Vera


Vera - 01.10.1988, Blaðsíða 25

Vera - 01.10.1988, Blaðsíða 25
Ljósmynd: Borghildur Anna Jónsdóttir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir fró reynslu sinni of sex óra setu í borgarstjórn ,,Þaö má segja að meirihlutinn á hverjum tíma reyni alltaf að draga vígtennurnar úr stjórnarandstöðunni. Tökum dagvistarmál- in sem dæmi. Ef minnihlutinn er hávær, mótmælir og fer fram á úrbætur gerir meirihlutinn sitt til að þagga niður í þessum röddum og reynir að minnsta kosti að halda í horfinu. Þannig hefur stjórn- arandstaðan ævinlega gífurlega mikilvægu hlutverki að gegna.“ Fyrst þad er svo erfitt fyrir minnihlutann að ná eyrum meirihlut- ans í borgarstjórn, hefur þad þá einhvern tilgang fyrir Kvennalist- ann að hafa aðeins einn fulltrúa þar inni? ,,Já, svo sannarlega. Hugsaðu þér ef rödd kvenna væri ekki þar, ef kvennapólitíkin ætti þar engan talsmann — hvað þá? Jú, þá mundi alveg gleymast að taka sjónarmið kvenna inn í myndina í mörgum málum.“ Rödd kvenna segir þú, hvernig er það þá að vera kona í þessu borgarapparati? Kvennalistinn hefur oft í málflutningi sínum fjall- að um karlasamstöðuna og var hún tekin fyrir sérstaklega i kosn- ingablaði fyrirsíðustu borgarstjórnarkosningar. Hefurþú orðið vör við hana í þessu starfi? Solla hættir við að dreypa á kaffinu, og horfir á mig eins og ég væri Marsbúi. Nær aftur áttum og brosir kaldhæðnislega: ,,Vör við! Karlasamstaðan er svo drungalega samofin borgarkerfinu að maður rekst stöðugt á hana. Þar er allt undirlagt af körlum. Em- bættismannakerfið er uppbyggt af körlum og við skulum muna að einungis eru tveir kvenkyns borgarfulltrúar frá Sjálfstæðisflokkn-

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.