Vera


Vera - 01.10.1988, Blaðsíða 5

Vera - 01.10.1988, Blaðsíða 5
Á þjóðveldisöld ó íslandi var hjónabandið sérréttindi hinna efnameiri. Þó var þeim einum heimilt að ganga í hjónaband sem gótu sýnt fram ó umtalsverðar eignir. Þeim einum treysti löggjafinn til að framfleyta sér og sínum. Grundvöllur hjónabandsins var þó ekki sú rómantíska óst sem prísuð er í dag heldur gagnkvæmir hagsmunir þeirra ætta sem stóðu að baki hjónaefnunum. Brúðkaupið var staðfesting þess kaupsamnings sem ættirnar höfðu gert með sér um heimanmund brúðgumans og heimanfylgju brúðarinnar. Fótæklingar þess tíma lifðu frillulífi allt þar til kirkjan komst í spilið og ókvað að slíkt væri tæpast guði þóknanlegt. Hjó þeim skiptu eignir óverulegu móli og því hugsan- legt að hin s.k. óst hafi stundum verið með í spilinu. Ekki var hún þó hærra skrifuð en svo að slíkur róðahagur var kallaður „gimdarróð" í óvirðingarskyni. I eðli sínu hefur giftingin ekkert breystfró þessum tíma. Hún er enn þann dag í dag samningur milli hjóna um gagnkvæma framfærsluskyldu og um það hvernig farið skuli með eigur þeirra við stofnun og slit hjúskaparins. Enn þann dag í dag skiptir þessi samningur meira móli fyrir þó sem eitthvað eiga heldur en hina sem eru eigna- lausir. Munurinn liggur kannski fyrst og fremst í því að fótæklingar nútímans eiga margir hverjir íbúðir þó ekki sé nema að nafninu til. Það kann að skipta móli hvernig með hana er farið við sambúðarslit eða andlót maka. Frillulífi þjóðveldisaldarinnar ó sér ókveðna samsvörun í óvígðri sambúð nútímans. Þetta sambýlisform hefur lengst af einskorðast við þó sem minna mega sín í samfé- laginu. Þegar dagblöðin bera okkur fréttir af því að til ryskinga hafi komið milli sam- býlisfólks þó vekur það upp önnur hugrenningatengsl heldur en ef um hjón hefði ver- ið að ræða. Sambýlisfólk er fólk sem ó svo lítið undir sér að það sinnir því ekki að gifta sig. Þessi mynd breyttist svolítið með hinni s.k. 68-kynslóð en margir af þeirri kynslóð tóku þó meðvituðu ókvörðun að gifta sig ekki. Að baki þeirri ókvörðun lógu ókveðn- ar hugmyndir sem m.a. verða gerðar að umtalsefni í greinum og viðtölum hér ó eftir. En Vera veltir líka fyrir sér þeim nýja straumi tímans sem nú ber fólk upp að altarinu með meiri glæsibrag en almennt tíðkaðist fyrir ekki svo mörgum órum. Það er vígð og óvígð sambúð — þessir tveir valkostir — sem hér eru til umfjöllunar. 5

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.