Vera


Vera - 01.10.1988, Blaðsíða 10

Vera - 01.10.1988, Blaðsíða 10
blaðinu Information við talsmann írsku kvennahreyfingarinnar. Hún var lögfræðingur, giftkona og þriggja barna móðir. „Hún sagði einmitt að það hefði komið ýmsum spónskt fyrir sjónir þegar frska kvennahreyfingin lagðist gegn nýjum lögum sem auðvelda óttu lögskilnað og felldi þau í þjóðaratkvæða- greiðslu. Hún rökstuddi afstöðu hreyfingarinnar með því að eins og mólum væri hóttað þó styrkti hjónabandið stöðu kon- unnar. Karlar gætu ekki svo auðveldlega hlaupið burt fró þeim skyldum sem hjónabandið legði þeim ó herðar. Hún benti líka ó að þó svo að hún yrði kannski skotin ífallegum karlmanni einu sinni ó dag þó sæi hver endaleysuna í því að hlaupa ó eftir öll- um þessum skotum." En þegar Sveinn gekk upp að altarinu með Björk var hann að giftast öðru sinni. Finnst honum hafa ótt sér stað einhver við- horfsbreyting til hjónabandsins ó þessum tíma? „Jó, tvímæla- laust. Þegar ég gifti mig fyrra sinni var höfnunin ó hjónavígsl- unni svo sterk að þetta var eiginlega gert í leyni. Við fengum prest heim og auk hans og okkar voru viðstaddir tveir vottar og aðrir vissu ekki af þessu. Eg held að það hafi liðið ór fró því ég gifti mig og þar til móðir mín vissi það. Það ríkti mikil feimni gagnvart giftingunni í mínum vinahópi." Björk hefur aðra sögu aðsegja af sínum vinum. „Þaðerað vísu algengtí mínum vina- hópi að fólk sé annaðhvort í óvígðri sambúð eða búi eitt ó bóti. Það loðireinfaldlega við alltsem er til vinstri að hafna borgara- mennskunni í þessari vígslu og þ.a.l. er það kannski ólíkt mér og mínum vinum að ganga upp að altarinu með langan slóða. En fólk er ekkert feimið gagnvart giftingunni og þegar maður drífur í henni finnst öllum það mjög gaman." „Mig langar til að tala svolítið meira um þessa viðhorfs- breytingu," segir Sveinn og finnst hún greinilega heillandi við- fangsefni. ,,Mín kynslóð lagði mjög þunga óherslu ó frjólsar óstir og að hver maður ætti sig sjólfur. Hjónabandið var í al- gerri andstöðu við þessa kenningu og fólk afneitaði hjóna- bandinu til að leggja óherslu ó að það væri frjólsir einstakling- Þegar ég bað þau að ræða þessi mól við mig sagði Björk að nú yrði þetta spennandi, nú fengi Sveinn að vita af hverju hún giftisthonum. Mólið virtisteinfaltífyrstu. Sveinn bað Bjarkarog Björk sagði jó og síðan þróaðist þetta stig af stigi og úr varð gifting með stóru G-i, eins og Björk orðar það. ,,Ef maður er að gifta sig ó annað borð þó ó maður að gera það með glans. Mér finnst fóranlegt að paufast til borgardómara, borða svo saltfisk ó eftir og lóta eins og ekkert sé. Eg vissi líka að foreldrar mínir voru tilbúnir til að gera þetta myndarlega. Ef brúðkaup eru orðin flottari nú en þau voru fyrir nokkrum órum þó ó það sjólfsagt sinn þótt ( því að nú er verðbólgukynslóðin að gifta börnin sín. Hún hefurefni ó því að leggja mun meira í brúðkaup barna sinna en lagt var í þeirra eigið brúðkaup," sagði Björk og Sveinn bætti því við að foreldramir væru kannski ó vissan hótt að uppfylla sína drauma í gegnum börnin. ,,Ef maðurerað gifta sig á annað borð þá á maður að gera það með glans. Mér finnst fáránlegt að paufast til borgardómara, borða svo saltfisk á eftir og láta eins og ekkert sé." Ég jánka því sem hugsanlegri skýringu en bæti við að engu að síður sé kirkjuleg hjónavígsla trúarleg athöfn sem byggi á ákveðnum hefðum og siðvenjum sem kynslóð Sveins hafi gert upp við á sínum tíma, óháð tilfinningum og væntingum for- eldra. Hann hafi því verið að stíga skref í allt aðra átt. Hann hafi við hjónavígsluna játast undir þau orð prestsins að það sem guð hafi tengt saman megi maðurinn ekki sundur slíta. „Segir hann það, já," segir Sveinn. „Ég man þetta ekki svo ná- kvæmlega. Annars er ég að verða kaþólskari en páfinn og eig- inlega kominn á írsku línuna í hjónabandsmálum, þ.e. fylgjandi einu hjónabandi og takmörkunum á heimildum til lögskilnaðar. Það skýtur kannski skökku við að ég skuli segja þetta þar sem ég hef sjálfur skilið að lögum. Ég hef líka upplifað skilnað sem barn og mér finnst að hann ætti eingöngu að vera neyðarúr- ræði. Ef heimildirnar eru takmarkaðar þá vandar fólk valið og fer ekki hugsunarlaust út í sambúð og giftingu. Það ætti heldur enginn karlmaður að lifa kynlífi með konu sem hann getur ekki hugsað sér að giftast og geta með börn." Sveinn bætir því við að hann hafi fyrir um ári séð mjög athyglisvert viðtal ( danska 10

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.