Vera


Vera - 01.10.1988, Blaðsíða 14

Vera - 01.10.1988, Blaðsíða 14
o c 5 o OJ -J ■o —r Þegar ég hringdi dyrabjöllunni hjd Sigríði var það sambýlis- maður hennar, Gústav Stolzenwald, sem kom til dyra. Þvi var ekki að leyna að honum fannst umræðuefni okkar svolítið kyn- legt og það er hann sem tekur af skarið, þegar við höfum komið okkurfyrir með kaffibollana og spyr: ,,Til hvers d að gifta sig? Það þjónar engum tilgangi. Við höfum verið saman í sex ór, haft sama lögheimili í þrjú ór, teljum fram til skatts saman og okkar sambýlisform virðist alveg viðurkennt af kerfinu." Þar sem Sigurður, tveggja óra sonur þeirra Gústavs og Sig- ríðar er einmitt að reyna að komast uppí kjöltu föður síns gríp ég tækifærið og spyr um rétt barnsins í þessu samhengi? • ,,Við erum ekki svo mikið á móti hjónabandi að við gætum ekki hugsað okkur að giftast ef við mundum hagnast á því." „Sattað segja höfum við ekki kynnt okkurí smáatriðum hvað hjónabandiðfelur í sér, en á því er enginn munurog okkar sam- býlisformi hvað varðar forsjó barnsins og í raun enginn munur meðan á sambúð stendur. Við erum hins vegar ekki svo mikið á móti hjónabandi að við gætum ekki hugsað okkur að giftast ef við mundum hagnast á því vegna veikinda eða einhvers þess háttar sem kæmi uppá," segir Sigríður. ,,Já, en þá held ég að skemmtilegast væri að fá skipstjóra til að sjá um það," bætir Gústav við. En það er semsagt ekki á dagskrá og ástæðan er einföld segja þau: ,,Það er bara áhugaleysi. I mínum huga er það að gifta sig jafn fjarstætt og ef ég allt í einu mundi taka uppá því að grafa fyrir sundlaug hér úti í garðinum," segir Sigríður og Gústav bætir við: ,,En það væri þó í raun gagnlegra, því giftingin er alveg gagnslaus." Hvað meinar þú með áhugaleysi? „Afstaða manns til þessara hluta er að sjálfsögðu tengd mörgu og í mínum huga er þetta spurning um lífsstíl. Það felast ekki lengur mótmæli í því að giftast ekki en það er samt spurn- ing um hugarfar. Eg er t.d. ekki fermd og allt mitt uppeldi hefur verið laust við þess háttar hefðir, þar að auki var ég ekki hér heima á unglingsárunum þar sem fjölskylda mín bjó erlendis. Flestir í kringum okkur lifa í sambúð og við höfum aldrei orðið fyrir neinni pressu í þá átt að við ættum að gifta okkur. Það hef- ur þá frekar verið pressað á okkur með að láta skíra barnið," segir Sigríður og horfir á Sigurð, sem nú er orðinn svolítið óþol- inmóður og vill fara að komast út. Gústav bætir þó við að hann þekki til margra sem nú uppá síðkastið hafi giftsig með viðhöfn. „Mérfinnstísjálfu sér skemmtilegt að fara íbrúðkaup, gam- an og rómantískt," segir Sigríður. Hefur þig þá kannski dreymt um að fara í hvíta kjólinn? Áður en Sigríður nær að svara grípur Gústav frammí og segir glettnislega að skýringin á sambúðarformi þeirra sé ef til vill: ,,að þín hefur aldrei verið beðið." Sigríður hlær og sér ekki ástæðu til að svara þessu sérstaklega og að öllu gamni slepptu er augljóst að þau eru sammála í þessu máli: „Giftingin hefur einfaldlega aldrei verið raunhæfur kostur fyrir okkur." Þau taka það fram að vissulega hafi þau ekki ,,pælt" neitt sérstaklega í giftingunni sem slíkri, en því meira sem við veltum henni fyrir okkur þeim mun Ijósara verður að hjónabandsleysið er ekki nein tilviljun á þessu heimili. ,,Ég tala til dæmis aldrei um Sigríði sem konuna mína eins og giftir menn gera svo oft, enda erum við tveireinstaklingarísam- búð" útskýrir Gústav, og Sigríður er sammála. því þó að það gæti verið einhverjir kostir við að gifta sig þá er ekki endilega gefið að fara út í að gera það." ,,Það er sjálfsagt alveg þess virði að skilgreina þessa hluti því þó að það geti verið einhverjir kostir við að gifta sig þá er ekki endilega gefið að fara út í að gera það. Við erum sem sagt tveir einstaklingar, ekki ein eining í þeirri merkingu sem hjóna- 14

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.