Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.09.2013, Page 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.09.2013, Page 20
*Heilsa og hreyfingFleiri og fleiri eru með svokallaðan tölvuháls eftir langar setur við skrifborð daginn út og inn »22 B aldur Sigurðsson fótboltakappi segir ómega-fitusýrur hafa breytt miklu fyrir sig. Hann fann ótrúlegan mun á sér fljótlega eftir að hann fór að innbyrða ómega-3-fitusýrur reglulega. „Ég er búinn að glíma við meiðsl í nára frá árinu 2006. Ég flutti til Noregs 2007 og náði þar einhvern veginn að svindla mér í gegnum læknisskoðun þrátt fyrir að vera meiddur,“ segir Baldur. „Ég hef hingað til þurft að eyða miklum tíma hjá sjúkraþjálfara og það hefur alltaf farið í taugarnar á mér að hafa ekki getað æft eins og ég vildi gera.“ Snemma í sumar fóru Baldur og félagi hans í KR á stúfana að kynna sér nánar hlutverk og virkni ómega-fitusýra. „Ég hef alla tíð fengið að heyra að ég ætti að taka lýsi en fyrir utan að segja að það væri bara gott fyrir mig þá kannski vissi maður ekki alveg af hverju.“ Baldur fór að taka inn fitusýr- ur daglega og eftir stuttan tíma fann hann mikinn mun. „Ég fann svakaleg áhrif eftir tvær vikur og það breyttist bara allt. Líkaminn mýktist allur upp og það tók mig bara smátíma að treysta þessu, því ég var farinn að geta t.d. mætt á æfingu eftir leik og tekið fulla æfingu, sem ég gat ekki áður. Vana- lega þurfti líkaminn þrjá eða fjóra daga til að jafna sig en þarna var hann búinn að ná sér að fullu á öðrum degi. Nú tek ég kannski létta æfingu dag- inn eftir leik og svo næsta dag er ég orðinn klár aftur að spila. En þetta er ekki bara fyrir íþróttamenn heldur fyrir almenna heilsu. Þetta styrkir ónæmiskerfið og hefur áhrif á rosalega margt.“ Þrír og sex vinna saman. Ómega-3-fitusýrur eru nauðsynlegar fyrir líkamann og hafa mikilvægu starfi að gegna. Baldur segir það verða sífellt þekktara hversu mikilvægar þær eru og auk þess er skortur á ómega-3-fitusýrum oft tengdur við lífs- stílssjúkdóma á borð við krabbamein, liðagigt og vefjagigt. Hann líkir ómega-6 við vonda tvíburann og ómega-3 við þann góða. „Eðli ómega-6- fitusýranna er að þær eru bólgumyndandi, sem gerir það að verkum að þær hafa t.d. það hlutverk að vinna á alls kyns kvillum í líkamanum, en þær hafa önnur og slæm áhrif á líkamann ef ómega-3 er ekki til að vinna á móti. Það verður að vera jafnvægi á milli þeirra. Það slæma er að það er mun auð- veldara að ná sér í ómega-6 en ómega-3, því þær eru í raun í öllu sem við borðum enda býður nútímamataræði mikið upp á unninn mat og margir vilja gjarnan geta farið út í búð og keypt mat sem hægt er að borða fimm mínútum seinna. Ómega-3 eru t.d. í feitum fiski og dökku grænmeti en frek- ar lítið þó. Það er því nauðsynlegt að bæta við,“ segir Baldur. „Ég gæti tal- að um þetta í þrjá klukkutíma í viðbót, þetta hafði það mikil áhrif á mig. Ég er orðinn algjör ómega-maður,“ segir Baldur og hlær. Morgunblaðið/Kristinn ALLRA MEINA BÓT Fitusýrur breyttu öllu KNATTSPYRNUKAPPINN BALDUR SIGURÐSSON ER HRAUSTARI EN NOKKRU SINNI, ÞÖKK SÉ ÓMEGA-FITUSÝR- UM SEM HANN BYRJAÐI AÐ TAKA AF KRAFTI Í SUMAR. HANN SEGIR LÍKAMANN MUN SNEGGRI AÐ JAFNA SIG EFTIR ERFIÐA LEIKI EN ÁÐUR OG ÝMIS MEIÐSL HEYRI SÖGUNNI TIL. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Baldur Sigurðsson hefur verið laus við meiðsli í sum- ar og þakkar árangurinn ómega fitusýrum. Hann hef- ur verið einn besti leik- maður sumarsins og lykil- maður í liði KR. Baldur fagnar einu af mörkum sínum í sumar með Íslandsmeisturum KR. Morgunblaðið/Ómar

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.