Hugur - 01.01.2008, Síða 31

Hugur - 01.01.2008, Síða 31
Að skilja heimspeking 29 taka á móti tímanum, rétt eins og við tökum á móti nýfæddu barni sem hugsa þarf um af alúð og samviskusemi. Nú skulum við fara dýpra í nokkur atriði sem hafa komið fram í máli mínu til þessa. Til að hjálpa okkur til þess ætla ég að styðjast við athyglisverðan fyrirlestur sem franski heimspekingurinn Ferdinand Alquié' flutti um miðjan sjötta áratug síðustu aldar og heitir „Qu’est-ce que comprendre un philosophe?“ - eða „Hvað er að skilja heimspeking?". Eg staldra hér við Alquié af tveimur tengdum ástæðum, í fyrsta lagi fer hann nánar í saumana á ýmsu sem ég hef þegar tæpt á, en í öðru lagi telur hann vera mótsögn á mifli þess að skilja heimspeking og að skilja söguna, en þessi mótsögn stangast á við það sem ég var að halda fram og því ástæða til að gefa henni sérstakan gaum. En áður en við gerum það hyggst ég greina frá nokkr- um meginatriðum í málflutningi Alquié. Alquié heldur fram í lestri sínum hugmyndum um heimspeki sem eru af sama toga og þær sem ég hef verið að reifa: Heimspeki er persónuleg viðleitni til að uppgötva og miðla sannindum um heiminn í heild, sannindum sem eiga erindi til alls hugsandi fólks. Hér gerir hann skýran greinarmun á því að skilja hlutlæg, ópersónuleg sannindi á borð við þau sem stærðfræðingur eða hvaða vísindamaður sem er kann að halda fram og að skilja persónulegt hugarástand einhverrar mann- eskju. Þetta er greinarmunurinn á tvenns konar merkingu sem leggja má í spurn- inguna „skilur þú mig?“; það er „skilurðu það sem ég er að segja?“ eða „skilurðu hvernig mér líður eða hvað vakir fyrir mér?“. Alquié lítur svo á að það að skilja heimspeking sé annað en þetta tvennt; það sé hvorki að skilja ópersónuleg, hlutlæg sannindi né að skilja sálarh'f eða skapgerð tiltekinnar persónu, í þessu tilfefli heim- spekingsins. Heimspekileg sannindi hljóti að hafa mjög sérstaka stöðu og Alquié skýrir hana með því að tefla saman annars vegar einveru heimspekingsins (hver sem hann er, Sókrates, Descartes, Kant eða Berkeley) og hins vegar algildi þess sannleika sem hann tjáir. Alquié segir: Það er til algildi í einveru [universalite' solitaire\ og það virðist vera hlut- skipti heimspekingsins: I því felst einmitt allt hans drama. Hinn heim- spekilegi sannleikur er ekki ópersónulegur, en hann er algildur [univers- elle\. Einmitt þetta veldur erfiðleikum í því sem við höldum fram, það er að skilja hvað er persónulegt algildi. Fæstir gera sér grein fyrir þessu, því þeir eru vanir annað hvort vísindunum þar sem algildið er einmitt ópers- ónulegt, eða sálfræðilegum sannindum sem eru persónuleg, en þau eru persónuleg vegna þess að þau eru sérstök. Það sem við þurfum á hinn bóginn að uppgötva, það er huglægt algildi.* Alquié bendir á að heimspekingar kvarti gjarnan undan því að fólk skilji þá ekki. Hann nefnir að Descartes, Kant og Berkeley hafi gert það án afláts. Ég vitna enn 1 Alquié (1906-1985) gegndi meðal annars stöðu prófessors í heimspeki við Sorbonne og var lærimeistari Gilles Deleuze. Á meðal fjölmargra verka hans er að finna ófáar bækur um Descartes, Spinoza og Kant. 2 Ferdinand Alquié, Qu’est-ce que comprendre un philosophe, París: La Table Ronde 2005, s. 25- 26.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.