Vera


Vera - 01.10.1988, Blaðsíða 7

Vera - 01.10.1988, Blaðsíða 7
^ÐLÖGUNÍ neita öllu því bruðli, mengun og kúgun sem við töldum fylgifiska vestræns neyslusamfé- lags. Auðvitað varð þessi draumsýn aldrei að veruleika og innan hennar rúmuðust ýmsar þversagnir, en hún var engu að síður aflvaki margra góðra hluta. Hjónavígslur dagsins (dag eru engu meiri tilviljun en óvígð sambúð gærdagsins. Að baki þessum tilhneigingum meðal ungs fólks liggur ókveðin hugmyndafræði eða þörf. Fyrir 10—15 órum var þörfin til uppreisnar gegn ríkjandi hugmyndum ofan ó, nú er það þörfin til aðlögunar. Þörfin fyrir að vera hluti af heildinni en ekki ó skó og skjön við hana. Þörfin fyrir að vera ,,einn maður" með þeim sem maður elskar. Þau sem nú ganga upp að altarinu sjó líka að í uppreisninni fólst oft takmörkuð persónuleg hamingja og jafn- réttishugmyndirnar hlutu gjarnan hljóðlótt andlót þegar mest ó reyndi. En hamingja er afstætt hugtak og það er ekki hægt að verða sér úti um neina tryggingu fyrir henni. Aðlögun að ríkjandi hefðum og dyggðum veitir hana ekki. I aðlöguninni getur falist mikil óhamingja og persónulegur harmleikur — ekki sístfyrir þó sem tilheyra þeim hópum samfélagsins sem verst eru settir s.s. konur. Og kannski var sú óhamingja einmitt hreyfi- afl uppreisnarinnar og það væri afskaplega dapurlegt ef allir hefðu gleymt því. Með hjónavígslu, ó hvern móta sem hún er framkvæmd, er verið að setja form ó inni- hald sem er vandmeðfarið. En er ekki víxl- verkun ó milli forms og innihalds? Er ekki 4 hugsanlegt að með því að hefja hefðbundn- ar hjónavígslur aftur til vegs og virðingar sé verið að endurlífga gamlar hugmyndir um samskipti karls og konu, — um forsendur hamingjuríks hjónalífs? Hugmyndir sem upp- reisninni var ætlað að breyta? Það læðist óneitanlega að manni ótti um að svo sé en þó veit maður að ekkert getur orðið eins og það óður var — breytt samfélag sér fyrir því. -isg HVAÐ. KOSTAR „STILLINN"? Það er líklega tímanna tákn, að á undanförnum misserum hafa sprottið upp fyrirtæki sem sérhæfa sig í útleigu á öllu mögulegu og ómögulegu sem tengist brúðkaupi og brúðkaupsveislum. Eru nú fjög- urslíkfyrirtæki skráð í símaskránni. Eitt slíkt er Brúðarkjóllinn, en í sam- tali við Þórhöllu Harðardóttur, sem rekurfyrirtækið, kom fram að hún hóf starfsemi sína s.l. vor og eins og hún segir sjálf, (dó var ,,svörunin mjög gáð og ég hef ekki getað sinnt öllum sem leitað hafa til mín." Sagði hún að sér fyndist (eetta lofa góðu enda væri það að aukast að fólk gifti sig með pompi og prakt. ,,Það ýtir sjálfsagt undir þessa þróun að nú getur fólk leigt sér það sem til þarf því það hafa ekkert allir efni ó að kaupa það dýrum dómum." Sagði hún að algengt leiguverð ó kjól væri 4500—5000 kr. og á „enskum smóking" 2900 kr. Þá sagðist hún leigja út allt sem þarf fyrir brúðarmeyjar s.s. kjóla, hanska, blómvendi og skraut í hárið. Fyrir hringberana hefði hún silkipúða og hvítar skyrtur. Þegarhún minntistá hringberana kom hún að tómum kofanum hjá þeirri sem þetta skrif- ar enda hvorki heyrt um eða séð til slíkra. Sagði hún að það væri vinsælt hjó sumum að láta strák á aldrinum 6—12 ára færa brúðhjónunum hringana á silkipúða. Að lok- um sagði Þórhalla að hún stefndi að því að opna sérverslun með allt sem tengdist brúð- kaupi nú fyrir jólin. Sem dæmi um það sem þar yrði á boðstólunum nefndi hún allt það sem hér að ofan