Hugur - 01.01.2008, Síða 73

Hugur - 01.01.2008, Síða 73
Hagtextinn 71 fyrirbærafræði og hinni eldri túlkunarfræði en túlkunarfræðingar af þessum gamla skóla trúðu ranglega að við gætum öðlast hlutlægan skilning á textum með því að lifa okkur inn í hugarheim höfunda.2 Mér hugnast að mörgu leyti best sú útgáfa sem er ættuð úr kenningum Ludwigs Wittgenstein. Samkvæmt hinni Wittgen- stein-innblásnu skilningsfélagsfræði samanstendur samfélagið af samtengdum hugtökum (sem samofin eru virknisháttum) og skilningnum á þeim. Skilningur- inn er líka háður virknisháttunum og öfugt. Mun ég útlista þessar hugmyndir betur síðar. Mitt framlag til skilningshagfræðinnar er að efla hana wittgensteinsk- um og túlkunarhagfræðilegum rökum. Túlkunarhagfræðingar hafa vit á að efast um möguleikann á hlutlægri túlkun en Wittgensteinsinnar hneigjast sumir hverjir til hlutlægnishyggju um túlkanir. Nánar um þau mál síðar í þessari grein. Hin forna þýska skilningshagfræði var sköpuð úr ögn öðruvísi efniviði en sá er huglægs eðlis. Virknishættir komu ekki við sögu hennar, skilningurinn er öldungis huglægur en um leið er sönn, hlutlæg túlkun möguleg. Hvað sem þeim efnivið líður þá beið skilningshagfræðin algeran ósigur fyrir þeirri gerð hagfræði sem vildi helst apa eftir eðlisfræðinni og byggja starfsemi sína á hásértækum stærðfræði- líkönum (Milton Friedman ver slíka „hag-eðlisfræði“ í Friedman 1979,18-35). En þessi „vísindalega" akademíska hagfræði hefur verið gagnrýnd mjög harkalega og hafa gagnrýnisraddirnar gerst stöðugt háværari. Má nefna að sænskir raunvísinda- menn og stærðfræðingar mótmæltu fyrir nokkrum árum nóbelsverðlaunaveiti- ngum í hagfræði á þeim forsendum að hagfræði væri ekki vísindi. Einnig hefur risið hreyfing gegn akademískri geldingahagfræði sem kennir sig við „eftir-ein- hverfa“ (post-autistic) hagfræði.3 Eg hef kynnt þessa gagnrýni bæði í ræðu og riti, ekki síst í bók minni Astarspekt. Þar má finna grein sem heitir ,/Etti hagfræði að vera til?“ (Stefán Snævarr 2004, 43-65). I þeirri grein kem ég víða við en finna má í henni þrenns konar rök fyrir því að vísindin döpru séu ekki fullveðja raunvísindi, alla vega samkvæmt hefð- grónum skilningi á því hugtaki:4 I fyrsta lagi segja gagnrýnendur að hagfræðikenningar séu vart prófanlegar eða séu sjálfsögð sannindi. Þær séu búnar skrautbúningi stærðfræðinnar sem svo reyn- ist vera nýju klæðin keisarans (keisarinn beri er einatt sagður frjálshyggjusinni!). I öðru lagi er því haldið fram að margir hagfræðingar hunsi reynslurök en hafi þeim mun meira dálæti á sértækum líkönum sem svífa í lausu lofti. I þriðja lagi er sagt að hagfræðin sé ekki og geti ekki verið lögmálsskýrandi, gagnstætt eðlisfræðinni. Eg vil nú eyða talsverðu púðri í að ræða síðastnefnda vandann. Því geti hagfræðin ekki verið almennilega lögmálsskýrandi þá eiga syst- urnar skilnings- og túlkunarhagfræði leik á borði. Eins og síðar mun koma fram þá eru þær efins um að hagfræðin þurfi á lögmálsskýringum að halda. 2 Agætan inngang að skilningsfélagsfræði og hinum ýmsu útgáfum hennar má finna í Outhwaite (i975)- 3 Lysthafendur geta fundið stefnuyfirlýsingu og tímarit hreyfingarinnar á http://www.paecon. net/. 4 Eg hef í huga pósitívíska og popperska beitingu hugtaksins „raunvísindi“. Sú beiting er nátt- úrulega ekki hafin yfir gagnrýni.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.