Vera


Vera - 01.10.1988, Blaðsíða 20

Vera - 01.10.1988, Blaðsíða 20
Þann 6. des. s.l. voru liðin 5 ár frá opnun Kvennaathvarfs í Reykjavík. Hildigunnur Ólafsdóttir afbrotafræðingur, var ein af þeim konum sem stóðu að stofnun Samtaka um Kvennaathvarf, en þau samtök hafa rek- ið athvarfið í Reykjavík frá stofnun þess. Hildigunnur hefur allar götur frá opnun at- hvarfsins skráð upplýsingar um fjölda kvenna og barna sem þar dvelja, lengd dvalar og fleira. Nýlega tók hún saman viðamikla skýrslu upp úr skráðum upplýs- ingum um þessi fimm ár. VERU langaði til að fá nánari upplýsingar um niðurstöður þess- arar skýrslu og fékk Hildigunni Ólafsdóttur ísmá spjall. Til að byrja á byrjuninni rifjuðum við upp aðdragandann að stofnun Sam- taka um Kvennaathvarf. En það var einmitt rannsókn á ofbeldi gegn eiginkonum, sem Hildigunnur gerði ásamt Sigrúnu Júlíusdótt- urog Þorgerði Benediktsdóttur, sem átti sinn stóra þátt í að samtökin voru stofnuð. VERA byrjaði á því að spyrja um tilefni þeirrar rannsóknar. OQ ■fci I C/) í kringum 1979 var umræða um ofbeldi gegn konum að opnast. Áþessum tímavarekkertvitað um það í heiminum hversu algengt ofbeldi gegn konum var og það vakti mjög mikla athygli þegar fyrsta athvarfið var opnað. Ég man að Silja Aðalsteinsdóttir vakti fyrst máls á þessu hér á landi. Hún dvaldi þá í London og skrifaði grein í Þjóðviljann þar sem fram kom að fjöldi kvenna þyrfti að flýja heimili sín vegna ofbeldis og yfirgangs eiginmanna sinna. Við vor- um nokkrar konur sem fengum áhuga á að kanna hvort það sama væri að gerast hér og ákváðum að gera þessa rannsókn. Hvernig gekk að finna vettvang þar sem möguiegt var að gera vísindalega könnun á ofbeldi gegn konum? Við gerðum okkur fulla grein fyrir því að það þýddi ekkert að spyrja almenning, því afneitunin var mjög sterk og mörgum þótti þessi umræða hreinlega furðuleg. Það var því um að ræða að skoða annaðhvort lögregluskýrslur eða sjúkrastofnanir. Það varð úr að við fengum að skoða skýrslur á Slysavarðstofunni í eitt ár þ.e. 1979. Við skráðum þau tilvik þar sem konur tilgreindu að þær leituðu læknis vegna ofbeldis einhvers í fjölskyldunni. Það var Ijóst aö einungis fáar konur sem komu vegna ofbeldis sögðu frá því, þannig að okkar rannsókn sýndi einungis lágmarkstölur, en hún dugði til þess að sýna fram á það að ofbeldi gegn eiginkonum var til staðar á íslandi. Þegar umræða um þessi mál fór af stað í Noregi voru margir sem neituðu að svona lagað gæti átt sér stað þar, það gæti hugsanlega verið til í stórborgum eins og London. Ég held að niðurstöður rannsóknar okkar hafi sparað alla þá um- ræðu og hafi á þann hátt flýtt fyrir opnun Kvennaathvarfsins hér. Nú hefur þú skráö tölulegar upplýsingar í Kvennaathvarfinu í Reykjavík frá upphafi. Hvernig fer sú skráning fram? í athvarfinu eru eyðublöð sem konurnar eru beðnar að fylla út, þar sem við spyrjum um þau atriði sem við teljum að skipti máli. Við þurfum að vita hvaða ástæður eru fyrir því að konurnar koma í athvarfið. Þetta eru upplýsingar sem við þurfum að hafa þegar við leitum til opinberra aðila vegna fjárframlaga og svo teljum við líka mikilvægt að hafa vissar upplýsingar fyrir innri starfsemi at- hvarfsins. Við höfum líka sérstök eyðublöð til skráningar á síma- viðtölum því sá þáttur er ekki síður mikilvægur. Við skráum engin nöfn, því að í athvarfinu ríkir alger nafnleynd, þannig að það er aldrei hægt að rekja skýrslurnar til kvennanna. Nauðsynlegt að sinna börnunum Er eitthvað i þessum skýrslum sem hefur komiö þér á óvart? Það sem hefur komið mér mest á óvart er hvað börnin hafa alltaf 20

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.