Hugur - 01.01.2008, Page 26

Hugur - 01.01.2008, Page 26
24 Róbert Jack ræðir við Eyjólf Kjalar Emilsson Aður en við hættum langar mig að spyrja pig um nokkuð sem er mér mjög hugleikið. Það er sú hugmynd að fornaldarheimspeki hafi hafist á viðleitni til að lifa góðu lífi, en bestu rökin fyrirpessu er aðfinna hjá Pierre Hadot. Hver erpín skoðun ápví? Það er þónokkuð til í því, en mér finnst Hadot samt gefa of einhliða mynd af þessari sögu allri. Hvernigpá? Hún er dálítið ýkt að því leyti að hann reynir að draga úr mikilvægi raka og þekk- ingarviðleitni hinna fornu heimspekiskóla og teflir í staðinn fram mikilvægi ákveðins lífernis og sálaræfinga, askesis. Eg held að það sé alveg rétt að þetta hafi verið vanræktur þáttur í rannsóknum á fornaldarheimspeki og það sé ágætt að einhver dragi þetta fram, en eins og svo oft vill verða þegar menn vilja leggja áherslu á vanrækta þætti, skjóta þeir kannski svolítið yfir markið. Hann nær ekki að lýsapessu íheild? Nei, ef við skoðum til dæmis marga af hinum fyrstu heimspekingum, þá er mér spurn hvort það var endilega spurningin um hið góða líf sem knúði þá áfram. Þú ert að tala umpá sem komu á undan Sókratesi? Já. Talar Hadot um pá einhvers staðar? Ég man það nú bara ekki fyrir víst, en hann hefúr greinilega mestan áhuga á Sókr- atesi, stóumönnum og svo platonistum á síðfornöld. - Það er til grein um sama efni sem mér finnst betri en Hadot, en hún er í bók sem heitir Rationality in Greek Thought. Annar ritstjóri bókarinnar er Michael Frede, gamall kennari minn, sem skrifar í inngangi bókarinnar um hugmyndina um skynsemi og vilja í fornaldar- heimspeki og gerir í rauninni eins og Hadot. Hann lítur svo á að hin leiðandi spurning hafi verið: hvernig er best að lifa? Og að það hafi verið uppgötvun Sókr- atesar öðrum fremur, ef það ætti að nefna einhvern einn, að skynsemi mannsins væri lykillinn að góðu lífi. Rétt rækt skynseminnar er gulltrygging fyrir góðu h'fi, vildi Sókrates meina. Svo hafi menn greint á í hverju ræktun skynseminnar ná- kvæmlega felist. Sókrates sjálfúr kann að hafa htið svo á að það væri alveg nóg að hugleiða siðferðileg efni. Þegar á leið taldi Platon að það væri ekki nóg. Maður þyrfti að sjá meira af heiminum og Aristóteles virðist hafa verið sama sinnis. Eins var það klassísk spurning út alla fornöldina, sem er mjög skiljanleg í ljósi þessa, hvort vitsmunarækt gæfi af sér sanna dygð, en flestir gerðu ráð fyrir því að það væri mjög náið á milli skynsemi og dygðar. I því sambandi vaknar spurningin: eru skynsemi og dygð nægjanleg skilyrði góðs lífs? Þar svaraði Sókrates játandi og stóumenn: nauðsynleg og nægjanleg. En Aristóteles til dæmis hafnaði þessu: þetta eru nauðsynleg skilyrði en ekki nægjanleg. Ólán getur rúið mann hinu góða lífi. Þó þarf mikið að koma til, því að smáóhöpp geta ekki svipt dygðugan hamingju sinni.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.