Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.09.2013, Qupperneq 9

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.09.2013, Qupperneq 9
28.9. 2013 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9 L eikritið Jeppi á Fjalli verður frumsýnt í Borgarleikhúsinu komandi föstudag í leikstjórn Benedikts Erlingssonar. Bragi Valdimar Skúlason, baggalútur með meiru, þýddi leikritið en kom einnig að gerð tónlistarinnar ásamt Megasi. „Meg- as átti að sjá um að gera texta og lög en ég náði að lauma nokkrum þarna inn,“ segir Bragi kátur. „Það eru því einhver lög eftir mig en hann var duglegri en ég í þessu og á bróðurpartinn í tónlistinni.“ Jeppi á Fjalli er eftir Ludvig Holberg og er frá 18. öld. Leikritið er því ævagam- alt en hefur margoft ratað á svið leikhúsa í Evrópu frá því að það var fyrst uppfært árið 1722. Bragi segir það hafa verið kom- ið til ára sinna og hefur hann því sett leik- ritið í nútímabúning. „Ég þýddi leikritið upp á nýtt en var með fyrri þýðingu til hliðsjónar. Einhverju var sleppt en ég þýddi aðallega upp úr frumtextanum,“ seg- ir Bragi, sem segist hafa hresst duglega upp á leikritið. „Ég var ekkert ógurlega trúr frumtextanum og má segja að ég hafi haft Holberg og Kolbein kaftein sem fyr- irmyndir að textanum fyrir Jeppa. Tölu- verðum svívirðingum og blótsyrðum er bætt í sýninguna sem var þá líklega ekki til á þessum tíma,“ segir Bragi og hlær. Leikritið fjallar um Jeppa, sem er drykkjumaður mikill, og í lýsingu leikrits- ins segir að hann hafi góðar ástæður til enda gangi ýmislegt á afturfótunum í lífi hans. Lögin gefin út á plötu „Hann er ljúfur sem lamb,“ segir Bragi aðspurður um samstarf hans og Megasar. „Megas var ennþá að yrkja ný erindi fyrir Jeppa löngu eftir að æfingar voru byrj- aðar. Hann sökkti sér alveg í þetta af full- um krafti,“ segir Bragi. Samhliða frumsýn- ingu leikritsins verður gefin út plata með tónlist úr því. „Við ákváðum að búa til plötu með um það bil 23 lögum. Benedikt fékk síðan þau lög og valdi úr hvað hann vildi nota í sýninguna.“ Platan er sjálfstæð eining en þó er söguþræðinum fylgt í gegnum lögin. Megas syngur lögin á plöt- unni ásamt Valdimar Guðmundssyni en leikarar fara með sönginn í leikritinu sjálfu. Þetta ku ekki vera í fyrsta sinn sem Bragi semur tónlist fyrir leikhús en hann sá um tónlistina í Ballinu á Bessastöðum, sem var sýnt í Þjóðleikhúsinu. Aðspurður hvort hann ætli sér að halda áfram á þess- ari braut leikhúslífsins svarar hann því ját- andi. „Já, þetta er mjög skemmtilegt. Ég er nú á kafi að þýða annað leikrit, Spa- malot fyrir Þjóðleikhúsið, þannig að ég er þá greinilega kominn með leikhúsbakt- eríuna. Þetta er bráðsmitandi,“ segir hann. „Nú er ég að læra að búa til söngleiki. Þá kann ég það og get jafnvel farið að gera eitthvað sjálfur.“ Kántríjól hjá Baggalúti Meðlimir Baggalúts tóku sér frí í sumar en hafa nú þegar lokið upptökum á glæ- nýrri plötu sem þeir gefa út fyrir jól. Fé- lagarnir skelltu sér til Bandaríkjanna í þeim tilgangi að hnoða saman í plötu. „Við fórum til Nashville í september og tókum upp gott hlass af kántrítónlist með miklum íþróttamönnum í hljóðfæraleik þarna úti. Það er því von á kántríplötu fyrir jólin og það verður mikið stuð,“ seg- ir Bragi. „Það þýddi ekkert annað til að ná þessum hópi saman en að fara með alla til útlanda og taka upp. Þeir eru allir orðnir svo gamlir og uppteknir,“ segir hann kíminn að lokum. BAGGALÚTUR Í BORGARLEIKHÚSINU Það gekk vel hjá félögunum Megasi og Braga Valdimar að semja tónlist fyrir leikritið Jeppi á Fjalli sem er frumsýnt föstudaginn 4. október næstkomandi. Morgunblaðið/Kristinn Bráðsmitandi baktería SVÍVIRÐINGUM OG BLÓTSYRÐUM ER BÆTT Í NÝJA OG HRESSANDI ÚTGÁFU AF LEIKRITINU UM JEPPA Á FJALLI. LEIKHÚSLÍFIÐ Á VEL VIÐ BRAGA VALDIMAR SKÚLASON SEM SEGIR AÐ LEIKHÚSBAKTERÍAN HAFI TEKIÐ VÖLDIN. HANN HEFUR ÞÓ EKKI SAGT SKILIÐ VIÐ BAGGALÚT EN ÞEIR FÉLAGAR GEFA ÚT PLÖTU FYRIR JÓLIN. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.