Hugur - 01.01.2008, Page 150

Hugur - 01.01.2008, Page 150
148 Hjörleifur Finnsson og Davíð Kristinsson samfélag eru einhverjir óhjákvæmilega efstir og aðrir neðstir. Fátækt var aldrei útrýmt í velferðarsamfélögunum því að í stigveldisbundnu kapítalísku neyslu- samfélagi hafa þeir sem neðst standa ekki efni á þeim táknrænu vörum sem teljast til hins venjulega og sjálfsagða. Þeir teljast því fátækir með tilheyrandi daglegri niðurlægingu þótt þeir lepji ekki dauðann úr skel. Annar vankantur velferðarríkjanna var að þau mismunuðu skipulega minni- hlutahópum á borð við samkynhneigða, konur og innflytjendur.'7 Kannski er eitt stærsta skipbrot verkalýðshreyfingarinnar á tuttugustu öld í því fólgið að hafa eingöngu varið hagsmuni sinna eigin félagsmanna en látið almenna baráttu minnihlutahópa fyrir jafnræði lönd og leið. Dæmi um þetta er þýska efnahags- undrið sem fylgdi stöðugur straumur innflytjenda frá Tyrklandi og Kúrdistan. Innflytjendum, sem unnu verstu störfin, var að mestu haldið fyrir utan stofnanir velferðarsamfélagsins: börn þeirra fengu ekki skólagöngu á máli sem þau skildu, oftar en ekki unnu þeir „svart“ og voru óvarðir af verkalýðsfélögum, þeim var neitað um ríkisborgarrétt og þar með um kosningarétt, svo fátt eitt sé nefnt. Innflytjendur mynduðu þannig samfélagshóp fyrir utan og neðan við hefðbundna stéttaskiptingu. Kannski gerðist þetta einmitt vegna þess að velferðarríkin skil- greindu sig sem þjóðríki þar sem innflytjendum var skipulega úthýst, með ströng- um innflytjendalögum, en vera þeirra í landinu leyfð í þöglu samþykki valdhafa, enda voru þessir „óborgarar" forsenda hagvaxtar og þar með virkni velferðar- ríkisins.18 Ennfremur má leiða hugann að því hnattræna kapítalíska samhengi sem vel- ferðarríki Norður-Evrópu stóðu í. Þessi heimshluti naut góðs af því efnahagslega ójafnrétti sem ríkti (og ríkir) á milli norðurs og suðurs. Velferð og velgengni hans er að einhverju leyti ávöxtur eymdar og kúgunar annars staðar.19 Jafnvel þótt velferðarríki Vesturlanda hafi búið yfir miklum kostum fram yfir önnur samfélög fortíðar og nútíðar eru þau of miklir gallagripir til þess að setja megi þau á sögulegan ás stöðugra framfara sem náði hámarki sínu í fyrirmyndarríki velferðarinnar.“ Vonbrigði Einars Más andspænis sögulegri hnignun undanfarinna áratuga, burt frá velferðarríkinu á vit óhefts kapítalisma eru skiljanleg. En bók systéme d'enseignement, París: Minuit 1970. 17 Konur eru „minnihlutahópur" í þeim skilningi að þær hafa mikinn minnihluta valda innan samfélagsins eins og sést t.d. á óútskýrðum launamun kynjanna. Einhver kynni að mótmæla og halda því fram að velferðarríkin hafi stutt baráttu minnihlutahópa fyrir réttindum sínum. Staðreyndin er hins vegar sú að kvenréttindahreyfingar og hreyfingar samkynhneigðra nutu lítils ef nokkurs stuðnings stofnana velferðarríkisins á borð við verkalýðshreyfinguna, enda fór barátta þeirra að mildu leyti að bera árangur eftir að gullöld velferðarríkjanna lauk. 18 Um skipulega útilokun einstaklinga og hópa í vestrænum réttarríkjum sjá Giorgio Agamben, Homo Sacer. Sovereign Power and Bare Life, þýð. D. Heller-Roazen, Stanford: Stanford Uni- versity Press 1998. 19 í ritdómi sínum um Bréf til Mariu kemur Kristján B. Jónasson („Á strandstað", Herdubreið 1.1 (2007), s. 86-90, hér s. 89) sömuleiðis inn á „kúgun [...] í þágu velferðarþjóðfélaganna og vaxtar þeirra". 20 Stefán Snævarr („Sæmi fróði skrifar bréf1, blogg.visir.is/stebbivaldi/2007/12/05/) orðar þetta svo: „Einar Már skýtur skildi fyrir velferðina og er það vel en talar eins og velferðarríkið sé algerlega hafið yfir gagnrýni.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.