Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.09.2013, Side 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.09.2013, Side 15
kemur út þar syðra þýðing mín á Hnífi Abrahams eftir Óttar Norð- fjörð ef áætlanir forlagsins stand- ast. Nokkrir íslenskir rithöfundar eru þekktir á Spáni, spænskir spennusagnaaðdáendur vita að sjálfsögðu mætavel hver Arnaldur Indriðason er og Auður Ava Ólafs- dóttir hefur síðan líka slegið þar nokkuð í gegn upp á síðkastið. Nýjasta þýðing mín er svo á nóvellu eftir spænskan rithöfund sem heitir Ana María Matute. Bókin er væntanleg hjá Bókafélag- inu og gefin út í tvítyngdri útgáfu. Ég veit ekki betur en að þetta sé það fyrsta sem þýtt hefur verið eftir Matute á íslensku. Ég var beðinn um að þýða þessa sögu, sem ég nefni Skólaus á öðrum fæti. Ana María Matute fæddist 1926, er því orðin háöldruð og al- þekkt á Spáni og reyndar víðar. Hún hlaut Cervantesarverðlaunin 2010 en þau mætti kalla Nób- elsverðlaun hinnar spænsku tungu. Í verkum sínum hefur hún fjallað mikið um barnæskuna. Rauði þráðurinn í þessari sögu finnst mér vera einelti. Aðalpersónan er lítil stúlka sem er alltaf að týna öðrum skónum sínum, hún er öðruvísi en aðrar telpur og verður fyrir aðkasti og ímyndunaraflið er leið hennar út úr eineltinu. Í þess- ari sögu er vísað í ýmis ævintýri. Mér finnst ég finna þar minni úr Pétri Pan, en stelpan flýgur um með trékalli sem hún finnur. Þarna er Lísa í Undralandi líka á vappi og sömuleiðis Öskubuska því að söguhetjan á tvær eldri systur sem eru í miklu uppáhaldi hjá móðurinni en hún er aftur afskipt sjálf. Prinsinn birtist líka í lok sögunnar. Litlu hafmeyjunni bregður fyrir, einnig hinum dul- arfulla skógi Grimmsævintýra … Þetta er afar skemmtilega skrifuð saga og súrrealísk en súrrealismi þykir einkenna höfundinn nokkuð. Þessi saga fékk árið 1984 Spænsku bókmenntaverðlaunin í flokki barna- og unglingasagna. Þetta er að mínu mati saga sem fullorðnir eiga að lesa fyrir börn.“ Flamenkó og fornsögur Hvað með þinn eigin skáldskap, ertu að skrifa skáldsögu? „Ég segi sem minnst um það að svo stöddu. Hins vegar er annað verkefni sem ég vil gjarnan ræða. Ég er að vinna með spænskum hópi sem nefnist Arjé við að setja upp eins konar flamenkó- -fornsagnasýningu á Íslandi og Spáni. Hugmyndin er að semja verk um Kristínu Hákonardóttur sem var dóttir Hákonar Há- konarsonar gamla Noregskonungs. Sturla Þórðarson skrifar um hana í Hákonar sögu Hákonarsonar en á 13. öld var hún gefin suður til Spánar og giftist þar Filippusi, bróður kóngsins af Kastel, Alfons- ar 10. hins spaka, árið 1258. Hjón- in setjast einmitt að í Sevilla þar sem flamenkóið blómstrar enn. Þar deyr Kristín fjórum árum síð- ar af ókunnum ástæðum. Lík hennar er flutt í kirkju í bænum Cobarrubias, á norðanverðum Spáni, og hún úr sögunni þar til á sjötta áratug 20. aldar að menn opna steinkistu í klausturgarði kirkjunnar og þykjast finna hana þar. Eftir það hafa Norðmenn á Spáni haldið mikið upp á hana og þar er til Stofnun Kristínar prins- essu sem hefur það að markmiði að efla menningarsamskipti Nor- egs og Spánar. Þess má geta að stofnunin stóð fyrir því að reisa Ólafi helga kapellu í Cobarrubias. Hún var vígð haustið 2011. Þar með var efnt heit Filippusar við Kristínu eftir 700 ár. Vissulega er tímaskekkja í sýn- ingunni því flamenkó-list var ekki til á 13. öld en samt á að vera hægt að bræða þetta saman á skemmtilegan hátt með dansi, söng, hljóð- og sjóntækni og búa til gott verk. Ég tek þátt í því að semja textann, setja verkið saman með dönsurum, söngvurum og hljóðfæraleikurum og verð í hlut- verki sögumanns. Verkið verður sýnt í Þjóðleikhúsinu 10. og 11. júní næsta ár og þrisvar í Madríd í einu helsta leikhúsi borgarinnar og ein sýning verður í Cob- arrubias. Þetta verkefni fékk EES-styrk; varð í þriðja sæti af 141 umsókn. Þessir styrkir eru veittir til að örva menningarleg samskipti og samvinnu innan EES-svæðisins. Þetta er spennandi verkefni sem vonandi tekst vel.“Morgunblaðið/Kristinn 28.9. 2013 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15 Bæjarlind 16 I 201 Kópavogur I sími 553 7100 I linan.is Supreme Deluxe svefnsófi Opið mánudaga til föstudaga 12 - 18 I laugardaga 11 - 16 Breytist í rúm á augabragði - Extra þykk og góð springdýna Svefnbreidd 140x200 Rúmfatageymsla í sökkli kr. 169.800 tilboð kr. 149.900

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.