Hugur - 01.01.2008, Síða 30

Hugur - 01.01.2008, Síða 30
28 Páll Skúlason sem horfa utan frá á það sem heimspekingarnir eru að gera og vilja gjarnan skilja þá eða bara skemmta sér yfir skringilegheitunum í orðum þeirra og verkum. Frá upphafi hefur heimspeki þótt flókin og framandi fyrir okkur sem lifum og hrær- umst í heimi hversdagslegrar orðræðu og áhyggjuefna. Þannig var það þegar fyrir daga Sókratesar og Platons, en segja má að þeir félagar hafi sett flækju- og fram- andleikastimpilinn á heimspeki með afgerandi hætti um leið og þeir mótuðu hugmynd um lífstíl sem tæki mið af hinu sanna, fagra og góða. Allar tilraunir til að gera heimspeki einfalda og aðgengilega eru ekki aðeins dæmdar til að mistakast, heldur eru þær spaugilegar vegna þess að þær stangast á við það sem gerir heimspeki að heimspeki, nefnilega að hugsa persónulegar og frumlegar hugsanir um heiminn sem flytja merkileg sannindi til allra annarra manna - svo fremi að þeir nái að skilja þessar persónulegu og frumlegu hugsanir um heiminn. Hér stendur hnífurinn í kúnni: Þessar hugsanir eru fjarri því að vera auðskildar eða aðgengilegar, réttara sagt þá tekur það heimspekinginn iðulega mörg ár að brjóta þessar hugsanir til mergjar og setja þær fram í riti sem á að vera skiljanlegt öðrum hugsandi verum, ef það þá tekst yfirleitt. Margir sem stundað hafa heimspeki hafa líka hætt að iðka hana og farið að gera eitthvað annað, til dæmis að skrifa um heimspeki án þess að leggja sig sjálfa að veði með heimspeki- legum hætti í skrifúm sínum. Aðrir eiga mjög erfitt með að skrifa um heimspeki vegna þess að þeir lenda samstundis í heimspekilegum átökum við flóknar hugs- anir og eru að glíma við að koma orðum að svo mikilvægum sannindum eða hugsunum að engin orð hæfa þeim fylfilega; og þess vegna iðka þeir heimspeki fyrst og fremst í hverfulli samræðu sem skilur ekki eftir sig neinar hlutlægar heim- ildir. Ef það sem nú hefur verið sagt um heimspekina er ekki víðs fjarri sannleikanum, þá blasir við að heimspeki er í senn fræðigrein sem stefnir að því að uppgötva ákveðin sannindi um viðfangsefni sitt og miðla þeim til annarra og jafnframt persónuleg viðleitni eða lífsmáti þar sem gert er ráð fyrir að fólk lifi í samræmi við skilning sinn á hinu sanna, fagra og góða, svo vitnað sé til þess sem Platon taldi liggja tilverunni til grundvallar. Þá blasir við líka að heimspekisagan skiptir máli til að skilja heimspeking, vegna þess að það að stunda heimspeki felur í sér að ganga til fundar við þá sem iðkað hafa heimspeki og gefið fordæmi í fræðum sínum og hfi fyrir þá sem á eftir koma. I vestrænni heimspeki - og ég verð að játa að ég þekki ekki aðra heimspeki - hefur fordæmi þeirra Sókratesar og Platons, sem ég hef þegar nefnt, haft svo afgerandi þýðingu að það að iðka heimspeki er eins og að gerast þátttakandi í sögunni sem frá þeim er runnin. Þessa sögu má hins vegar segja á fleiri en einn hátt og hana þarf líka sífellt að endursegja, ef hún á ekki að hverfa í myrkur fortíðarinnar. Sérhver heimspekisaga er samtímasaga, saga sögð í ljósi samtímans, nútíðarinnar, á hverjum tíma. Þá skipta vonir og draumar þeirra sem segja söguna höfuðmáli, það er að segja framtíðarsýn þeirra. Þess vegna speglast fortíðin í hugmyndum fólks um framtíðina og auk þess má ekki gleyma því að fortíðin er fyrrverandi framtíð. Þess vegna má segja að tíminn líði ekki áfram, heldur streymi til okkar frá hinu ókomna, hlutskipti okkar sé að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.