Vera


Vera - 01.10.1988, Blaðsíða 16

Vera - 01.10.1988, Blaðsíða 16
mmGGi meira í vígðri sambúð en óvígðri Eins og frcim kemur annars staðar í blaðinu, þá er gift kona ekki talin með- eigandi þeirra eigna sem eiginmaður hennar er skráður fyrir. Hann getur ráðstafað þeim nánast að vild sinni, að undanskilinni þeirri íbúð sem fjöl- skylda hans býríásamtinnbúi á heimilinu. Réttureiginkonu til helmings hlut- deildaríeignum makans verðurekki virkurfyrren til skipta á búi kemur. Þetta kemur sjálfsagt mörgum á óvart og vekur upp þá spurningu hvort það sé í raun og veru svo mikill munur á vígðri og óvígðri sambúð. I því sambandi má líka benda á að á undanförnum árum hefur löggjafinn breytt ýmsum lögum, t.d. barnalögunum, á þann veg að sambúðarfólki er tryggð sama réttarstaða og fólki í hjúskap. Hvaða lagalega öryggi hefur hjónabandið þá upp á að bjóða umfram óvígðu sambúðina? Er það ekki falskt öryggi? Vera lagði þessa spurningu fyrir Ingibjörgu Bjarnardóttur lögfræðing. Rætt við Ingibjörgu Bjarnardóttur, lögfræðing hjá Lögfræðiþjónustunni hf. ,,Nei, það er ekki falskt vegna þess að löggjafinn hefur sett nákvæmar reglur um þetta sambúðarform. Það hefur hlotið laga- lega viðurkenningu samfélagsins og lög- gjafinn hlúir að mörgu leyti að því. Þetta kemur glögglega fram í ýmiss konar laga- setningu, s.s. í Lögum um stofnun og slit hjú- skapar frá 1972. Þar eru settar fram skýrar kröfur um það hvernig til hjúskapar skuli stofnað og lögð rík áhersla á að fólk sé meðvitað um þann samning sem það er að gera. I þessum lögum eru líka nákvæmar reglur sem segja til um hvernig skilnaður á að fara fram. lög um réttindi og skyldur hjóna gefa aftur á móti þær reglur til kynna sem gilda á milli aðilanna meðan hjóna- bandið varir, t.d. reglur um gagnkvæma framfærsluskyldu þeirra svo og um eignir þeirra. Þessar reglur eiga að tryggja sem mest jafnræði milli aðila, bæði inn á við í hjónabandinu og út á við gagnvart samfé- laginu. I þessari löggjöf er verið að hlúa að fjölskyldunni sem stofnun en s.k. félagsleg verndarsjónarmið eru einmitt talin gegnsýra alla fjölskyldulöggjöf. Svona sjónarmið eiga ekki við, nema mjög takmarkað, hvað varðar óvígða sambúð." — Ertu þá með öðrum orðum að segja að það felist ekkert öryggi I óvígðri sambúð? ,,Það er kannski ekki rétt að orða það þannig en hins vegar hefur löggjafinn ekki sett neinar sambærilegar reglur sem kveða á um réttarstöðu fólks í óvígrði sambúð." — En getur fólk ekki búið sér til þetta ör- yggi t.d. með því að ganga þannig frá mál- um að báðir aðilar séu þinglýstir eigendur allra eigna sem verða til á sambúðartímabil- inu? ,,Jú, og þá þarf munurinn ekki að verða svo mikill, en það eru bara svo fáir sem ganga þannig frá málum — því miður. Þótt engar lagareglur byggðar á félagslegum verndarsjónarmiðum gildi um þetta sam- búðarform, þá geta sambúðaraðilar gert samninga innbyrðis um fjármál sín en þann- ig samningargrundvallastá lagasjónarmið- um hins almenna samningsréttar. Það er grundvallarregla í íslenskum lögum að það er samningafrelsi, þ.e. að maður geti samið um hvað sem er ef maður gerir það meðvit- að og af fúsum og frjálsum vilja. Það þarf bara að vera Ijóst um hvað samið er, þ.e.a.s. efni samningsins þarf að vera skýrt." Bara þekktar stærðir — Getur sambýlisfólk ekki gert með sér ákveðinn sameignarsamning í eitt skipti fyrir öll? Ákveðið að allt sem það eignast á sam- búðartímanum sé sameign þeirra beggja? ,,Nei. Þannig samningur myndi ekki halda ef annar aðilinn neitaði að standa við hann þegartil búskipta kæmi mörgum árum eftir að hann var gerður. Hann gæti krafist þess að samningurinn yrði lýstur ógildur. Þetta byggir á þeirri grundvallarkenningu í íslenskum rétti að maður geti ekki samið fram í framtíðina um ófyrirséða hluti. Það er bara hægtaðsemja um þekktarstærðir, þ.e. eitthvaðsem maðurveitog sérfyrirí nánustu framtíð." — Maður má sem sagt ekki semja afsér? ,,Jú það má semja af sér ef maður vill um þekktarstærðiren ekki óþekktar. Þess vegna þarf sambýlisfólk að vera mjög meðvitað um rétt sinn og hvað það er að semja um og ganga alltaf þannig frá málum á sambúðar- tímanum að enginn vafi leiki á því hver á hvað og hvað er sameiginlegt." — En gildir ekki í rauninni sama óöryggi fyrir fólk í hjónabandi? Nú eru t.d. dæmi þess að eiginmaður sé skráður fyrir eignum sem eru í raun sameiginlegar eignir beggja hjóna, en hann getur veðsett þær og sól- undað þeim án samþykkis eiginkonu. Er konan ekki alveg réttlaus gagnvart þessu? ,,Vissar veðsetningar mannsins á eignum sínum getur konan látið lýsa ógildar, ef hún 16

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.