Vera


Vera - 01.10.1988, Blaðsíða 28

Vera - 01.10.1988, Blaðsíða 28
,,Kvennalistinn hefur alltaf sagst vera tilbúinn til að starfa með þeim sem vilja vinna að framgangi þeirra mála, sem hann berst fyrir. Ef hægt er að ná saman um góðan málefnasamning sé éq ekkert athuqavert við slíkt sam- það var lífsspursmál fyrir okkur. Eftir síðustu kosningar var staðan hins vegar öðru vísi. Þá vorum við með fastmótaðri afstöðu til flestra mála og okkur hafði tekist að sýna að við vorum pólitískt afl sem varð að taka tillit til. Samstarfið í minnihlutanum hefur gengið mjög vel og það er mikilvægt að muna í þessu samhengi að konur eru í meirihluta í þessum hópi. Fólk hefur starfað þarna af heilindum og samstarfið hefur verið laust við þann hugsana- hátt, sem er svo vanalegur í pólitík, að hugsa einungis um hag síns flokks." Ef marka má það sem er skrafað er almenn ánægja með betta samstarfog talað hefur verið um sameiginlegt framboð við næstu kosningar til að freista þess að sigra Sjálfstæðisflokkinn. Hvað finnst þér um þessar hugmyndir? ,,Ég veit það ekki... Flokkar hafa tilhneigingu til að fara að lifa sjálfstæðu lífi og tilvera þeirra verður markmið í sjálfu sér. Sá hugsanaháttur gæti staðið í vegi fyrir svona framboði. En það er Ijóst að það er sterk krafa frá fólki hér í borginni að reyna nýjar leið- ir til að koma Sjálfstæðisflokknum frá völdum. Við stöndum and- spænis einhvers konar karlsýki í samfélaginu, og þó sérstaklega í Reykjavík, sem lýsir sér í öllum þessum hallarbyggingum. í þess- ari karlmennskuhugmyndafræði sem nú situr við stjórnvölinn eru glæsileg ytri tákn mælikvarðinn á framfarir en ekki gæði mannlifs- ins. Það er því mikið hagsmunamál fyrir konur að þessu linni og auðvitað verður Kvennalistinn að íhuga mjög vel hugmyndina um sameiginlegt framboð áður en hann hafnar henni.“ Væri þaö ekki í andstöðu við hugmyndafræði samtakanna að vinna með körlum? „Kvennalistinn hefur alltaf sagst vera tilbúinn til að starfa með þeim sem vilja vinna að framgangi þeirra mála, sem hann berst fyrir. Ef hægt er að ná saman um góöan málefnasamning sé ég ekkert athugavert við slíkt samstarf. Við erum ekki einangrunar- sinnar." Raddir innan Kvennalistans halda því þó fram að samtökin hafi enn ekki öðlast nógu mikið kjörfylgi til aðfara í samstarf með körl- um. Er ekki hælta á að samtökin verði undir i slíku samstarfi? ,,Ég hef nú meiri trú á okkur en svo að við mundum láta karlana gleypa okkur og í raun ber það vott um vanmátt að halda slíku fram. Hitt er þó Ijóst að það þýðir ekkert að fara í svona samstarf með hangandi hendi. Þar verður að starfa af fullum krafti og heil- indum. Og þó við séum í minnihluta í Reykjavík og í samstarfi við félagshyggjuflokkana þá vil ég bara minna á að samtökin eru í meirihlutasamstarfi á Selfossi m.a. við Sjálfstæðisflokkinn sem sýnir best hvað aðstæður eru mismunandi. Við verðum að vera sveigjanlegar og þó að ákveðið samstarf henti í Reykjavík er ég ekki þar með að segja að það henti í landsmálum. Þaö er talsverð- ur munur á sveitastjórnarmálum og landsmálum. Það reynir ekki eins á þolrifin að stjórna borginni þar sem tekjustofnar hennar eru að miklu leyti fast markaðir. Þar er stóra spurningin um skiptingu fjárins." ,,Það er til mikið af góðu fólki út um allan bæ, sem risið hefur upp og vill ekki láta bjóða sér þetta lengur. Þú talar um sterka kröfu frá fólkinu um breytingar og nýjar að- ferðir? „Fólk sér t.d. að leikreglur í skipulagsmálum eru að engu hafð- ar. Fólki er gert að fara eftir lögum og reglum í þessum málum, en starf. Við erum ekki einangrunarsinn- ar. þegar það hentar borginni, meirihlutanum, eru reglurnar snið- gengnar