Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.09.2013, Síða 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.09.2013, Síða 19
28.9. 2013 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19 100% made in Italy www.natuzzi.com Við bjóðum velkomna ítalska hönnun Natuzzi endurspeglar fullkominn samhljóm og kjarna Ítalskrar hönnunar. Það er æðislegt að upplifa hlýja og kósý stemningu í Natuzzi umhverfi. Staður þar sem fólki líður vel. Skeifunni 8 | sími 588 0640 | casa.is Komið og upplifið Natuzzi gallerýið okkar Orðið sem kom upp í hugann þegar ég sá fyrsta gullna apann í Mgahinga-þjóðgarðinum var einfaldlega: Krútt! Gullnu aparnir, sem finnast aðeins í fjöllunum á landa- mærum Rúanda, Úganda og Kongó, eru í útrýming- arhættu. Þeir halda til í stórum hópum og fara hratt yf- ir. Helsta fæða þeirra er bambus og þeir eru snjallir við að rífa utan af bambusreyrnum með smáum fingrum sínum til að komast að safaríkasta hlutanum. Þessi smá- vöxnu krútt eiga undir högg að sækja. Sífellt stærra svæði er brotið til ræktunar sem hefur rekið þá hærra upp í fjöllin. Þá hafa stríð í Úganda, þá Rúanda og loks nú í Kongó orðið til þess að fækka þeim. Það er þrautin þyngri að ná myndum af þeim. Þeir eru snöggir í hreyfingum og mjög varir um sig. Þeir hafa gengið í gegnum aðlögun að mannfólki og eru því vanir því að fá heimsóknir. Feldur þeirra er mjög sérstakur og litríkur. Þeir yngri leika sér, hrinda hver öðrum niður úr trjánum og stökkva á milli greina í eltinga- leik. Ég sest niður og fylgist með þeim. Það er auðvelt að gleyma sér því þeir eru sérlega líf- legir og skemmtilegir. Fyrr en varir er tíminn úti. Klukkustund er liðin. Eftir viku koma aðrir ferðamenn að skoða þessar gullnu gersemar fjallanna. Gullnu aparnir eru fjörugir og hlaupa um bambusreyrinn af miklu öryggi. Gullfalleg móðir með unga sinn. GULLNU APARNIR ERU Í ÚTRÝMINGARHÆTTU Gullin gersemi í fjöllunum Morgunblaðið/Sunna *„Górillur ógna ekkifólki, fólk ógnar þeim“

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.