Vera


Vera - 01.10.1988, Blaðsíða 26

Vera - 01.10.1988, Blaðsíða 26
„Karlasamstaðan er svo drungalega samofin borgarkerfinu að maður rekst stöðugt ó hana. Þar er allt undirlagt af körlum." um. Karlarnir eru allsstaðar. Staðreyndin er líka sú að þær konur sem hafa komið inn í embættismannakerfið haldast þar oft verr við en karlarnir. Við höfum dæmi um konur sem lent hafa upp á kant við kerfið eins og Guðrúnu Jónsdóttur arkitekt og fyrrum for- stöðumann Borgarskipulags, og Áslaugu Brynjólfsdótturfræðslu- stjóra. Áslaug var skipuð í embættið af menntamálaráðuneytinu í óþökk meirihluta borgarstjórnar. Það virðist vera nóg — henni verður aldrei fyrirgefið það að vera ekki pólitískur embættismaður. í raun virkar þetta á þann veg að ákveðnir einstaklingar í meirihlut- anum látaekkert tækifæri ónotaðtil aðgera henni allt til óþurftar.“ Ástaug er ekki pólitískur embættismaður segir þú, starfa aðrir embættismenn borgarinnar ekki á faglegum grundvelli? ,,Jú, sumir þeirra og auðvitað ættu þeir allir að gera það en raunin er bara önnur. Ráðhúsmálið sýnir í hnotskurn hvað ég á við. I þvi máli hefur maður mátt horfa upp á embættismennina líta á andstæðinga ráðhúsbyggingarinnar sem sína andstæðinga, sem auðvitað er fráleitt. En þannig vinna þeir sem pólitískir em- bættismenn og margir hverjir taka meira að segja að sér að vinna ýmis verk sem meirihlutinn ætti með réttu að sjá um sjálfur. Hvað áttu við? Þeir eru tilbúnirtil að tefla þö ref- skök sem flokkurinn þarf ö að halda. Eg er þö að tala um pöntuð bréf, alls- konar pantaðar yfirlýsingar og sjón- armið sem meirihlutann vantar. Þann- ig öðlast þessi sjónarmið faglegan stimpil." „Jú, þeir eru tilbúnir að tefla þá refskák sem flokkurinn þarf á að halda. Ég er þá að tala um pöntuð bréf, allskonar pantaðar yfir- lýsingar og sjónarmið sem meirihlutann vantar. Þannig öðlast þessi sjónarmið faglegan stimpil. Að sjálfsögðu ættu þeir að leggja faglegt mat á öll mál, leggja fram mismunandi valkosti, segja kost og löst og leyfa svo stjórnmálamönnunum að taka ákvörðun. En þeir kjósa gjarnan að leggja aðeins fram það sem er meirihlutanum þóknanlegt. Þetta gerir okkur í minnihlutanum erfitt fyrir og oft fær maður á tilfinninguna að allar upplýsingar liggi ekki fyrir. Þannig má segja að það hafi verið með þær upplýs- ingar sem við höfum fengið gegnum tíðina um ráðhúsið. Vinnu- brögðin hafa stundum verið á þann veg að óhætt er að segja að um vísvitandi blekkingar hafi verið að ræða.“ Væri þá ekki erfitt fyrir nýjan meirihluta að starfa með þessum mönnum? „Auðvitað mætti láta á það reyna, gefa þeim kost á að sýna önn- ur vinnubrögð, en ef það gengi ekki er ekki hægt að láta þá kom- ast upp með að standa í vegi fyrir að kosin stefna nái fram að ganga.“ I,,... Skipulagsmölin sýna þetta best en ég held að í þeim mölaflokki sé meirihlutinn kominn lengst í því að út- rýma lýðræðislegum vinnubrögðum og það með dyggilegri aðstoð ým- issa embættismanna. Það er hrika- legt að horfa upp ö hvað réttur hins almenna borgarbúa erfótum troðinn i þessum malum. Á þetta við um alla embættismenn borgarinnar? „Nei, en þetta á við um flesta æðstu embættismennina sem sjá um verklegar framkvæmdir, skipulagsmál og almenna stjórnsýslu á borgarskrifstofunum. Skipulagsmálin sýna þetta best, en ég held að í þeim málaflokki sé meirihlutinn kominn lengst í því að útrýma lýðræðislegum vinnubrögðum og það með dyggilegri að- stoð ýmissa embættismanna. Það er hrikalegt að horfa upp á hvað réttur hins almenna borgarbúa er fótum troðinn í þessum málum. Og það er gert í skjóli þess að þarna er um tiltölulega flók- in og tímafrek mál að ræða fyrir leikmenn. Iðnaðarbankalóðin i Safamýri er eitt dæmi af mörgum. Lóðin er í raun eini græni blett- urinn sem fólk í þessu hverfi á kost á. Nú á að taka hann undir banka án þess að meirihlutinn hafi komið fram með nokkur hald- bær rök sem réttlæti það að þetta útivistarsvæði hverfi. Svona lag- að er ekki gert fyrir hvern sem er.“ Fyrir hverja er það gert? „Fyrir sterka aðila. Meirihlutinn, og þó sérstaklega Davíð, laun- ar þeim ríkulega sem makka rétt og refsar þeim sem rísa upp. í þessu sambandi er nóg að líta á þá sem skrifuðu undir stuðnings- yfirlýsinguna við Davíð fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar." Áttu viö að þeir hafi fengið þaö ríkulega launaö? „Það hefur svo sannarlega ekki skemmt fyrir þeim, þó ekki sé meira sagt. Annað dæmi um þennan stjórnunarstíl er þegar Stein- grímur Hermannsson fór að gagnrýna ráðhúsið. Framsóknar- flokkurinn var þá búinn að fá góð orð um lóð í Sogamýrinni. En svo talar Steingrímur óvarlega um ráðhúsið og þegar úthlutað var nokkrum vikum seinna fær Framsóknarflokkurinn enga lóð.“ Kæfa þessar aðferðir ekki lýðræðið? „Jú. Það eru auðvitað fleiri en ég sem vita að fólki er umbunað og refsað. Þess vegna láta margir ógert að sýna andstöðu með formlegum hætti af ótta við að verða úthýst. Ég held að þetta eigi t.d. við um ýmsa arkitekta og listamenn. Það er vissulega mjög dapurlegt að fólk skuli láta þagga niður í sér með þessum hætti.“ Þegar þú sem hefur kynnst þessu af eigin raun segir beint frá þessu, sem er raunar á hvers manns vörum, dettur manni helst í hug samfélög þarsem fasisminn ræður ríkjum. Hvernig getur þá Sjálfstæðisflokkurinn haldið völdum ílýðræðislegum kosningum? 26

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.