Hugur - 01.01.2008, Page 189

Hugur - 01.01.2008, Page 189
Síðdegisboð hjá Immanuel 187 tveir verufræðilegir flokkar eða tilheyri tveimur ólíkum heimum. Hlutirnir sem við skynjum tilheyra þeim heimi sem við höfum aðgang að en hlutirnir í sjálfum sér tilheyra heimi sem er vitundinni lok- aður. Þessi leið er kölluð tveggja heima túlkunin og er gjarnan kennd við P.F. Strawson.1 Samkvæmt hinni túlkunar- leiðinni er skipting Kants í hlutina eins og við skynjum þá og hlutina í sjálfum sér ekki verufræðileg heldur þekkingarfræði- leg. Heimurinn er aðeins einn og í honum einn flokkur verunda en sjónarhornin eru tvö, sjónahorn vitundar okkar og skynj- unar annars vegar og hins vegar það sjón- arhorn sem vitundin hefur ekki aðgang að. Þetta er kallað tveggja sjónarhorna túlkunin og einn helsti forsprakki hennar er Henry Allison.2 Sem dæmi um milli- veg í túlkunarleiðum má svo nefna Rae Langton en hún heldur því fram að Kant hafi í huga einn heim með tvær gerðir eiginleika.3 Sú leið sem Þorsteinn fylgir í Innliti hjá Kant er tveggja heima túlkunin. Eins og Þorsteinn gefur sjálfur til kynna í eftirmálanum er hann í túlkun sinni á hugmyndum Kants í Gagnrýni hreinnar skynsemi undir sterkum áhrifum frá Strawson og umfjöllun hans ber þess glögglega merki. Sú gagnrýni Þorsteins á rök Kants fyrir nauðsyn orsakalögmálsins að þar sé blandað saman tveimur ólíkum nauðsynjarhugtökum (45-49) er til að mynda hin sama og Strawson setur fram.4 Eins er gagnrýni Þorsteins á hugmyndina um hlutina í sjálfum sér (69-73) mjög í anda tveggja heima túlkunarinnar. Sam- kvæmt henni ber að skilja hughyggju Kants á svipaðan hátt og hughyggju Berkeleys og hlutunum í sjálfum sér verður þar ofaukið. En þótt Þorsteinn leggi verufræðilegan skilning í forskilvitlega hughyggju þá leggur hann ríka áherslu á mannlega þekkingu, einkenni hennar og takmark- anir. Þegar á heildina er litið má segja að rauði þráðurinn í bókinni sé hugsun Kants um þekkinguna og þar liggur einn helsti styrkur bókarinnar. Lýsingar Þor- steins á riðlum hugsunarinnar (24-27; 32- 34) og afstæðum heimsmyndum (33-37) eru mjög skýrar og í kaflanum um Þrætu- bókina, þar sem Kant tekst á við mögu- leika okkar á frumspekilegri þekkingu, tekst Þorsteini sérstaklega vel að koma afar flóknu efni til skila (59-69). Þar segir Þorsteinn frá gagnrýni Kants á sálarhug- myndina og sáttarhyggju Humes um or- sakalögmál og sjálfræði. Eins og gefur að skilja er ekki vinnandi vegur að kafa djúpt í stórt og tyrfið verk eins og Gagnrýni hreinnar skynsemi á 73 blaðsíðum eða í þremur útvarpserindum. Markmiðið með Innliti hjá Kant er því tæpast að gera efninu ítarleg fræðileg skil. Það sem Þorsteini tekst hins vegar á sinn einstaka hátt er að semja skemmtilegan og aðgengilegan texta sem veitir sýn inn í hugarheim eins af risum heimspekisög- unnar og ætti að skilja lesandann eftir þyrstan í meiri fróðleik um kenningar Kants. Eyja Margrét Brynjarsdóttir 1 P.F. Strawson (1966), The Bounds of Sense: An Essay on Kant's Critique of Pure Reason, London: Methuen. 2 Henry E. Allison (1983), Kant's Transcend- ental Idealism: an Interpretation and Defense, New Haven: Yale University Press. 3 Rae Langton (1998), Kantian Humility: Our Ignorance oflhings in Themselves, New York: Oxford University Press. 4 Sjá Bounds of Sense, s. 137-138.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.