Vera


Vera - 01.10.1988, Blaðsíða 43

Vera - 01.10.1988, Blaðsíða 43
Þátttaka barna setti sterk- an svip á fridarþingið Gorbatsjof hélt ræðu i anda friðar og betri heims Laufey ásamt islenskum þátttakendum á friðarþingi brothætt eins og friðurinn. Þær sem sátu næst sviðinu, sögðu að hann hefði tárfellt er hann faðmaði barnið að sér og kyssti. En það voru fleiri en hann sem grétu, Kremlarhöll flóði í tárum. Þögn vonar og kærleika þúsunda kvenna var algjör. Barn- ið bar okkur inn í nýjan heim frelsis. Að þingsetningu lokinni fórum við að skoða okkur um og það var svo sannarlega margt að sjá. Við fórum að gröf hermanna, þang- að komu 20—30 brúðhjón beint úr kirkj- unni og lögðu brúðarvendina á grafirnar, sem er víst þjóðarsiður, auk allra þeirra sem koma þarna til að vitja ástvina sem það hafði misst í stríðinu. Allt svæðið var þakið blómum. Ég var orðin þreytt og tyllti mér á steinþrep, þá kom vörðurinn til mín og benti mér á að þetta mætti ég ekki gera, þetta væri helgur staður. Mér flaug í hug að okkur er talin trú um að Rússar séu trú- lausir en sú virðing sem ég las úr fram- komu varðarins færði mérsönnun um ein- læga trú og virðingu. Ég kom á hið marg- umtalaða Rauðatorg, þar sem ungi þýski flugmaðurinn lenti. Vel menntuð æska Ég spurði túlkinn um flugmanninn, hann brosti bara og sagði að honum liði vel. Ég sá gröf Lenins og kirkjuna sem Ivar grimmi lét reisa, hann lét stinga augun úr þeim sem byggðu hana, svo þeir gætu ekki byggt aðra eins. Varla var það gert i anda Krists. Ég kom í safn sem geymir minjar keisaratímans, þvílíkur iburður, þarna voru gull og gimsteinar, klæðnaður fjölskyld- unnar úr perlum og purpura. Jafnvel vagn- ar, sleöar og innbú gullslegið. Mér var hugsað til kvennanna sem hafa þurft að klæðast þessum fötum og skófatnaði og blessaðra barnanna. Túlkurinn minn í ferð- inni, ungur maður sem var að læra sögu þjóðar sinnar sagði mér margt frá þessum tíma. Hann sagði mér jafnframt að í dag væru Rússar að vinna að þvi að öllum liði vel í öryggi og friði. Ég er sannfærð um að sú æska sem er að vaxa úr grasi í dag hjá Rússum er sterk og vel menntuð á sviði friðar og framfara. Við fórum vítt og breitt um borgina næstu daga. Það er undravert að sjá hvað þessari þjóð hefur tekist að byggja upp eft- ir þær fórnir sem hún færði í stríðinu. Að kynnast hinum almenna rússneska borg- ara hefur fært mér óvænt viðhorf. Ég held að við ættum ekki að trúa blint á það sem fjölmiðlar mata okkur á. Ég held að það 43

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.