Vera


Vera - 01.10.1988, Blaðsíða 41

Vera - 01.10.1988, Blaðsíða 41
Ný vísitala Lánskjaravísitala hefur oft veriö nefnd í umræðum um efnahagsmál aö undanförnu. Þessi vísitala er samsett af byggingarvísitölu aö V3 og framfærsluvísitölu aö %. Ef framfærsluvísitalan hækkar þá hækkar lánskjaravísi- talan og þar af leiðandi þau lán sem bundin eru láns- kjaravísitölu. Kvennalistakonur draga þessa viömiðun verðtryggingar í efa og telja eðlilegra aö tengja lánskjör viö þróun launa, þ.e. að nota vísitölu sem mæli launa- breytingar. Sú aðferð tryggöi að lánskjör breyttust ekki nema aö laun breyttust. Innflutningur Erlent fjármagn hefur streymt inn í landiö i formi er- lendra lána svo til hömlulaust á undanförnum árum. Viö þessu er nauðsynlegt aö sporna og hreinlega aö stööva þetta innstreymi. En þaö eru ekki einungis erlend lán sem streyma inn í landiö. í gegnum fjármögnunarfyrir- tækin geta menn t.d. keypt atvinnutæki meö kaupleigu- samning sem í raun þýðir aö þeir skulda erlendu fyrir- tæki eöa banka andvirði tækisins. Ef atvinnutækið skil- ar ekki aröi og kaupandinn stendur ekki í skilum þá er þaö erlenda fyrirtækiö eöa bankinn sem á atvinnutæk- ið. Hvaö meö eignaraðild erlendra aöila í fyrirtækjum hér á landi? Leyfilegt er aö erlendir aöilar eigi allt að 49% í fyrirtækjum I öörum atvinnugreinum en iðnaöi en svo virðist sem þeir hafi fundið bakdyraleiö. Hvernig er staöan t.d. I fiskeldinu? Er kannski verið að selja landiö í smápörtum án þess að viö fáum nokkrar upplýsingar þar um? Svo er það eitt enn sem viö verðum að reyna að koma böndum á og það er hinn gífurlegi innflutning- ur til landsins sem er langt umfram útflutningsverömæti og veldur miklum viðskiptahalla. Þaö veröur aö leita nýrra leiða til aö takmarka hiö stööuga streymi erlends varnings til landsins. Viö höfum alls konar reglur og tak- markanir í útflutningsgreinunum, en innflutningurinn er nánast hömlulaus. En fyrst og fremst þurfum viö þó hug- arfarsbreytingu gagnvart íslenskum varningi, við verö- um að nota þaö sem við framleiðum sjálf og nauðsyn- legt er aö styöja íslenskan iönaö meö einhverju móti. Peningamarkaður Þaö þarf margt aö athuga varöandi hinn svokallaða „peningamarkaö", bæði bankakerfiö og hinn svo- nefnda „gráa markaö". Þaö hlýtur aö vera ódýrara fyrir alla aðila aö fækka ríkisbönkum, einfalda bankakerfið og minnka kostnaðinn viö rekstur þess. Hin pólitískt kjörnu bankaráð bera enga ábyrgö ef illa fer í rekstri bankanna, auk þess sem þaö er furðuleg tilhögun aö velja menn eftir stjórnmálaskoðunum til aö stjórna bönkum. Til slíkra starfa ætti að velja á faglegum for- sendum. Hvernig stendur á því aö stór lán eru veitt út á veð sem síðan reynast ónothæf? Eða lánaö I atvinnu- rekstur sem svo síöan reynist ekki hafa rekstrargrund- völl. Ætli þaö sé kannski pólitíkin í yfirstjórn bankans sem ráöi mestu um þaö hver eöa hverjir fá lán? Könnun á misjafnri afkomu Rekstrarafkoma fyrirtækja og þá einkum fyrirtækja I sjávarútvegi hefur veriö eitt meginumræðuefnið í sumar og haust. Öll eiga fyrirtækin aö vera meira og minna á hausnum, en svo fáum viö fréttir af nokkrum fyrirtækj- um eins og t.d. Útgerðarfélagi Akureyringa og útgeröar- félaginu á Tálknafirði sem beri sig vel og skili hagnaöi. Hvernig stendur á því að þessi fyrirtæki bera sig en önn- ur ekki? Hér er svo sannarlega ástæöa til aö staldra við og kanna málin. Já, hér er rétt að leggja til aö