Vera


Vera - 01.10.1988, Blaðsíða 44

Vera - 01.10.1988, Blaðsíða 44
hafi mikið að segja með hvaða hugarfari við heimsækjum aðrar þjóðir, erum við að leita að því góða eða því neikvæða. Sama hvort það er heima hjá nágrönnum okkar eða í Moskvu. Það var athyglisvert að sjá hve allt var hreint og öll umgengni til fyrir- myndar. Utan á blokkunum voru sjálfsala- símar, ég spuröi túlkinn minn hvort þessir símar væru ekki skemmdir? Hún horfði undrandi á mig: þetta er okkar eign, hví skyldum við skemma þá? Mér varð hugs- að heim. Ég gerði mér grein fyrir því að uppeldi er þarna í ströngum ramma en ég held að sú æska sem ég kynntist þarna væri ekki svona hlý og frjálsleg ef henni væri ekki mætt af skilningi. Túlkurinn minn sagði, ef börnin okkar hafa alltaf næg verk- efni við sitt hæfi, hvort sem er í vinnu, íþróttum, tónmennt, tómstundaiðju og annarri tjáningu, hugsa þau ekki um ann- að. Við erum öll að byggja upp framtíðina. Þroskaleikföng Borginni er skipt upp í hverfi sem hafa sjálfstæða stjórn. Eitt hverfið var jafn fjöl- mennt og ef allir íslendingar væru þar saman komnir. Þar varallt, atvinna, heilsu- gæsla, skólar, barnaheimili, verslanir og löggæsla. Mérskildist að laun væru um 11 þús. kr. íslenskar á mánuði, en þá væri bú- ið að draga frá húsaleigu sem er 10 pró- sent og alla skatta. Það borgar enginn læknishjálp, barnagæslu, sumarbúðir og hressingarheimili. Námsfólk fær laun meðan á námi stendur, ellilífeyrisþegar fá ellilífeyri 65 ára og þeir sem vinna áfram borga ekki skatta eða missa kauptrygg- ingu. Á þinginu voru starfandi vinnuhópar og ég kaus að kynnast aðstöðu kvenna og tækifærum í Sovétríkjunum. Verðandi mæður fá V2 mánuð fyrir fæðingu og 3 mánuði eftir barnsburð í fæðingarorlof. Ef þær þurfa að vera lengur eða vilja það fá þær greitt áfram. Ég kom á barnaheimili, þar voru ekki vegasölt og rennibrautir heldur þroskaleikföng og æfingaaðstaða. Hvert barn átti lítinn gróðurreit með græn- meti og blómum sem þau voru mjög stolt af. Okkur var boðið inn og tekið á móti okk- ur með friðarbrauðhleif með saltkrús, sem boriö var fram á útsaumuðum dúk. Ég fékk að taka við þessu af því að ég var lang- amman í hópnum og börnin dönsuðu og sungu ömmuljóð, Masuka. Á barnaheimilinu var læknastofa með lækni og hjúkrunarkonu. Þarna voru rúm sem börnin hvíldu sig í eftir mat. Handa- vinnustofan var litrík með teikningum, leik- brúðum og alls kyns föndri. Öll umgengni var frábær. Við vorum leystar út með gjöf- um blómum og hlýjum faðmlögum. Þessi dagur mun ylja mér í minningunni. Við fórum í skinnaverksmiðju þar sem unnu fleiri hundruð konur. Okkur var mætt í hlaði með friðarbrauði og saltkrús á skrautdiski. Við skoðuðum verksmiðjuna og ræddum við konurnar sem þarna unnu. Þarna var allt sem stuðlað gat að öryggi og velferð kvennanna, læknastofa, saunaböð hárgreiðslustofa, barnaheimili, stór og björt matstofa, þar sem okkur var boðið upp á ávaxtasafa, kökur, ávexti og konfekt. Næsta var farið á heilsuverndarstöð barna. Yfirlæknir og hjúkrunarlið tók á móti okkur á tröppunum og buðu okkur velkomnar. Þau buðu okkur að skoða stað- inn, þarna var verið að kenna mánaðar- gömlu barni að synda og þriggja mánaða gamalt barn synti í kafi til móður sinnar. Ég hélt niðri í mér andanum þar til barniö kom upp á yfirborðið, mér fannst þetta svo ótrú- legt. Læknirinn sagði að ef barnið' lærði þetta áður en það lærði aö hræðast, væri þeim það eðlilegt. Þarna var læknastofa með öll hugsanleg tæki fyrir börn sem voru heyrnarskert, með asma, ofnæmi, sjón- skert eða fötluð á annan hátt. Þarna voru myndir og skreytingar eftir börnin sem þarna voru. Okkur var svo boðið i ávaxta- safa, kökur og annað góðgæti og leystar út með blómum og gjöfum. Ég fékk stóra dúkku af því að ég var langamma. Þetta var orðinn langur en stórkostlegur dagur. Lokadagurinn var nokkuð sem ekki er hægt að lýsa í orðum. Við mættum í Kreml- arhöll á kveðjustund í trú um betri heim. Þarna töluðu konur frá öllum heimsálfum af svo miklum eldmóði um friðarvon og sterka samstöðu, hvar sem þær byggju á hnettinum. Ég held að hver einasta kona í salnum hafi litið á sig sem ómissandi hlekk í þeirri lífskeðju sem vill vinna á móti stríði og kjarnorku. Eftir hlé voru svo