Vera


Vera - 01.10.1988, Blaðsíða 32

Vera - 01.10.1988, Blaðsíða 32
Ég hlustaði líka á færeysku konurnar lýsa jafnréttisbaróttu sinni. Þær voru mjög slegnar yfir því að nýlega felldi færeyska þingið frumvarp um jafnréttislög og vildu sumar tengja saman að daginn óðuren gengið vartil at- kvæða um lögin, voru sagðar fréttir um aukið fylgi íslenska Kvennalistans í skoðanakönnun- um. Karlarnir væru sem sagt að verja stöðu sína og passa að færeysku konurnar komist ekki jafn langt og við. Hins vegar fannst mér þær sækja styrk til okkar. Það hvetur þær til að gef- ast ekki upp að vita af því sem við erum að gera og buðu þær t.d. Kvennalistakonum niður í Smyril til að ræða málin." Félag norskra bændakvenna Jóhanna sagðist hafa fengið styrk til fararinnar frá Stéttar- sambandi bænda og varásamt öðrum íslenskum bændakonum boðið I ferð á vegum norskra bændakvenna. Fóru þær að bændaháskólanum í Ási, óku um nærliggjandi sveitir og í heimsókn á norskt sveitaheimili. ,,Við fengum nú litlar upplýs- ingar um hag norskra bænda- kvenna í þessari ferð, nema maður spyrði sjálfur í rútuferð- inni," sagði Jóhanna. ,,Hins vegar vakti félag þeirra, Norg- es bondekvinnelag, athygli mína og ég reyndi að afla mér upplýsinga um það í básnum þeirra. Þetta er gamall félags- skapur sem samanstendur af fé- lögum í hinum ýmsu héruðum og er sum orðin yfir 90 ára gömul. Að mörgu leyti líkist þetta ís- lensku kvenfélögunum en norsku félögin starfa á víðari grund- velli, þarert.d. fjallað um stétta- leg málefni og lagaleg réttindi. Félagið gefur mánaðarlega út blað með ýmsum upplýsingum ogfréttumfráfélögunum. Þarsá ég m.a. að í Noregi eru laun sem greidd eru barnfóstrum frá- dráttarbær til skatts, þar sem farið er að viðurkenna að börn geta ekki lengur gengið sjálfala í sveitum eftir því sem tæknin eykst og hætturnar verða meiri. Bændakonur þurfa atvinnutækifæri Norges bondekvinnelag stendur einnig fyrir námskeið- um, t.d. í sjálfstyrkingu og í ný- sköpun atvinnulífs fyrir konur. f Noregi er framleiðslustjórnun, eins og hér, sem hefur leitt til þess að býlin bera ekki lengur tvö heilsársstörf. Aukin tækni- væðing í landbúnaði hefur gert þetta að karlastörfum, sumpart vegna þess að konum er ekki treyst til að vinna verkin, eða þær treysta sér ekki sjálfar. Það er því oftast konan sem þarf að sækja annað í vinnu og þær verða líka að sjá um að sú vinna bjóðist. Þær hafa sjálfar staðið að því að koma fyrirtækjum á fót, því enginn vinnur þessi verk fyrir okkur. Ég gæti trúað að námskeiðið sé svipað og nám- skeið sem ég fór á hjá Valgerði Bjarnadóttur á Akureyri í tengsl- um við verkefnið „Brjótum múr- ana". Þarvarokkurleiðbeintum ýmislegt sem gera þarf þegar fyrirtæki er stofnað. Við komum hver og ein með hugmynd að fyrirtæki sem við vildum stofna og fengum aðstoð við að útfæra hana, t.d. um lagalega hlið mála og gerð fjárhagsáætlun- ar." Finnst þér þörf á því að ís- lenskar bændakonur stofni fé- lög? ,,Já, mér finnst full þörf á því. Viðerum mjög fáarí Búnaðarfé- lögunum, m.a. vegna þess að það er dýrt og flestum finnst nóg að greiða árgjald fyrir annan makann. Það sem þar fer fram er líka allt á forsendum karl- anna. Kvenfélögin í sveitunum fjalla lítið um hagsmunamál eins og atvinnumál eða önnur rétt- indamál. Fólk í sveitum á Islandi er svo fast í gömlum siðum, en um leið og tímarnjr breytast þarf hugsunarhátturinn að fylgja." Þú ert sem sagt ánægð með að hafa skellt þér til Noregs og hefur fengið hugmyndir þar sem þú getur þróað í þinni sveit? ,,Já, ég sé alls ekki eftir að hafa farið. íslensku konurnar tengdust ágætlega og sam- staðan var mjög góð, burtséð frá því hvar í flokki við stöndum. Ég lenti með hinum og þessum konum þegar farið var út á kvöldin og lærði af því sem þær voru að segja um upplifanir og fyrirlestra sem þær höfðu sótt. Ég á eftir að melta þetta og lifa á þessu lengi," sagði Jóhanna Rögnvaldsdóttir að lokum. eþ. Kvennahús á Vopnafirði I maí í vor var haldin at- vinnumálaráðstefna á Hvanneyri á vegum Vest- urlandsanga Kvenhalist- ans. Eftir ráðstefnu þessa hafa Veru verið að berast óljósar fregnir af virku starfi vopnfirskra kvenna. Til að forvitnast frekar um þetta starf hafði Vera sam- band við Agústu Þorkels- dótturfrá Refstað sem var ein af tveimur konum sem fóru á ráðstefnuna frá Vopnafirði. Ágústa sagði að á ráðstefn- unni hafi konur skipt sér í vinnu- hópa og í þeirri vinnu hafi þær ákveðið að koma sér upp verk- efni sem þær gætu unnið að á Vopnafirði. Upp úr því varð til hugmyndin um að reyna að fá afnot af gamla skólahúsinu þar, sem byggtvarárið 1947 en hef- urnú veriðaflagt. Þærfengu vil- yrði hreppsnefndar um að fá að nota húsið og efndu til fundar á Vopnafirði. Konur þar eru greinilega mjög áhugasamar því þær hafa haldið fundi þrisv-- ar sinnum og á þá hafa mætt allt ( allt 60 konur. „Konurnar voru allar sammála um að byrja ekki á að steypa sér í skuldir", sagði Ágústa og tuttugu og fimm kon- ur hafa nú þegar gefið til kynna að þær séu tilbúnar til að taka á sig skuldbindingar vegna hita og rafmagns og sagðistÁgústa vita um enn fleiri. Þegar átti að fara að hefjast handa við húsíð kom í Ijós að eitthvað var að skolplögninni og þá var líka komið eitthvað hik á hreppsnefndina. „Hversvegna 32

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.