á því sem upp kemur, en mér dettur ekki í hug að blása hana út sem skoðun Kvennalistans fyrr en Kvennalistakonur hafa komið saman og rætt málið. Oft getur því verið erfitt að feta milliveg út á við, þannig að það sé ekki túlkað sem veik- leiki eða afstöðuleysi. Ég get tekið nýlegt dæmi í tengsl- um við tilboðið í Granda. Þá spyr blaðamaður hver sé af- staða Kvennalistans í málinu og ég svara því til að ég vilji ræða málin í okkar hópi áður en ég láti eitthvað hafa eftir mér um það hvað Kvennalistanum finnist. Ég sagði jafn- framt að það væri mín skoðun að þarna væri um stóran kvennavinnustað að ræða og ég teldi að borgin þyrfti að eiga fyrirtæki sem veitir atvinnu á mögru árunum því það væri Ijóst að uppsveiflan í atvinnulífinu yrði ekki endalaus. Ég sagðist líka vilja skoða betur þetta kauptil- boð og hvernig það kæmi út fjárhagslega, en það var lagt fram án þess að borgarráðsmenn hefðu nokkur gögn í höndunum. Svo sé ég að fyrirsögnin í blaðinu er: Kvennalistinn ekki mótað afstöðu. Svona nokkuð getur farið í taugarnar á manni og þetta gerist allt of oft.“ „Skrifræðið er komið í staðinn fyrir samskipti“ — Þú talar um handabakarvinnubrögð í borgarkerf- inu. Segðu okkur aðeins meira frá hvaö þú átt við með því. ,,Já, það er til dæmis fyrir neðan allar hellur að ekki sé hægt að undirbúa sig með meiri fyrirvara fyrir fundi í borgarráði á þriðjudögum. Þegar ég færði þetta í tal og bað um að fá senda dagskrá með dags fyrirvara, fékk ég þau svör að eins og ég hlyti að skilja þá væri ekki hægt að senda út dagskrá á mánudegi sem samin væri á þriðjudegi! Svona hefði þetta verið í 40 ár. Hugsið ykk- ur bara! Ég hefði viljað breyta þessu svo dæmi sé tekið. Þið getið imyndað ykkur hvort vinnubrögðin yrðu ekki markvissari. En það þarf ekki langan tíma til að gera sér grein fyrir því að borgarapparatið er skrifræðiskerfi, það er eins með það eins og svo mörg þessi kerfi sem mað- urinn hefur byggt upp og komin eru út í öfgar. Skrifræðið er komið i staðinn fyrir bein samskipti milli fólks, eins og það er nú mikilvægt að halda þeim við og tiltölulega auðvelt í okkar litla samfélagi. Pappírsflóðið er ógur- legt.“ Borgarfulltrúi Kvennalistans Elín G. Ólafsdóttir H 32243 V 18800 Hulda Ólafsdóttir (vara) Félagsmálaráð H 35528 V 25811 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Elín G. Ólafsdóttir (vara) H 24089 V 22188 Heilbrigðisráð Borghildur Maack Hulda Ólafsdóttir (vara) H 685336 V 84611 Atvinnumálanefnd Guðrún Halldórsdóttir Elín G. Ólafsdóttir (vara) H 23541 V 14106 Æskulýðs- og tómstundaráð Sigrún Ágústsdóttir H 671901 V 24070 Kristín Blöndal (vara) H 27481 Bygginganefnd aldraðra Margrét Sæmundsdóttir H 686556 V'27666 Eygló Stefánsdóttir (vara) Stjórn veitustofnana H 30647 V 685052 Helga Túliníus H 62176 V 83600 Sigríður Lillý Baldursdóttir (vara) H 675242 V 11560 Stjórn verkamannabústaða Kristín Árnadóttir H 23687 V 13819 Kristín Ástgeirsdóttir (vara) Stjórn vinnuskólans H 32344 Magdalena Schram H 12154 Stjórn lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar ína Gissurardóttir H 681894 V 26411 Hólmfríður R. Árnadóttir H 13317 V 22052 Jafnréttisnefnd Guðný Guðbjörnsdóttir H 20762 V 25088 María Jóhanna Lárusdóttir H 73311 V 13550 (vara) Skólanefnd ísaksskóla Lilja Eyþórsdóttir H 26856 V 25600 Ingibjörg Hafstað (vara) Starfskona Reykjavikuranga H 24351 V 13725 Stella Hauksdóttir H 24769 V 22188 — Er eitthvert starf ööru skemmtilegra af þeim sem þú hefur fengist við? ,,Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá finnst mér kjara- baráttan mest spennandi og út frá henni ræðst flest annað. Kjarabaráttan var bæði skemmtileg og lær- dómsrík, en ég fór inn í kjarabaráttuna á alveg sömu for- sendum og karlarnir. Og það var ekki nærri eins gefandi og starfið í Kvennalistanum. Það að vinna með Kvenna- listanum hefur gefið mér persónulega meira en flest annað sem ég hef reynt og unnið viö á fullorðinsárum. Það hefur gefið mér geysilega lifsfyllingu. Það hefur opnað sýn á heiminn sem í raun hefur reynst bæði opin- berun og um leið staðfesting á skoðunum og tilfinning- um sem bjuggu innra með mér. Það má segja að það hafi opnað flóðgáttir fyrir alls konar uppsafnaðar tilfinn- ingarsem ég átti oft í erfiðleikum með að staðsetja. Auk þess hef ég kynnst þar svo mörgum greindum og skemmtilegum konum og sannfærst enn betur en áður um að konur búa yfir svo miklum fjársjóðum." — Að lokum Elín, ætlarðu að hætta í kennslunni og kjarabaráttunni nú þegar þú hefur tekið sæti í borgar- stjórn? ,,Nei, alls ekki. Bæði er að ég tel mjög mikilvægt að halda lifandi tengslum út á við og að ég hef lifibrauðið af annarri atvinnu en pólitík. Við í Kvennalistanum höfn- um hugmyndum um atvinnupólitíkusaeins og þið vitið." -Kaá 35

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.