Hugur - 01.01.2008, Page 185

Hugur - 01.01.2008, Page 185
Leitin að draumnum 183 Leitin að draumnum Andri Snær Magnason: Draumalandið: Sjálfshjálparbók handa hræddri pjóð. Mál og menning 2006. 267 bls. Bókin sem hér er til umræðu þarfnast sjálfsagt ekki ítarlegrar kynningar. Á síð- ustu árum hafa fáar íslenskar bækur vakið meiri athygli, umræður og jafnvel deilur en Draumaland Andra Snæs. Hér verður því ekki farin sú leið að skrifa „hefðbund- inn“ ritdóm um verkið heldur verður þess freistað að draga tiltekinn þráð út úr heildarmyndinni og skoða hann sérstak- lega; raunar mætti ef til vill halda því fram að þátturinn sá arna sé einhvers konar kennilegur grundvöllur verksins. Og rétt er að taka fram, svo sanngirni sé gætt, að þann gagnrýna tónn sem finna má í umræðunni sem á eftir fer ber engan veginn að skoða sem allsherjardóm yfir bókinni í heild. Því fer fjarri: hugsandi menn nær og fjær, akademískir eða ekki, hljóta að taka ofan og bugta sig og beygja, leynt eða ljóst, fyrir höfundi Drauma- /andsins. Víst er að hann hefur unnið mikið verk, ef ekki kraftaverk: einn og óstuddur tók hann ímyndasmiði ráðandi afla í bólinu á þeirra eigin heimaslóð, með tölfræði og beinharðar staðreyndir að vopni - fletti ofan af skuggalegum kynn- ingarherferðum þar sem Islandi var lýst sem allsherjar Rúmfatalager orkugeirans, til ráðstöfunar fyrir „verstu fyrirtæki í heimi“, greindi orðræðu valdsins sundur og saman af stakri hugprýði og kaldri skynsemi („ef þú ert á móti Kárahnjúka- virkjun ertu líka á móti Elliðavatni“, o.s.frv.), reiknaði dæmi stóriðjustefn- unnar til enda og birti niðurstöðuna á korti þannig að ekki varð um villst, og opnaði augu lesenda fyrir þeim vanda- málum sem tilheyra skuggahlið áliðnað- arins, þ.e. báxítnámunum í þriðja heim- inum. Svo fáein dæmi séu tekin um afrek bókarinnar. En eins og áður sagði er ekki ætlunin að gera þeim frekari skil hér. * Hvar er raunveruleikinn? Eins og frægt er orðið byrjar Draumalandið á frásögn af hversdagslegum aðstæðum sem höfúndur bókarinnar lenti í: leigubílstjóri tók hann á beinið fyrir að skrifa greinar í blöð þar sem talað er máli hálendisins - greinar sem eru ekkert annað og meira en sönnun þess að „þið skáldin getið kannski skrifað en þið eruð ekki í neinum tengslum við raunveruleikann" (9). Með fylgir dágóður skammtur af þeim vel þekktu retórísku spurningum sem leigubílstjórar allra tíma punda á draumóramenn þegar illa liggur á þeim fyrrnefndu: hvaðan eiga pening- arnir að koma? Viltu kannski að við hverfum aftur inn í torfkofana? Ertu á móti framförum? Ekki getum við öll farið í háskóla! Eigum við kannski að lifa á hönnun? Einn burðarásinn í þeirri merku fræði- grein þjóðhagfræði er svokölluð vinnu- gildiskenning um verðmæti. í raun er þessi kenning afar einföld og lætur lítið yfir sér: verðgildi hlutar ræðst af íjölda þeirra vinnustunda sem þarf til að búa hann til. Bóndi er samtals tíu klukku- stundir að rækta eitt kíló af kartöflum; járnsmiður er samtals tuttugu klukku- stundir að smíða sverð. Sverðið er þá jafnvirði tveggja kílóa af kartöflum. Við blasir að kenning þessi er mikil einföldun og að hún er gagnrýnisverð á ýmsa lund. Hún virðist til dæmis hvíla á einkar einfeldningslegum skilningi á vinnu: hvernig má tryggja, við raunverulegar aðstæður, að klukkustundar vinna sé ætíð söm ogjöfn? Hvað með óvæntar truflanir eða náttúrulega áhrifaþætti eins og ólíka hæfni, styrk eða getu verkamannsins? Og hvernig á að meta þátt sköpunar í vinn-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.