Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.09.2013, Síða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.09.2013, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28.9. 2013 Matur og drykkir K júklingur er alltaf að verða algengari í matargerð og ég hef lengi fengið mikið af fyrirspurnum um uppskriftir tengdar kjúklingi. En sagan af því af hverju ég geri svo sérstaka bók með kjúk- lingauppskriftum er svo eiginlega svolítið skemmtileg,“ segir Nanna Rögnvaldardóttir en fyrir stuttu kom út bókin Kjúklingaréttir Nönnu. Í stuttu máli hafði vinkona hennar gert henni stóran greiða og Nanna hafði spurt hana hvað hún vildi í staðinn. „Hún bað mig um kjúklinga- uppskrift og ég gleymdi þessu. Næst þegar ég mætti henni var ég með samviskubit, lofaði uppskrift og gleymdi því svo aftur og þá stækkaði samviskubitið enn meira.“ Þannig að Nanna endaði á því að gera heila bók. Nanna vildi prófa og sýna sem flestar aðferðir við að elda kjúkling og helst nota alla hluta kjúklingsins. „Ég ákvað að gera taílenska kjúklinga- súpu í forrétt og þemað var rautt og rænt. Ég var því með tómata og rautt karrí í súpunni, í aðalrétt voru rauðgrænar kjúklingabringur og svo í eftirréttinum tók ég þetta þema og útbjó basilíku- og hunangsís og hind- berja- og rifsberjasorbet.“ Gestirnir voru ekki af verri endanum, samstarfskonur Nönnu. „Það var nefnilega svo að þegar ég var að útbúa bókina kom ég alltaf með upp- skriftir sem var verið að mynda og gaf samstarfsfólki mínu í Forlaginu að smakka. En þær allar höfðu misst af þessu af ýmsum ástæðum, ein býr og starfar fyrir Forlagið í Barcelona, tvær voru mjög uppteknar á þessum tíma og misstu því af og fannst það svolítið súrt. Þannig að ég var búin að lofa þeim að við betra tækifæri myndi ég bjóða þeim í kjúklingaboð. Og þær voru hæstánægðar, staðhæfðu að þetta væri besti kjúklingaréttur sem þær hefðu smakkað,“ segir Nanna en réttinn er mjög einfalt að gera. Það má geta þess að engar uppskriftir að eftirréttum eru í kjúklingabók- inni þótt Nanna efist ekki um að finna megi einhverja kjúklingaeftirrétti ef vel er leitað. „En ég hlífði gestunum nú við því og valdi eftirrétt í sam- ræmi við liti kvöldsins. Basilíkuísinn og sorbetið er gott hvort fyrir sig en passar líka alveg einstaklega vel saman.“ Nanna Rögnvaldar ætlaði upphaflega að senda vinkonu sinni eina kjúklinga- uppskrift en úr varð bók. EINFALT OG ÓVÆNT Rautt og grænt matarboð á Grettisgötunni * „Ég ákvað aðgera taílenskakjúklingasúpu í for- rétt og þemað var rautt og grænt. Ég var því með tómata og rautt karrí í súp- unni.“ Forlagsskvísur frá vinstri: Valgerður Bene- diktsdóttir og Hólmfríður Matthíasdóttir hjá réttindastofu Forlagsins, Anna Guð- rún Guðnadóttir sölustjóri og Nanna Maja Norðdahl sölumaður Forlagsins. KJÚKLINGAKVÖLDVERÐUR Í BOÐI NÖNNU RÖGNVALDARDÓTTUR SLÓ Í GEGN HJÁ SAMSTARFS- KONUM HENNAR. OG ÍSINN KOM Á ÓVART. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Fyrir 5-6 2 l vatn 6 kjúklingabitar, til dæmis leggir 2-3 gulrætur 1 blaðlaukur 3 hvítlauksgeirar 2 cm biti af engifer pipar salt 1 dós kókosmjólk 2 tsk. til 2 msk. rautt karrímauk, eftir því hvað maður vill sterka og rauða súpu 150 g sveppir 200 g kirsiberjatómatar 1 límóna (börkur og safi) 100 g jarðhnetur, saltaðar kóríanderlauf Settu kalt vatn og kjúkling í pott, láttu suðuna koma upp Taílensk kjúklingasúpa og fleyttu froðu ofan af. Settu gulrætur, blaðlauk, hvítlauk og engifer út í, kryddaðu með pipar og salti og láttu malla í um 45 mínútur. Síaðu þá soðið, mældu það og settu um 750 ml aftur í pott- inn. Taktu kjúklingakjötið af beinunum og rífðu það eða skerðu í litla bita. Settu kók- osmjólk, karrímauk, þunn- sneidda sveppi, tómata og rif- inn límónubörk í pottinn og láttu malla 5-6 mínútur. Settu kjúklinginn út í, láttu malla í 5 mínútur, smakkaðu og bragð- bættu með límónusafa, pipar og salti eftir þörfum. Helltu súpunni í skál, settu dálítið af jarðhnetum og kóríanderlaufi yfir og berðu meiri hnetur og kóríander fram með.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.