eða túlkaðar íbúum í óhag. Fólk fyllist reiði og verður magnþrota gagnvart þessu kerf i sem hvergi er hægt að festa hönd á. Það er til mikið af góðu fólki út um allan bæ, sem risið hefur upp og vill ekki láta bjóða sér þetta lengur. Það er búið að stuða rétt- lætiskennd þess og siðferðisvitund. Uppistaðan í þessum hópi eru konur. Konur sem hafa áttað sig á kjarkleysi fjölmargra karla sem vilja ekki hreyfa sig af ótta við að detta út úr karlasamstöð- unni. Það er hins vegar engin áhætta fyrir konur að grípa til að- gerða, þær hafa aldrei verið þarna inni. Þær hafa engu að tapa, en allt að vinna og eru tilbúnar til að gera eitthvað í málunum." Hvernig tilfinning er það að hætta núna sem borgarfulltrúi? „Það eru mjög blendnar tilfinningar. í sjálfu sér er ég sátt við að hætta. Þetta er búið að vera mikið álag. Það er mikill munur á þessu kjörtímabili og því síðasta, þegar við vorum tvær. Nú hef ég þurft að vera stöðugt vakandi fyrir öllu því sem er að gerast í borg- armálum, því ef ég hefði látið eitthvað framhjá mér fara hefði mér fundist ég hafa brugðist.“ Hefur þá ekki borgarmálaráð Kvennalistans starfað með þér? „Jú, svo sannarlega. Ég kveið fyrir því við upphaf kjörtímabils- ins að þessi hópur myndi ekki verða nógu virkur. Sá ótti var ástæðulaus. Hópurinn hefur veitt mér mikinn stuðning, það hefur verið vel mætt á fundum og ríkt góður andi." Reglur Kvennalistans um útskiptingar eru einsdæmi í íslenskri pólitík og ég man að þú varst enn sannfærðari um gildi þeirra eftir heimsókn borgarstjórnar til Grimsby og þú sagðir að pólitíkin hér I samanburði við pólitíkina þar einkenndist af einhverskonar ,,snobbi“? heimi verða þeir að vísu fyrir árásum, en það eru árásir sem þeir kunna auðveldlega að verjast. Þeir eru vanir að tala við aðra stjórnmálamenn en óvanir að tala við fólkið/' ,,... Þetta hefur í för með sér að þeir fjarlægjast umbjóðendur sína, fara að lifa í vernduðum heimi. I þessum „Já, stór hluti af stjórnmálamönnum hér eru atvinnupólitíkusar þó þeir gegni kannski einhverju ööru starfi samhliða. Þetta hefur í för með sér að þeir fjarlægjast umbjóðendur sína, fara að lifa í vernduðum heimi. í þessum heimi verða þeir að vísu fyrir árásum, en það eru árásir sem þeir kunna auðveldlega að verjast. Þeir eru vanir að tala við aðra stjórnmálamenn en óvanir að tala við fólkið. Borgarstjórinn er alltaf að tala um allt þetta fólk sem kemur í viðtal til hans, en það eru bara allt öðru vísi samskipti. Það fólk er að sækja eitthvað til borgarinnar, það eru samskipti embættismanns við viðskiptavin. Þegar þannig er komið eru stjórnmálin komin á hættulegt stig.“ Það hefur stundum heyrst í Kvennalistanum að fulltrúar sam- takanna i borgarstjórn og á þingi fórni sér. Á þessum sex árum sem þú hefur átt sæti í borgarstjórn hefur þú jafnframt stofnað heimili og eignast tvö börn, hefur þetta verið fórn fyrir þig, eða sannar þetta að allir geti verið i pólitík? „Þessi ár hafa verið mjög annasöm og lítið mátt út af bera til að allt færi ekki úr skorðum heimafyrir. En ég á þessi börn ekki ein og pabbi þeirra hefur axlað þá ábyrgð ekki síður en ég. Ef svo heföi ekki verið hefði þetta tæpast gengið. Þaö getur hins vegar aldrei verið fórn að fá að vinna og takast á við þau mál sem maöur hefur áhuga á. En auðvitað er það notalegt að geta gefið sér meiri tíma heima. Það er þörf á því.“ En hvað um borgarmálin? „Ég vinn áfram að þeim. Bæði af áhuga og svo vegna þess að ég er svo afskiptasöm — ég er það í eðli mínu. Svo verð ég að sjálf- sögðu áfram virk í borgarmálaráði Kvennalistans. Annars væru svona útskipti út í hött.“ kb 28

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.