stórkostlegar sýningar að ég tók þær sem töfra. Börn frá 2ja—15 ára sýndu svo stórkostlega hluti í ræðu, dans, söng og látbragði að maður stóð agndofa. Ég sagði við stöllu mína, þessu þýðir ekki að leyna þegar við komum heim. Þetta voru töfrar þeirrar æsku sem allt hef- ur verið gert til að þroska og skilja af alúð. Þau komu fram í búningum, sýndu dans og söng allra þjóða. Svið og skreytingar voru svo margbrotnar og fallegar að furðu sætti. Blóm og Ijósadýrð fléttuðu saman fegurð og yndisþokka barnanna sem voru engu lík. Mér var hugsað heim til okkar litla lands, Þjóöleikhúsið var allt i einu orðið svo lítið, sem var það stærsta áður en ég sá þetta. í huga mínum fæddist sú von að þrátt fyrir smæð mættum við gera hlutverk okkar fallegt í þágu æskunnar. Hvers vegna þarf það að kosta svo mikið fyrir æskuna að geta lært að tjá sig. Þarna var á ferðinni tjáning sem ég vildi að væri sjálfsagður þáttur í uppeldi æskunnar, sem við brjótum niður í stað þess að styrkja. Að það skuli kosta of fjár að læra á hljóðfæri eða fara í söngnám. Víst er það hlutverk sem gæti bjargað barni frá glötun. Við skulum taka þessar greinar inní skóla- námið. Það mundi færa æskunni meira en Sturlunga. Þjáningar og svívirðingar Að loknum þessum stóra degi var ég orðin þreytt og þráði að komast heim á hót- el að hvíla mig. Þegar ég kom á hótelið var þar allt á ferð og flugi. Konurnar á minni hæð, sem voru flestar blökkukonur voru búnar að koma sér fyrir í holinu og voru að halda uppá síðasta kvöldið, en þær ætluðu heim aö morgni næsta dags. Þó við værum búnar að vera þarna sam- an allan tímann var eins og skyndilega opnuðust allra hugir. Konur sem voru bún- ar að vera í fangabúðum, andlega og lík- amlega svívirtar og áttu eins von á því að verða skotnar þegar þær kæmu heim, ef það fréttist að þær hefðu verið á þinginu. Ein hafði fengið að hafa barnið sitt þar til það var tíu ára en þá var það tekið frá henni og hafði hún ekkert af því frétt síðan. Þá voru þarna konur sem höfðu verið í fanga- búðum og voru nú að leita ættingja sinna. Margar voru með ör og áverka á líkömum sínum. Ein þeirra sagði: Sár á skrokknum gróa, en þau andlegu gróa ekki. Það var ofar mínum skilningi hvað þessar konur áttu mikið af kjarki og ofurmannlegu þreki miðað við þær þjáningar og svívirðingar sem þær höfðu mátt þola. Þetta er okkar síðasta kvöld hér, sagði ein, njótum þess að vera saman. Og við nutum þess svo sannarlega. Við lögðum saman í púkk, kökur, vín og konfekt. (Ég átti konfekt, kök- ur og blóm, sem ég hafði fengið á ferðum mínum og var svo heppin að hafa keypt sérríflösku sem nú kom sér vel.) Konurnar voru með segulbandstæki og spiluðu nú tónlist frá heimalöndum sínum. Það var al- veg frábært að sjá þær dansa. Ein fullorðin blökkukona sýndi dans frá heimalandi sínu. Við grétum af hlátri að sjá þessa gömlu konu tjá sig af hjartans list. Það voru klökkar kveðjur er viö skildum seint um kvöldið. Við óskuðum þess allar að geta hist á næsta friðarþingi og haldið áfram að vinna að friði og náð þeim árangri sem við stefndum að, öllum til blessunar. Nú var komið að lokum. Ég settist uppá herbergi og fór yfir í huganum hvað ég hafði lært á þessum dögum. Það var svo mikið að ógerningur var að gera sér grein fyrir því á stuttum tíma. En ég gerði mér grein fyrir því að sá fjársjóður sem ég hafði safnað í hugann gæti enst mér í minning- unni til æviloka og ég gæti flett þar upp eins og í bók sem ég yrði aldrei þreytt á að lesa. Ég kvaddi Moskvu með þakklæti og fann inní mér að þarna er þjóð sem ég get treyst til góðra verka í þágu friðar. Ég hugsaði líka um það hvað við íslend- ingar gætum lært af þessu þjóðfélagi. Þjóðfélagið okkar er í svo mikilli brotalöm í dag að ég vildi óska að við gætum eitthvað af þessu lært. Margir hugsa kannski sem svo að þessi aumingja kona sem fór til Moskvu hefur verið heilaþvegin. Hún trúir á allt sem hún sá og heyrði af svo tak- markalausri einlægni, sem ekki getur stað- ist. En hverjar sem skoðanir annarra eru biður hún guð að gefa öllum frið og skiln- ing allra þjóða. Ömmu-klúbbarnir á þing- inu í Osló sýndu okkur að þær gátu margt þó gamlar væru. Laufey Jakobsdóttir 44

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.