Vera


Vera - 01.10.1988, Blaðsíða 15

Vera - 01.10.1988, Blaðsíða 15
bandið er. Ég á við að þó við lifum sem ein eining er ekki endi- lega víst að fólk líti þannig á utan frá." Mérfannst undarlegt þegar lögheimili mitt var ekki lengur bara mitt." Þegar hér er komið hefur Sigurður fengið Gústav til að fara út með sér og ég spyr Sigríði hvort henni finnist hún frjálsari sem einstaklingur í þessu sambýlisformi? ,,Það er erfitt að svara þessu, en ég man að mér fannst það skrítið þegar við Gústav fengum sama lögheimili. Við vorum búin að vera saman í þrjú ár, höfðum upplifað rómantíkina og allt það, en samt vorum við mjög lengi að búa til framtíðarplön og mér fannst undarlegt þegarlögheimili mittvarekki lengurbara mitt. I dagfyndistmér alveg jafn fáránlegt ef Gústav væri ekki jafnframt þinglýstur eigandi að íbúðinni okkar. Segjum sem svo að þáð skipti engu máli, eins og svo mörgum konum er talin trú um í dag, þá væri það samt ferlega fáránlegt. Á sama hátt felst sjálfsagt hætta ( giftingunni ef hún virkar þannig að maðurinn verður andlit hjónabandsins útávið. Ef hann sér um að undirrita skjöl og svo framvegis. Þá fellur konan oft í skugga mannsins. Minni hætta er á að þetta komi fyrir í sambýli þar sem það verður sjálfsagð- ur hluturað báðir aðilar tryggi rétt sinn. Þess vegna segi ég aft- ur að þó að það sé kannski hægt að finna kosti við það að gifta sig þá held ég að það sé miklu hollara fyrir egóið að vera við- urkennd sem einstaklingur." Sigríði finnst það mikilvægt að samfélagið viðurkenni sam- búðarformið. ,,Það er mikilvægt fyrir mig að sambúð okkar er okkar mál, að við sjálf höfum áhrif á hvernig hún er og að ekkert komi þar inn utanfrá." ,,Það skiptir auðvitað máli að fólk geti valið um sambýlisform og að fólk þurfi ekki að láta einhverja opinbera stofnun gera sig að opinberri einingu. Það kemur kerfinu ekkert við hvernig fólk velur að lifa og það breytir heldur engu um sambandið í sjálfu sér. Það er mikilvægt fyrir mig að sambúð okkar er okkar mál, að við sjálf höfum áhrif á hvernig hún er og að ekkert komi þar inn utanfrá." Sigríður vill þó meina að kerfið gangi stundum of langt í að yfirfæra réttindi og skyldur hjónabandsins á sambýlisfólkið, þegar það sem þykir óréttlátt innan hjónabandsins er umhugs- unarlaust látið gilda um sambýlisformið. Hún á þá við t.d. regl- ur varðandi námslán. ,,Ég er í Kennaraháskólanum og hef ekki fengið námslán vegna þess hvað Gústav þénar. Það er mjög óréttlátt og það þarf að breyta þessum reglum hið snarasta bæði hvað varðar fólk í sambúð og hjónabandi. Ég hef unnið smávegis með skól- anum og þó að launin væru lág skiptir það máli fyrir mig að hafa sjálf tekjur. Hugsunin á bak við þetta kerfi, sem sé að láta einhver annan borga fyrir sig námið, er alveg út í hött." ,,Mér finnst það samt sorglegt hvernig fólk getur eytt tíma og orku í eitthvað sem í raun er ekki annað en að sýna sig, einhverskonar show off." Þú minntist áðan á það hvernig utan að komandi aðilar líta á sambúð ykkar og oft heyrir maður því kastað fram að sam- búð án hjónabands sé lausari í reipunum, er það rétt? ,,Nei. Eins og-ég segi þá breytir enginn utanaðkomandi stofnun sambandi fólks. Ef _þú átt við að það sé auðveldara að skilja þá held ég að það sé ekki rétt. Ef fólk er búið að taka svo stóra ákvörðun þá held ég að pappírarskipti engu máli." Hvað finnst þér þá um þá sem gifta sig? ,,í sumum tilvikum er það kannski einhverskonar löngun til að gera eitthvað öðru vísi. Ég meina, á sama hátt og það var ein- hverskonar andsvar að gifta sig ekki fyrir nokkrum árum getur það verið tilraun til að vera öðruvísi. En í flestum tilvikum er það sjálfsagt bara partur af þeirra lífsstíl. Ég á þá við það fólk sem giftir sig með svokölluðum stíl. Mér finnst það samt sorglegt hvernig fólk getur eytt tíma og orku í eitthvað sem í raun er ekki annað en að sýna sig, einhverskonar show off." Nú erum við greinilega komnar inná svið sem Sigríður segist vera búin að hugsa mikið um — lífsgæðakapphlaupið. ,,Þetta brúðkaupsæði erað mínu mati mjög í anda upparastílsins. Það er allt lagt upp úr þeim hlutum sem hægt er að sýna úti á götu." „Þetta brúðkaupsæði er að mínu mati mjög í anda uppara- stílsins. Það erallt lagt upp úr þeim hlutum sem hægter að sýna úti á götu. Þetta fólk hefur það fyrir mottó að gera allt með stíl, fara til útlanda með stíl, eiga íbúð með stíl og svo framvegis. Þetta virðist vera einhverskonarflottræfilsháttur sem nú er mjög almennt ríkjandi. Þetta er allt saman hégómi." En þetta að fara til prestsins, láta leiða sig upp að altarinu og vera gefin saman, hefur það ekki dýpri merkingu? ,,l flestum tilvikum held ég að það sé aðallega spurning um að taka þátt í þessu lífsgæðakapphlaupi, sem er svo lítið göf- ugt í sjálfu sér. En sjálfsagt er það líka spurning um að endur- heimta gamlar hefðir. Hefðir eru oft góðar og hafa vafalaust haldið heilu samfélögunum gangandi, en mér finnst nú að maður verði að spyrja sig, hefðir til hvers áður en farið er út í þetta.'' Meinar þú að brúðkaupshefðir geti haft áhrif á stöðu kon- unnar innan hjónabandsins? ,,Ég veit það ekki beint, en ég er sannfærð um að allur elting- arleikur eftir hégóma, eins og ég álít svoleiðis giftingar vera, hefur áhrif á vitund fólks. Á vissum tímabilum, þegar ég hef ver- ið langt niðri hef ég reynt að forðast fólk sem tekur þátt í kapp- hlaupi, sem erí parketpælingum, innréttingapælingum o.s.frv. Ég hef þá stundum fundið fyrir minnimáttarkennd gagnvart því og ég held að það geti verið ansi auðvelt að verða rifin með af þessu fólki. Fólk er jú einmitt metið svo mikið út frá þessum eignum. En það get ég sagt að ég þyrfti að vera helvíti langt niðri til að verða rifin með í að gifta mig." Sigríður hefur þó ekki verulegar áhyggjur af fjölgun „stílbrúðkaupa". ,,í raun er þetta bara afleiðing af hinu brjálæðinu og kannski gengur þetta yfir eins og hver önnur bóla." Gústav kíkir inn til okkar aftur og virðist vera dálítið hissa á að við skulum enn vera að, en þegar við kveðjumst erum við eiginlega sammála um að það sem í byrjun virtist vera svo hall- ærisleg spurning sé í raun veru þess virði að ,,pæla" í. kb 15

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.