Vera


Vera - 01.10.1988, Blaðsíða 11

Vera - 01.10.1988, Blaðsíða 11
ar. Það hætti ekkert að búa saman eða eignast börn saman en það vildi vera frjálst að því að geta hvenær sem er gengið út úr sambúðinni. Þessari kenningu um frjálsar ástir fylgdi svo sú skoðun, að það væri nánast sjálfsagt að standa f ástarsam- bandi við einhvern annan en maka sinn. Framhjáhald þótti sjálfsagt og mérfinnst eins og það hafi stundum verið hálfgerð krafa. Mér finnst þessi skoðun ekki eiga sama fylgi að fagna í dag og ég nenni ekki að útskýra þessa viðhorfsbreytingu með eyðni eins og nú er svo vinsælt. Hugmyndin um frjálsar ástir er ósköp einfaldlega í andstöðu við eðli fólks. Fólk er of viðkvæmt til að þola það að spreða sínum helgustu tilfinningum í allarátt- ir. Ég er þeirrar skoðunar að hjónabandið sé görnul hefð sem er að fá nýjan kraft og henni fylgir ákveðið ritúal sem hjálpar manni að skilja stöðu sína, möguleika og takmarkanir." ,,Ef brúðkaup eru orðin flottari nú en þau voru fyrir nokkrum árum, þá á það sjálfsagt sinn þátt í því að nú er verðbólgukynslóðin að gifta börnin sín." En nú má það ekki gleymast að afneitun kvenna á hjóna- bandinu hér á árum áður var liður í uppreisn þeirra gegn hefð- bundnu kvenhlutverki. Þær vildu leggja áherslu á að þær væru fyrst og fremst einstaklingar en ekki eiginkonur manna sinna. Er breytt viðhorf til giftingarinnarí dag ekki tákn um ákveðið aftur- hvarf til gamalla viðhorfa, tákn um að hugmyndir jafnréttis eða kvenfrelsis eigi í vök að verjast? ,,Nei," segir Björk, ,,ég vil alls ekki fallast á að með auknum giftingum sé verið að hörfa frá jafnrétti. Lagaleg staða kvenna er betri í hjónabandi en í sambúð og þær sjá ákveðið efna- hagslegt öryggi í hjónabandinu ekki síst þar sem konur eru mun verr launaðar en karlar. lagalega eru þær mun betur settar við fráfall maka, skilnað eða barneign. Meðan lagasetningin er eins og hún er í dag er það jafnréttismál fyrir konuna að gifta sig." ,,Þarna eru tveir einstaklingar sem ætla að standa saman og segja við hvorn annan, mitt er þitt og þitt er mitt, og allt verður mun fastbundnara en áður." I framhaldi af þessu varpa ég fram þeirri hugmynd hvort hugsanlegt sé að með því að ganga í heilagt hjónaband sé fólk að leita sér að annars konar öryggi — öruggri höfn á tímum þegar allt er breytingum undirorpið. ,,Já, fólk finnur bæði tilfinningalegt og fjárhagslegt öryggi í því að gera þennan hjúskaparsamning sín á milli. Þarna eru tveir einstaklingar sem ætla að standa saman og segja við hvorn annan, „rnitt er þitt og þitt er mitt" og allt verður mun fastbundnara en áður" segir Björk. Sveinn er á sama máli. ,,Bæði hjúskaparsáttmálinn og ekki síður athöfnin í kringum hann hefur sitt að segja. Maður gerir þetta í votta viðurvist og fær til þess stuðning vina og vandamanna og það styrkir þá ákvörðun sem maður er að taka" segir Sveinn og bætir við. ,,Ég held að ef maður gerir þennan sáttmála þá meini maður meira með því sem maður er að gera heldur en þegar maður fer í sambúð sem þróast svo einhvern veginn. Ég er því þeirrar skoðunar að ef vegur hjónabandsins fer vaxandi muni það auka á hamingjuna í sambúð fólks. Það er til marks um að fólk er meira en áður að átta sig á því að það er mjög lítið — það er ekki eins almáttugt og það hélt sig vera. Og svo ég komi aft- ur að hugmyndum mínum um aðeins eitt hjónaband á lífsleið- inni, þá er það líka praktískt mál. Mannskepnan hefur nefni- lega hvorki tíma né orku til að standa í mörgum sambúðum og á það bæði við um börn og fullorðna. Það er nógu slæmt fyrir börn þegar foreldrar skilja en það er viðbótarálag fyrir þau þegar þeir fara í aðra sambúð." ,,Ég er nú ekki sammála Sveini um sambúð og lögskilnaði" segir Björk. ,,Ég er ekki eins kaþólsk og hann. Ég er mjög fylgj- andi sambúð og held að hún geti verið mjög skynsamlegur undanfari hjónabandsins. Ég held líka að fólk geti verið fullt eins hamingjusamt í sambúð eins og í hjónabandi þ.e. ef fólk lítur sambúðina svipuðum augum og hjónabandið en er ekki í henni af einhverri tilviljun. Hjónabandið á engan einkarétt á 11

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.