gerð veröi könnun á misjafnri afkomu samskonar eða líkra fyrir- tækja í sjávarútvegi. Eru þau e.t.v. sum með of mikla yfir- byggingu, óráösíu I rekstri, of mikinn orkukostnaö, eöa er fjármagnskostnaður að sliga þau t.d. vegna ótíma- bærra fjárfestinga. Karlarnir ættu aö kannast viö tillög- ur um kannanir, þeir eru alla jafna tilbúnir til aö láta kanna launamun karla og kvenna til aö reyna aö átta sig á því hvort aö um launamun sé aö ræöa. Við viljum auð- vitað hafa sem nákvæmastar upplýsingar og því leggj- um viö til aö gerö veröi könnun á þessum málum og aö á grundvelli hennar veröi unnið aö lausnum. Steinsteypuframkvæmdir í þeirri umræðu sem nú á sér staö um þenslu og slæma stööu I efnahagsmálum er sorglegt aö horfa uppá framkvæmdir eins og ráöhúsbyggingu í Reykja- vík. Svo eru í gangi áætlanir um byggingu þinghúss, hringsólandi veitingahús, átta þúsund manna íþrótta- höll I Reykjavík o.fl. Hvernig í ósköpunum geta menn staöiö aö svona löguðu, þegar Ijóst er aö fjárhagur landsins býður alls ekki uppá svona óráösíu. Sagt er að viö megum ekki stöðva framkvæmdir og gefast upp þó á móti blási. En hvaö á eiginlega aö ganga langt í mis- heppnuöum fjárfestingum í steinsteypu. Viö erum ekki aö segja aö þaö eigi aö stööva allar framkvæmdir, held- ur einfaldlega þaö aö ofangreindar byggingar séu á engan hátt arðbærar og aö viö höfum ekki efni á fleiri slíkum mistökum. Stöövum slíkar byggingar áöur en þaö er of seint. Hugarfarsbylting Hér aö framan hefur veriö fjallaö um ýmis atriði sem tengjast hugmyndum Kvennalistans um breytingar í efnahagsmálum. En eins og vitaö er þá eru aöstæöur sí- breytilegar þannig aö það sem gildir í dag gæti orðið úr- elt á morgun. Viö teljum hins vegar aö þaö sem þurfi í þessum málaflokki eins og reyndar alls staðar í samfé- laginu sé breyttur hugsunarháttur, hugarfarsbylting. Við verðum aö meta hin manneskjulegu verðmæti ofar öllu og láta hagkerfið aölaga sig aö fólkinu en ekki öfugt. Viö verðum aö horfa til lengri tíma og ekki vera stööugt með einhverja plástra og misheppnaðar lækningar sem eiga bara aö endast I stuttan tíma. Og umfram allt þurfum viö alltaf aö spyrja um áhrif á fjölskyldur og heimili þegar teknar eru ákvarðanir í efnahagsmálum. Starfið framundan Þaö er ekki gott aö segja til um það hvernig næstu dagar eöa vikur veröa hjá okkur Kvennalistakonum, kannski veröa kosningar kannski ekki. A.m.k. veröum viö aö vera viö öllu búnar og þaö erum viö. Miðað við skoöanakannanir ættum viö ekki að kvíöa kosningum, þar hefur fylgiö veriö um og yfir 20% eða u.þ.b. tvöföld- un fylgis frá því í kosningunum í fyrra. En viö látum ekki blindast af skoöanakönnunum heldur höldum okkar striki og stöndum fast saman um stefnu okkar og vinnu- brögö. En þaö er alveg Ijóst aö næstu vikurnar veröum við að gera ráö fyrir hvoru tveggja, kosningum eöa áframhald- andi setu ríkisstjórnarinnar. Undirbúningur aö þingstarfi er aö sjálfsögöu hafinn, viö munum endurflytja nokkrar tillögur frá því á síðasta þingi auk þess sem verið er aö vinna aö allnokkrum nýjum þingmálum t.d. í efnahags- málum, en þau veröa væntanlega ofarlega í baugi I byrj- un þingsins ef þaö kemur þá saman 10. október. Að síöustu vill undirrituö tilkynna það hér aö nafna mín Sigrún Helgadóttir mun leysa mig af næstu 6 mán- uöi og sér hún um næstu þingmálasiður í Veru. Sigrún Jónsdóttir 41

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.