er talið en auk þess boðs- kort, skreytingar, serviettur, undirföt o.fl. Þær stúlkur sem kjósa að eignast sinn brúðarkjól verða að gjalda hann dýrara verði en á kjólaleigunum. í verslunum kosta einföldustu brúðarkjólar 12—14.000 kr. en hinir svokölluðu slóðakjólar 24—28.000 kr. Sumar kjósa svo að láta sérsauma kjólana og fyrir stuttu var auglýstur kjóll úr kínversku alsilki til sölu í smáauglýsingum DV. Þegar betur var að gáð var um að ræða kjól sem saumaður var í Sviss úr silki sem flutt var sér- staklega inn frá Kína. Þar að auki var hann prýddur perlum og blúndum. Eigandi kjóls- ins sagði að hann hefði kostað 60.000 kr. á sínum tíma og hún vildi selja hann á 40.000 kr. Ekki er Veru kunnugt um ástæður þess að svo kostbær kjóll var til sölu. En það þarf fleira en flíkurnar til að gera brúðkaup vel úrgarði. Það þarf t.d. brúðar- vönd og svo tíðkast það nú á dögum að nota slaufum skrýddar límósínur. Einfaldur brúðarvöndur kostar um 3000 kr., leiga á bíl annað eins og skreyting hans um 1.500 kr. Þá má ekki gleyma hringunum, „vitnisburð- inum um band ástar og trúfesti," eins og prestarnir orða það. Þeir kosta að meðaltali um 14.000 kr. Presturinn sem framkvæmir vígsluna þarf að fá sitt og eins organistinn og kórinn ef hann er til staðar. Samkvæmt lauslegum upplýsingum kostar þetta ekki undir 4.000 kr. Órjúfanlega tengdar brúð- kaupinu eru svo brúðarmyndirnar en myndataka í stúdíói kostar um 7.500 kr. Sumir kjósa jafnframt að láta Ijósmynda at- höfnina sjálfa en það er kostnaður sem Veru er ekki kunnugt um. Og þá er komið að veislunni sjálfri sem er einn stærsti óvissuþátturinn í þessum útreikn- ingum okkar. Ef við hins vegar reiknum með 60 manna veislu þá kostar hún um 43.000 kr. ef einungis er boðið upp á kaffi og kökur. Ef að auki er skálað fyrir brúðhjónunum ( ekta kampavíni má bæta 40.000 kr. við þessa upphæð. Ef boðið er upp á mat í veislunni og tekinn á leigu salur kostar það ekki undir 110—120.000 og er þá ekkert vín meðtalið. Með borðvíni og kampavíni fer þessi upphæð upp í 165—175.000 kr. Að allri þessari upptalningu lokinni telst okkur svo til að alódýrasta brúðkaup kosti ekki undir 125.000 kr. en ef það er með sæmilegum glans kosti það nær 250.000 kr. Lesendur geta sjálfir leikið sér að vangavelt- um um kostnað vegna allra veglegustu brúðkaupa. Ef brúðargjafirnar væru taldar með í þess- ari upptalningu væru það vænar fjárfúlgur sem skiptu um hendur í tengslum við brúð- kaup. Ekki ætlum við okkur þá dul að segja til um meðaldýrleik brúðargjafa en það vakti hins vegar athygli okkar að margar verslanir í borginni eru með sérstaka þjón- ustu við brúðhjón og gesti þeirra. Fara hjónaleysin þá í verslunina og skoða það sem þeim lýst á. Að því loknu er búinn til listi sem verslunin hefur undir höndum og svo þegar væntanlegir gestir koma að kaupa gjöfina gefa þeir upp nöfn þeirra sem hana eiga að fá. Afgreiðslufólkið gefur þá gefið allar upplýsingar um það sem hjónaleysin hafa helst áhuga á og hvað af því hefur þegar verið keypt af öðrum. Þar með fá brúðhjónin ekkerttvennt eins og gefendurnir geta verið vissir um að gjöfin fellur í kramið. Sniðugt? Hvað sem um brúðkaup má segja þá er það víst, að það vakna bjartar vonir í brjóstum margra kaupahéðna vegna þeirr- ar bylgju veglegra brúðkaupa sem nú virðist vera gengin í garð. —isg 7

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.