Vera


Vera - 01.10.1988, Blaðsíða 19

Vera - 01.10.1988, Blaðsíða 19
Klara og ína. Ljósmynd Gunnar Andrésson á í starfi Sparisjóðsins, ef ég yrði þar við stjórnvölinn. Reyndar er það svo að völd sparisjóðsstjóra eru ákaflega takmörkuð. Það er stjórnin sem ræður í öllum mikil- vægum málum. Undirskriftasöfnun Var þessari stöduveitingu mótmæit á Neskaupsstað? ína: Margir urðu auðvitað undrandi og reiöir yfir þessari niðurstöðu. Það fór fram undirskriftasöfnun í bænum þar sem farið var fram á að Klöru yrði veitt staðan. Það skrifuðu rúmlega 50 manns undir, þar á meðal margir stærstu viðskiptavinir Spari- sjóðsins. Samband ísl. bankamanna mót- mælti einnig harðlega og hafa mótmæli þeirra komið í fjölmiðlum. Jafnréttisnefnd Neskaupsstaðar kærði til Jafnréttisráðs sem komst að þeirri niður- stöðu að jafnréttislög hefðu verið brotin. Hafði það engin áhrif á stjórnina? Klara: Eftir úrskurð Jafnréttisráðs var haldinn fundur í stjórninni. Tveir stjórnar- fulltrúar, Sigrún Þormóðsdóttir og Jóhann Sigurðsson — hann var fjarverandi þegar atkvæðagreiðslan fór fram í vor — báru upp tillögu þess efnis að farið yrði að ósk- um Jafnréttisráðs og ráðning Sveins yrði ónýtt. Þessi tillaga var felld og sagði Sig- rún sig þá úr stjórninni. ,,Augu mín hafa opnast" Nú virðast svipuð mál og þetta koma upp aftur og aftur þrátt fyrir jafnréttislög og Jafnréttisráð. Úrskurður ráðsins breytir greinilega engu og virðist Jafnréttisráð því valdalaus stofnun og lög um jafnrétti kynj- anna sniðgengin. Hvað er helst til ráða ef menn vilja breyta þessu ástandi? Klara: Það hlýtur að vera undir okkur sjálfum komið hvað við gerum. Á meðan konur þora ekki að standa upp og segja sína meiningu verður þetta alltaf svona. í rauninni er það fyrst núna að augu mín hafa opnast fyrir þessari staðreynd. Auö- vitað vissi ég að staðan var ekki góð í jafn- réttismálunum, en þegar þetta snertir mann sjálfan þá skynjar maður þetta miklu betur. Hér er ekki um pólitíska flokkadrætti að ræða, heldur er þetta hrein kynjamis- munun. ína: Ég tel mjög æskilegt að konur geri meira af því í framtíðinni að stofna sín eigin fyrirtæki og reka þau sjálfar. Þær verða líka að gefa kost á sér í stjórnir og ráð. Það, að konur eigi sæti í stjórnum breytir hreinlega umræðugrundvellinum. Margar þessara stjórna eru alveg ótrúleg fornaldarfyrir- bæri, samsafn af gömlum körlum sem eru öld á eftir tímanum. Hefði Sigrún Þor- móðsdóttir ekki verið í stjórn SN þá hefði þetta mál aldrei gengið svona langt. Þá hefði tillagan um að rifta ráðningu Sveins aldrei orðið til. Vinnuframlag einskis metið Nú hafið þið báðar sagt upp hjá SN. Hvað er framundan hjá ykkur? Klara: Það verður bara að koma í Ijós. Ég er varla búin að átta mig á því að ég sé orð- in atvinnulaus eftir öll þessi ár. ína: Ég er ekki búin að ákveða það enn. Það er meira en að segja það að yfirgefa gott starf á stað eins og Neskaupsstað þar sem eru fábreytt atvinnutækifæri. En mér fannst ég ekki geta gert annað en að segja upp. Mér finnst þessi stofnun sem ég er búin að vinna við nú síöustu átta árin sýna Klöru svo mikla lítilsvirðingu með þessari ráðningu. Hennar reynsla og vinnufram- lag hjá SN er einskis metið og engin skýr- ing gefin. Okkur var ekki einu sinni þakkað starfið þar eftir öll þessi ár. Þetta gæti orðið til þess að ég flytti burt og e.t.v. fleiri. Ég get ekki séð að það þjóni byggðarlaginu, að ráðamenn reyni að hrekja þá í burtu sem þar búa og starfa, hafa gert það alla tíð, og vilja halda því áfram. Klara: Það er ekki þar með sagt að Sveinn geti ekki séð um þetta starf. Hann hefurtalsverða reynslu í bókhaldsvinnu og í fjármálastjórn. En í banka hefur hann aldrei unnið og aðeins búið á staönum í fjögur ár. í dreifbýli skiftir það máli að þekkja viðskiptavinina og þeirra aðstæður. Starfið byggist mikið á persónulegum samskiptum og það tekur sinn tíma að komast í þau tengsl við fólkið sem þarf til að hægt sé að sinna þessu starfi eins og mér finnst að þurfi. Enda grundvallaðist úrskurður Jafnréttisráðs á þessari starfs- reynslu minni. Oskastarfskraftur ína: Ef við lítum á málið hreinlega út frá hagkvæmnissjónarmiði þá hljótum við að vera óskastarfskraftur. Fyrir utan þessa löngu starfsreynslu okkar þá erum við kon- ur á besta aldri og höfum staðið okkur með ágætum í okkar fjölskylduhlutverki með allri þeirri ábyrgð sem því fylgir. Yngstu börnin okkar eru á fermingaraldri og lítil hætta á barnsburðarleyfum í framtíöinni. En á þessa hluti virðast menn ekki horfa. Var reynt að fá ykkur til að draga upp- sagnirnar til baka? Klara: Jú, mér var boðið að verða að- stoðarsparisjóðsstjóri, sem ég auövitað hafnaði. Ég hef stundum verið spurð að því, hvort það hafi ekki verið mikil fórn að segja upp starfi sem skrifstofustjóri og hafna því sem mér bauðst. En mitt svar er, að hefði ég haldið þarna áfram hefði ég fórnað öllu mínu stolti og sjálfsvirðingu. Ég sé því ekki eftir þessari ákvörðun. Mun málið fara áfram til dómsstóla? Klara: Já það tel ég víst. Viljið þið segja eitthvað að lokum? ína: Ekki nema það, að brýna fyrir öllum konum að láta ekki troða á sér, standa saman í svona málum og styðja hver aðra. Klara: Ég vil þá gjarnan að það komi fram að allur sá stuðningur sem ég hefi fengið í þessu máli — og þá ekki síst stuðn- ingur ínu — er alveg ómetanlegur. Ég hefði ekki getað staðið í þessu ein. Þetta hefur vissulega verið lærdómsrík barátta sem kemur manni til góða í framtíðinni. (Eftir viðtalið kom fram í fjölmiðlum, að Klara Ivarsdóttir mun kæra umtalaða stöðuveitingu til dómsstóla, og að Jafnrétt- isráð muni reka máliö fyrir hennar hönd.) S.H. 19

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.