Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.09.2013, Side 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.09.2013, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28.9. 2013 Ferðalög og flakk Forvitni górillustrákurinn og feimni silfurbakurinn. S lóðinn upp fjöllin er blaut- ur eftir þrumuveður næt- urinnar. Hann er líka mjór og á hægri hönd er þverhnípt niður. Eða það ímynda ég mér í myrkrinu sem umlykur allt. Jeppinn rennur oft til og spólar í rauðri forinni. Fíngerður eldfjallajarðvegur Úganda, sem setur svo fagran svip á allt land- ið, er ekki besti vinur okkar þennan morguninn. Þegar við komum á leiðarenda að þjónustu- miðstöðinni í Bwindi-þjóðgarð- inum andar bílstjórinn minn létt- ar. „Mér stóð nú ekki alveg á sama,“ viðurkennir hann, reyndur leiðsögumaður um fjöllin. „Við förum aðra leið næst,“ segir hann glettnislega. Ég er að fara að leita að fjallagórillum. Við erum komin í yfir 2.000 metra hæð og Afríku- sólin gleður er hún gægist yfir há fjöllin, fjöllin þar sem górill- urnar halda til í litlum hópum. Ég hef hlakkað til í marga daga og það eru fiðrildi í maganum. En áður en ég fagna verður þó að finna þessar göfugu skepnur. Takmarkaður fjöldi leyfa Á hverju ári er aðeins gefinn út ákveðinn fjöldi leyfa til ferða- manna sem vilja sjá fjallagórillur en þær finnast aðeins í þremur löndum: Úganda, Rúanda og Kongó. Fjöldinn er takmarkaður til að vernda dýrin en áður en ferðamenn fá að heimsækja þær fer hver fjölskylda í gegnum tveggja ára aðlögunarferli. Að því loknu eiga þær von á viku- legri heimsókn, í klukkustund í senn. Ferðamönnunum er skipt í hópa. Ég slæst í för með kan- adískum feðgum í toppformi. Þeir reynast skemmtilegir ferða- félagar. Á undan hópnum fara tveir leitarmenn. Þeirra hlutverk er að finna górillufjölskylduna sem okkur er ætlað að heim- sækja. Það reynist þrautin þyngri. Stígarnir í garðinum eru sleip- ir eftir rigningu næturinnar og skógurinn þéttist eftir því sem við förum hærra. Það er ekki fyrr en eftir rúmlega þriggja tíma nokkuð stífa göngu að við fáum loks boð frá leitarmönn- unum: Fjölskyldan okkar er fundin. Leiðsögumennirnir munda sveðjurnar og ryðja okkur leið inn í skógarþykknið þar sem Busingye-fjölskyldan heldur sig. Við tökum andköf þegar móðir með sex mánaða unga situr í ró- legheitum fyrir framan okkur og gæðir sér á fagurgrænum lauf- blöðum. Mæðginin láta sig fljótt hverfa en við fikrum okkur var- lega á eftir þeim. Silfurbakurinn, karldýrið sem er höfuð fjölskyld- unnar, hefur kallað þau til sín. Áður en við finnum þau á nýj- an leik verðum við vitni að því að ungt karldýr, hugsanlega úr annarri fjölskyldu, er að hafa mök við kvendýr úr fjölskyldunni okkar. Silfurbakurinn situr skammt frá og japlar á trjá- grein. „Hann yrði nú ekki glaður ef hann tæki eftir þessu,“ hvíslar leiðsögumaðurinn að mér. Lítill hrammur lagður á hné Er við finnum loks mæðginin aftur kemur litli, forvitni górill- ustrákurinn á móti okkur. Sá er vanur fólki og leggur varlega smáan hramm sinn á hné eins ferðafélaga míns. Hann horfir í augu okkar og ber sér á brjóst, rétt eins og pabbi gerir stund- um. Silfurbakurinn er hins vegar feiminn og snýr sér við er hann sér okkur nálgast. Við komumst nálægt fjölskyld- unni, stöndum í nokkurra metra fjarlægð og fylgjumst með þeim fá sér að éta og snyrta hver aðra. Þær eru rólegar og njóta þess að sitja í skugga trjánna þegar sólin er hæst á lofti. Það er einstök lífsreynsla að vera meðal þeirra. „Górillur ógna ekki fólki, fólk ógnar þeim,“ segir leiðsögumað- urinn. Hann segir Hollywood hafa skemmt ímynd þessara miklu dýra. Ein helsta hættan sem steðjar að górillum enn í dag eru veið- ar. Stundum eru þær veiddar óviljandi í gildrur sem bændur setja upp til að veiða önnur dýr. Á síðustu öld voru það þó hvítir ríkir karlar sem nær útrýmdu þeim með veiðum. Stofninn er vissulega að jafna sig en fjölg- unin er hæg. Ef ekki hefði verið fyrir Dian Fossey og fleiri henn- ar líka hefði górillum hugsanlega verið útrýmt. Fossey, sem dvaldi í mörg ár meira og minna í hópi górilla í Rúanda, breytti áliti umheimsins á þeim. Hún varð vitni að ótrúlegri greind dýranna og væntumþykju þeirra á meðal. Hún hvílir við hlið eftirlætissilf- urbaksins síns í Rúanda. Það er Fossey og öðrum brautryðj- endum dýraverndar að þakka að við erum enn svo rík að hafa fjallagórillur á meðal okkar. Í LEIT AÐ FJALLAGÓRILLUM Í ÚGANDA Ferða- og leiðsögumenn glaðir í bragði eftir ævintýralega heimsókn til górillanna í Bwindi-þjóðgarðinum. Górillur sýna ferðamönnum yfirleitt fálæti en sumar eru forvitnar. Forvitin augu í laufþykkninu ÞÆR KUNNA BEST VIÐ SIG DJÚPT INNI Í ÞÉTTUM SKÓGINUM, Í RÖKU LOFTI FJALLANNA. EITT SINN FÓRU ÞÆR Í HÓPUM UM FJALLGARÐANA Í AUSTUR-AFRÍKU EN NÚ ER ÖLDIN ÖNNUR. AÐEINS UM 880 FJALLAGÓRILLUR FINNAST Í HEIMINUM OG ÞAR SEM MIKIÐ LAND HEFUR VERIÐ BROTIÐ TIL RÆKTUNAR ERU ÞÆR EINANGRAÐAR Í ÞJÓÐGÖRÐ- UNUM ER HAFA VERIÐ STOFNAÐIR TIL AÐ VERNDA ÞESSA STÆRSTU PRÍMATA JARÐAR. Texti og myndir: Sunna Ósk Logadóttir sunna@mbl.is Horft í blíðleg augu ungrar górillu.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.