Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.09.2013, Side 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.09.2013, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28.9. 2013 Matur og drykkir Þ etta byrjaði eiginlega allt með yngsta stráknum mínum. Hann er með hveitióþol og því fórum við að skoða þetta mataræði. Hann er reyndar mesti gikkurinn í dag, á meðan við hin erum öll komin á mataræðið hans og kunnum því vel,“ segir María Krista létt í bragði, um upphaf þess að hún til- einkaði sér lágkolvetnamataræði. Á blogginu sínu, www.mariakrista- hreidarsdottir.blogspot.com, hefur María um skeið verið dugleg við að deila girnilegum uppskriftum með les- endum. Allar eiga þær það sammerkt að vera í samræmi við lágkolvetnalífsstílinn, sem gengur öðru fremur út á að taka út allan sykur og lágmarka önnur kolvetni í fæð- unni. Síðast en ekki síst sýnir María þar hvernig laga má uppskriftir að fyrrnefndum lífsstíl, s.s. makkarónur, brauð og fleira, án þess að slá í neinu af kröfunum um bragðgæði. „Mér finnst gaman að sýna fram á að það er ýmislegt hægt að gera með þetta mataræði. Í raun felst mesta áskorunin, og það sem mér finnst skemmtilegast, í að sýna fram á að það er hægt að gera þetta þannig að maður þurfi ekki að sleppa neinu,“ bætir hún við. Blóðsykurinn betri Sjálf segist María hafa prófað ýmislegt í baráttunni við vigtina í gegnum árin. Almenn líðan hafi hins vegar aldrei lagast eins mikið og eftir að hún tók upp lágkol- vetnamataræðið. „Maður losnaði við alla þembu, bólgur og sveppasýkingar, sem hægt er að tengja beint við syk- urinn. Skapið og allt er líka betra, þ.e. maður heldur blóðsykrinum miklu jafnari og rýkur t.d. ekki beint í ís- skápinn þegar þegar maður kemur heim að loknum vinnudegi,“ bætir hún við. María segist strangt til tekið elda hefðbundinn heimilismat s.s. kjötbollur, fisk, græn- meti og sósur. LKL-útgáfa réttanna geri hins vegar að verkum að líkaminn hlustar betur á sjálfan sig. „Maður einhvern veginn borðar líka bara þegar maður er svang- ur og fer að þurfa minni skammta,“ bætir hún við. Sjálf segist hún stundum ekkert fá sér nema kaffi með svolít- illi kókosolíu fyrir hádegi. Aðra daga hikar hún ekki við að fá sér egg og beikon, langi hana í. „Það er þó ekkert alla daga, kannski tvisvar eða þrisvar sinnum í viku,“ bætir hún við. „Maður reynir að halda sig við holla fitu, Omega 3, dýrafitu, íslenskt smjör og slíkt, en forðast að sama skapi Omega 6,“ segir hún. „Ég held satt best að segja að sykurinn sé miklu meiri skaðvaldur en nokkurn tímann egg og beikon, eins og flestir eflaust vita. Fólk er bara svo háð sykrinum,“ bætir hún við að endingu. María gefur hérna uppskriftir að annars vegar beik- on- og hins vegar chilisultu, ásamt brauði, sem hún segir lítið mál að gera og það þótt ekkert sé slegið af sætunni. María Krista eldar í dag eingöngu út frá LKL-mataræðinu. Morgunblaðið/Rósa Braga MARÍA KRISTA MATARBLOGGARI Sykurinn meiri skaðvaldur en beikon MARÍA KRISTA HREIÐARSDÓTTIR, HÖNNUÐUR HJÁ KRISTADESIGN, HELDUR ÚTI SKEMMTILEGU MATARBLOGGI ÞAR SEM HÚN ELDAR Í SAMRÆMI VIÐ LÁGKOL- VETNALÍFSSTÍLINN. Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir gunnhildur@mbl.is BEIKONSALSA Þessi „beikonsulta“ er æðisleg, t.d. sem álegg á langloku/ pylsubrauð, ofan á hamborg- arann, með kjöti og bara hverju sem er. 200 g beikon eldað í ofni ½ dós af tómötum í dós (Hunt’s) 1 lítill laukur eða hálfur stór 1 dl sukrín 1 msk eplaedik ½ tsk pipar salt Aðferð: Beikonið hitað í ofni þar til stökkt, má líka grilla eða steikja á pönnu. Takið 1-2 msk af beikonfitu og setjið í pott. Steikið gula laukinn upp úr fit- unni og kryddið, bætið tómötum út í og ediki og hrærið í. Að lokum fer beikonið út í pottinn og öllu blandað saman. Ágætt er að bregða töfra- sprota í stutta stund ofan í pott- inn og mauka stærstu bitana. CHILISULTA Um 20 mínútur tekur að gera þessa sultu en hún er mjög góð með ostum. 3 paprikur rauðar 5 rauð chili, fræhreinsið a.m.k. 2 þeirra 2 dl sukrín 2 dl edik 1 rúm tsk Xanthan Gum 10 dropar Via Health orig- inal stevía Aðferð: Mixið papriku og chili saman í mixer. Setjið maukið í pott ásamt ediki og sukríni og látið sjóða. Þegar blandan er vel heit dreifið þið 1 tsk af Xanthan Gum út í og hrærið áfram. BRAUÐBOLLUR Uppskriftin gerir um 10 stk 100 g möndlumjöl (gott að nota möndlur án hýðis) 1 msk hörfræmjöl/Golden flaxseed meal 2 msk Husk powder frá NOW ½ tsk salt 8 dropar Via Health original stevía 2 stór egg 170 g sýrður rjómi eða grísk jógúrt, ég nota 18% sýrðan rjóma 1 tsk vínsteinslyftiduft Aðferð: Blandið fyrst þurrefnum sam- an og síðan eggjum, stevíu og jógúrt eða sýrðum rjóma við. Hrærið vel saman og látið standa í nokkrar mínútur. Mótið síðan bollur úr deiginu (ágætt er að nota hanska) og bakið á smjörpappírsklæddri plötu. Bakið í 25 mín. í 160° heitum ofni m/blæstri. Brauðbollurnar eru smurðar með beikonsalsa, smábita af brie-osti og salatblað sett undir. Fallegur partíréttur, morg- unmatur, millimál eða annað. Brauðbollur með beik- onsalsa og chili-sulta Morgunblaðið/Rósa Braga Bollurnar, ásamt bæði beikonsalsanu og chili- sultunni, eru t.d. til- valdar í partýið.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.