Vera


Vera - 01.10.1988, Blaðsíða 23

Vera - 01.10.1988, Blaðsíða 23
EKKI SAMA HVER ER Nokkrar konur hafa haft samband viö Veru og vakið athygli hennar á því aö Eurocard á íslandi — Kreditkort hf. — hafnar konu sem ábyrgöarmanni átryggingarvíxli ef hún er ekki formlega skráöur eig- andi þeirrar íbúðar sem hún með raun réttri á ásamt eiginmanni sín- um, þ.e. ef eiginmaðurinn er eini þinglýsti eigandi íbúöarinnar. Finnst þeim sér verulega misboðið og á þær litið sem ófjárráða manneskjur. Benda þær á að þó þær séu ekki formlega skráðir eigendur sameig- inlegrar íbúðar þá eigi þær helming hennar ef til skilnaðar komi. Mál þetta er þannig vaxiö að þegar ein- hver ætlar að verða sér úti um krítarkort þá þarf hún að skila inn víxli til tryggingar skil- vísum greiðslum. Á víxilinn þurfa að skrifa tveir ábyrgðarmenn og er þess krafist að þeir séu þinglýstir fasteignaeigendur. Ef eigandi krítarkortsins lendir í vanskilum og greiðir ekki úttektarskuldir sínar er þeim breytt í víxilskuld. Ef hún greiðir heldur ekki víxilinn er gengið að ábyrgðarmönn- unum og krafist fjárnáms í fasteignum þeirra. Er þar komin skýringin á því að kraf- ist er ábyrgðarmanna sem eru þinglýstir fasteignaeigendur. Vera hafði samband viö framkvæmda- stjóra Kreditkorta hf., Gunnar Bærings- son, og spurði hann hvort fyrirtækið hefði ekki orðið vart við óánægju kvenna með fyrrnefnd skilyrði. ,,Jú, við höfum orðið var- ir við nokkra óánægju en við höfum líka orðið fyrir skakkaföllum vegna ófullnægj- andi ábyrgðar. Það var kona sem fékk hér kort sem eiginmaðurinn hafði ekki skrifað upp á. Þegar hún lenti í vanskilum neitaði hann allri hlutdeild að málinu og sagöi að þessar skuldir hennar væru sér algerlega óviðkomandi. Hann var þinglýstur eigandi íbúðarinnar og við gátum ekki gengið að honum. Við töpuðum þ.a.l. þessu fé. Við ákváðum því að setja strangari skilyrði og okkar lögmaður segir okkur að það sé ekki hægt að ganga að eign vegna skulda eig- inkonu ef aðeins eiginmaður er skráður eigandi. Ég er sammála því að þetta eigi ekki að vera svona, en meðan lögin eru eins og þau eru þá getum við ekki breytt þessu.“ En af hverju þurfa ábyrgðarmenn að vera þinglýstir fasteignaeigendur ef sú sem sækir um kortið er það sjálf? ,,Við treystum okkur ekki til að taka ábyrgðar- menn gilda nema a.m.k. annar þeirra sé fasteignaeigandi, því miður." En hvað með þá sem ætla að fá sér visa- kort, þurfa þeir að leggja fram sambæri- lega ábyrgðarmenn? Visa-ísland er rekið sameiginlega af ríkisbönkunum og það er því undir hverjum banka komið að meta þá ábyrgðarmenn sem korthafi tilnefnir. Hafa bankarnir það fram yfir Kreditkort hf. að þeir hafa betri aðstöðu og upplýsingar til að meta einstaka ábyrgðarmenn. Við spurðum Sólmund Kristjánsson hjá Landsbankanum hvort þeir tækju konur gildar sem ábyrgðarmenn þó þær væru ekki skráðir fasteignaeigendur. ,,Já, við er- um ekki með neinar tilskyldar reglur um að ábyrgðarmenn verði að vera fasteignaeig- endur. Við förum bara fram á það að þetta sé heiðarlegt, vinnandi fólk. Það er auðvit- að ekki verra að það hafi einhver viðskipti við bankann og þá beinum við fólki í sitt viðskiptaútibú. Við metum þessa víxla eins og hverja aðra víxla og þeir eru ekki hugs- aðir sem einhver grýla á fólk heldur sem n.k. aðhald." En þegar talið berst að vinnandi fólki þá vaknar auðvitað sú spurning hvort heima- vinnandi húsmæður teljist til þess hóps. Eru þær teknar gildar sem ábyrgðar- menn? Sólmundur sagði að þetta væri dá- lítið erfið spurning því yfirleitt reyndu þeir að taka mið af því aö fólk hefði einhverjar tekjur. Sagði hann að þetta væri matsatriði hverju sinni en taldi þó að það væri engin fyrirstaða í bankanum ef húsmæðurnar byggju í eigin húsnæði þó svo að það væri skráð á nafn eiginmannsins. Konur verða að vera skráðir eigendur En stenst það gagnvart lögun- um að hafna giftum konum sem ábyrgðarmönnum á þann hátt sem Kreditkort hf. gerir? Við spurðum Ingibjörgu Bjarnardótt- ur lögfræðing hjá Lögfræðiþjón- ustunni hf. að þessu. ,,Já, þeir hafa ótvíræðan rétt til þess því ef fasteign er skráð á nafn eiginmannsins þá telst hún hans eign sem hann getur strangt til tekið gert hvað sem er við. Á þessu eru þó þær takmarkanir að honum er óheimilt að veðsetja eða selja fasteign sem fjölskylda hans býr í án samþykkis eiginkonu. Þetta ákvæði er í rauninni sett til verndar fjölskyldunni en ekki til að tryggja eignarrétt konunnar. Ef maðurinn er skráður eigandi tveggja íbúða getur hann t.d. ráðstafað þeirri íbúð sem fjöl- skyldan býr ekki í án samþykkis eiginkonu. Eignir sem hann er skráður fyrir teljast hjú- skapareign hans og konan á búshlutarétt í þeim, þ.e. rétt til að fá helming þeirra við skipti s.s. við andlát maka eða skilnað. Þessi réttur verður sem sagt ekki virkur fyrr en til skipta á búi kemur. Þannig að ef ábyrgð fellur á þær þá er ekki hægt að ganga að íbúð ef aðeins eiginmaðurinn er skráður eigandi. Lögin um réttindi og skyldur hjónagera ráð fyrir því að um sé að ræöa tvo sjálfstæða einstaklinga með sjálfstæöan fjárhag." En geta konur þá ekki kippt þessu í lið- inn með því að láta skrá sig sem meðeig- endur þeirra eigna sem eiginmaðurinn er skráður fyrir? ,,Jú, það krefst aðeins þess að maðurinn gefi út skriflega yfirlýsingu um að konan eigi helming af viðkomandi fasteign og að þau skuli bæði vera þing- lýstir eigendur hennar. Þannig yfirlýsingu er hægt að fara með til borgarfógeta eða til sýslumanna úti á landi og fá henni þinglýst og það kostar aðeins 280.- kr. Af slíkri yfir- lýsingu þarf ekki að borga stimpilgjald sem er 0.4% af fasteignamati. Þetta er því mjög einföld ráðstöfun og því ástæðulaust fyrir konur að láta hjá líða að gera þetta." Þá vitum við það konur og nú er bara að vinda sér í málið ef eignirnar eru ekki rétt skráðar. Það er engin ástæða til að vera ekki skráður eigandi þess sem maður á í raun. -isg.

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.