Vera


Vera - 01.10.1988, Blaðsíða 33

Vera - 01.10.1988, Blaðsíða 33
 er ekki svo gott að segja, ef til vill hafa þeir áhyggjur af því að við gætum grætt á þessu eða þá að hreppsnefndarmenn hafi orðið hræddir um atkvæðin sín," sagði Ágústa, sem hefur þó ekkert gefið eftir og er svars að vænta frá hreppsnefndinni fljótlega. Ágústa var spurð hvort væri búið að ákveða hvernig ætti að nota húsið og sagði hún að svo væri ekki en um margt hafi verið rætt. Til dæmis hafi komið fram sú hugmynd að koma upp tækjasal fyrir heilsurækt og nú væri kona fyrir sunnan til að kanna kostnað og þess háttar. Ágústa sagði einnig að nudd- kona væri í þeirra röðum og því ekki ólíklegtað nuddstofa yrði á staðnum. Þá hefur komið upp sú hugmynd að nota húsið undir námskeiðahald, ekki bara fyrir Vopnfirðinga heldur líka fyrir aðra því í húsinu er gistiað- staða, þar eru 10 tveggja- manna herbergi. Síðan eru til vefstólar sem eru of stórir fyrir stofurnará heimilunum og getur verið að þeim verði komið fyrir í húsinu, hvort sem það verður í þeim tilgangi að afla tekna eða til ánægju. Ágústa sagðist hafa áhuga á að framleiða matvæli. Einhver sagði henni að það gæti hún ekki gert öðruvísi en að fá samþykki helst allra ráðu- neytanna og er hún að kanna þessi mál. Hún hefur áhuga á að koma á fót súrmatargerð en „súrmaturog sláturerfluttaðtil Vopnafjarðar," sagði Ágústa, ,,en samt er á næstum hverjum einasta bæ kona sem býr yfir þessari verkþekkingu." ,,Konur eru leiðar á að vera myndarskapar- . / / / russar Ágústa var spurð hvort at- • vinnuleysi á staðnum hafi orðið kveikjan að hugmyndinni um að koma upp kvennahúsi. ,,Það vantar alltaf fólk í vinnu hérna," sagði Ágústa. „Aftur á móti er farið að draga töluvert úr vinnu hjá bændakonum bæði vegna samdráttar í landbúnaði og líka vegna þess að bændakonur nú til dags eiga færri börn en áður. Tekjumöguleikar landbúnaðar- ins eru sífellt að skerðast. Auð- vitað er alltaf hægt að fá vinnu í fiski, en vinna í fiski hæfir ekki öllum," sagði Ágústa. „Konurn- ar í þorpinu vinna ekki ífiski fram yfir fertugt því þá er bónusinn búinn að slíta þeim út. Þá þurfa þæraðfinna annað. „Konureru leiðar á að vera myndarskapar- rússar," sagði Ágústa, þær vinna mikið og fá engin laun. Þörf er fyrir fjölbreyttari vinnu sem gefur eitthvað af sér og var það kveikjan að þessari hug- mynd. „Við héldum fyrstað kon- ur vildu fá einhverja vinnu sem þær gætu unnið ein og ein heima hjá sér en það kom í Ijós að allar vildu heldurfá að vinna saman." Vinnan sem stendur til boða er einhæf en konur vilja fjölbreyttari vinnu og sveigjan- legan vinnutíma. Bændakonur geta ekki fest sig i vinnu allan ársins hring. Þær geta unnið 10 tíma á dag í ákveðinn tíma en á vorin byrjar sauðburðurinn og sumartíminn er annatími í sveit- um. „Við viljum fá að ráða ein- hverju um vinnutímann," sagði Ágústa að lokum um leið og hún lofaði að láta okkur vita svar hreppsnefndar. bb „Að éta ovm smn Því hefur stundum verið haldið fram að í skáldsögunni „Sjálfstætt fólk“ eftir Halldór Kilj- an Laxness séu marxísk viðhorf gagnvart sam- félaginu áberandi. Vésteinn Ólason hefur m.a. fjallaö um þessi viðhorf í ritgerð sem hann kall- ar „Að éta óvin sinn“. í ritgerðinni sýnir hann m.a. fram á hvernig át kemur fram sem bylting- arsinnuð athöfn, sem tákn uppreisnar. Rósa, kona Bjarts í Sumarhúsum, étur lambið sem hún drap og gerir með því ákveðna uppreisn gegn samfélaginu. Lambiö er tákn þess illa ástands sem heimilisfólkið í Sumarhúsum býr við. Þessi uppreisn var þó ómeðvituð og blind og þar af leiðandi dæmd til að mistakast. Undir bókarlok étur Bjartur þjófstolið brauö og brýtur um leið gegn eignaréttinum, sem honum hafði ætíð verið heilagur. Andstætt hinni fyrri telur Vésteinn þessa uppreisn vera meðvitaða og að dýpri skilningur fylgi verknað- inum. Bjartur hefur afneitað ríkjandi sjónar- horni samfélagsins og orðið manneskja öðru fremur. Þessi ritgerð kom í hug Verukvenna þegar þær sáu myndir í DV mánudaginn 19. septem- ber s.l. af flokksformönnum í lifrar- og konfekt- áti. Ástæðan fyrir þessum hugrenningatengsl- um er fyrst og fremst sú, að át formannanna var jafn meðvituð og táknræn athöfn og át Bjarts. Hún var svo meðvituð að blaðaljósmyndarar voru sérstaklega til kallaðir. En þar lýkur líka samlíkingunni því ekki verður sagt að í for- mannaátinu hafi falist nein uppreisn gegn sam- félaginu. Þvert á móti — þeir kepptust við að éta sig í gegnum þær hindranir sem voru á vegi þeirra að valdastólunum. Þeir átu allt oní sig. 33

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.