Vera


Vera - 01.10.1988, Blaðsíða 46

Vera - 01.10.1988, Blaðsíða 46
Konur Sem Elska of Mikið Robin Norwood Helga Ágústsdóttir þýddi. Iðunn 1987. Til aö fyrirbyggja misskiln- ing og til að upplýsa lesend- ur eru líka til karlar sem „elska of mikið“. Höfundur- inn; Robin Norwood skrifar engu að síður nær ein- göngu útfrá sjónarhóli kvenna og segir ástæðuna vera einfaldlega að hún er sjálf kvenkyns. Robin er starfandi fjölskyldu- og hjónaráðgjafi sem sérhæfir sig í óheilbrigðum ástarsam- böndum og ýmis konar fíkn hjá konum. Bókin er aðallega byggð upp á frásögnum af lífi slíkra kvenna og hvernig ástatt er fyrir þeim þegar þær leita að- stoðar hjá Robin. Þetta er bók um konur sem eiga auðvelt með að týna sjálfum sér í nánum sam- böndum af því þær elska ,,of mikið. Ástin er í raun orðin árátta og kona sem elskar karlmann þannig fær hann ,,á heilann" og fer að setja samasemmerki milli þess að elska og finna til sársauka. Án þess að hafa fyrir því vísindalega mark- tækar niðurstöður þori ég aö fullyrða að það eru ekki ófáar konur sem hafa anga af þessum ,,eiginleika“ í fari sínu. Spurningin er bara hversu mikið þessi eiginleiki mótar líf hverrar konu. Hjá konu sem „elskar of mikið“ eru til staðar viss ein- kenni sem benda til að ást hennar sé komin út í öfgar. Hún er líklega úr fjölskyldu með skaddað samskipta- mynstur t.d. voru tilfinningar ekki viðurkenndar. Vegna þess að hún vandist þvi í æsku að fá ekki þá tilfinn- ingalegu umhyggju og ástúð sem hún þarfnaðist, laðast hún að mönnum sem ekki geta gefið henni tilfinninga- lega. Hún ímyndar sér að með sinni ást geti hún breytt honum. Hún gerir hvað sem er til að viðhalda sambandinu og ,,hjálpa“ manninum sem hún er með svo hún geti einn góðan veðurdag upplifaö frá honum alla þá ástúð sem hún þarfnast. Slík kona dulbýr til- raunir til að stjórna fólki eftir sínum geðþótta sem „hjálp- fýsi“. Sjálfstraust konu sem elskar of mikið er yfirleitt lítið og hún er vön að taka á sig meira en helming af ábyrgð, sekt og ásökunum í mannleg- um samskiptum og þrífst í rauninni á spennu í mannleg- um samskiptum. Kona sem elskar of mikið dregst að fólki sem stríöir við vandamál til að bjarga því. Þannig þarf hún ekki að líta í eigin barm og taka ábyrgð á eigin lífi. Einnig á hún það á hættu aö þróa einhverja fikn hjá sér s.s. áfengi, lyf og sætindi (bls. 12—13). Margt annað einkennir kon- ur sem „elska of mikið“ en upptalningin hér að ofan gef- ur tóninn. Athyglisvert er að ef kona í slíku sambandi fær ekki bata og fer í ,,meðferð“ og snýr sér að bataferli sínum er sjúkdómsferill hennar al- veg hliðstæður annarri fíkn s.s. eins og gerist hjá alkóhól- istum; ef ekkert er að gert þróast alger uppgjöf og ör- vænting. En hvernig karlar laðast að konum sem „elska of mikið“? Að sögn Robin „er alltaf til staðar hið sterka aðdráttarafl, sem þeir finna til við kynni við konur, sem virðist gefa fyrir- heit um að lagfæra allt sem úrskeiðis hefur farið“. Þannig laðast karlar að konum sem virðast geta „bjargað þeim“ og litið upp til þeirra; þær kunna að meta þá að verð- leikum. Hver er leiðin út úr svona þráhyggjusambandi? Fyrsta skrefið er að heita sjálfri sér að hennar bati komi á undan öllu öðru. Það krefst mikillar vinnu að losna undan því aö miða allt sitt líf útfrá „hon- um“, hvað ,,hann“ vill, hvern- ig ,,honum“ líður o.s.frv. Nú þarf hún að byrja að hugsa hverjar sínar eigin þarfir eru, hvernig henni sjálfri líði og hvað hún vill. Þetta reynist mörgum konum einna erfið- ast; að láta af ráðsemi við hann og byrja þess í stað að breyta sjálfri sér. Robin gefur í síðasta kaflanum mörg góð ráð til aö hefja sinn bataferil. Ein áhrifamesta og árangurs- ríkasta leiðin er að leita uppi eða hrinda sjálf af staö sjálfs- hjálparhópi kvenna sem „elska of mikið“. í Reykjavík eru a.m.k. tveir slíkir hópar starfandi. Afar auðvelt er að stofna slíkan hóp og getur undirrituö gefið ráðleggingar i því sambandi ef konur óska. Bókin vekur konur vissu- lega til umhugsunar um fyrir hverja konur „sem elska of mikið“ í raun og veru eru að lifa? Líf sem miðast eingöngu að því að þóknast og ráðsk- ast með aðra án tillits til eigin þarfa leiðir ekki til góðs þegar til lengdar lætur. Þessi bók er gott innlegg fyrir þær konur sem vilja þroskast og verða heilsteyptari persónuleikar. Ef þér finnst innihald bókarinnar ekki koma við þig á einhvern hátt ertu annaðhvort í feluleik með sjálfa þig eða — „til hamingju“ — bara svona heilbrigð! Jóna Ingibjörg Jónsdóttir Kynfræðingur hjá Kynfræðslustöðinni I =t«>!l ^ \ í Foxtrot segir frá tveimur bræðrum, sem fara saman í ferð. Sá eldri er frægur fyrir að hafa spilað atvinnufótbolta í útlöndum. Sá yngri hefur við misjafnan árangur reynt aö feta í fótspor stóra bróður, sem hann þekkir bara úr fjöl- miðlunum því þeir ólust ekki upp saman. Nú vinna þeir saman sem öryggisverðir og tilgangur ferðarinnar er að koma peningafúlgu á ákveð- inn stað. Og svo gerist ýmis- legt á leiðinni sem verður til þess að tvær grímur hljóta að renna á aðdáunarsvip litla bróður. Á bak við glansmyndir tímaritanna af knattspyrnu- kappanum reynist búa annar og ógeðfelldari maður. Sem sagt, þetta er saga af hetju sem fellur af óburðug- um stalli sínum og dregur í því falli blekkingarhuluna frá augum sakleysingja. Það örl- ar jafnvel á ádrepu á þau gildi sem hæst er hampað í kringum okkur, t.d. í bíó, og á ábendingu um að eitthvað annað en þau kunni aö vera bitastæðara veganesti á lífs- leiðinni. Þessi gamla vísa fer alveg ofan garðs og neðan I Foxtrot, að mér sýnist vegna þess að kvikmyndagerðar- mönnunum hefur þótt sand- urinn undir hetjustallinum myndrænni en annað sem grípa mætti upp úr þræði svona sögu. Mórallinn í sögu- lokunum verður því aldrei annað en léleg afsökun til að velta sér upp úr taumlausu ofbeldi frá ýmsum sjónar- hornum. Áherslurnar og at- hyglin beinist öll að krafti og spyrnu stóra bróður. Reyndur leikari fer með það hlutverk en reynslulaus með hlutverk þess yngri. Allt hallast þannig á einn veg frá upphafi. Flest er fyrirsjáanlegt frá byrjun og þráðspennan því í lágmarki. Hver klisjan rekur aðra: lík hverfur, byssa þeytist úr hendi, rörbútur liggur vel við lófa, kvenlíkami til að rífa fötin af, dekk til að sparka í o.s.frv. Sem sagt: spennumyndar- matseðill eins og þeir ganga og gerast. Er markaðurinn ekki fyrir löngu orðinn mett- ur? Munurinn hér liggur í leik- myndinni: íslenskt jöklalands- lag, skorið upp og klippt til að falla að formúlunni. Aumingja Skaftafellssýslurnar! Nýtt til- brigði við stefið eru líka inn- fæddar refaskyttur, múnder- aðar í fáráðlingaföt á jeppa- skrýmsli. Hvers á hin íslenska bændastétt að gjalda? Það eina sem ég hafði gaman af að sjá voru stelp- urnar tvær á leiðinni austur. Hressar og frjálslegar eins og stelpur gerast bestar og fullar af fyrirlitningu og aumkun á aðalgæjanum eins og slíkir gæjar eiga skilið. Afstaða þeirra til stóra bróður hrindir atburöarrásinni af stað, það eru viðbrögð konu við töffara- stælunum í hetjunni sem leysa djöfulæöi hans úr læð- ingi. Einhverjir (og höfundar myndarinnar þar með taldir,) kunna að segja sem svo að stelpukjáninn geti sjálfri sér um kennt: hún hefði átt að koma fram af meiri auðmýkt gagnvart hetjunni. En án þeirrar klisju að kvenfólk eigi bara að hafa sig hægt frammi fyrir augliti karla, annars hljóti þær makleg málagjöld, væri auðvitað alls ekki hægt að búa til svona bíóreyfara. Þessi maklegu málagjöld eru svo sem alltaf aö eiga sér stað og halda líklega áfram að eiga sér stað á meðan strákar nota skrokkinn á sér 46

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.