Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.09.2013, Side 38

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.09.2013, Side 38
*Föt og fylgihlutir Peysur eru ómissandi í vetrarkuldanum. Þær mega vera stórar, grófar og allavega »40 Hvað er það sem heillar þig við tísku? Það sem heillar kannski hvað mest er að sjá og skoða fallegan klæðnað úr vönduðum efnum, áhugaverðum sniðum og fylgjast með hönnuðum sem hafa mjög sterka og ákveðna sýn á það sem þeir gera. Það getur verið fatnaður frá mismunandi tímabilum í sög- unni. Ef þú þyrftir aldrei að kíkja á verðmiðann, hvaða flík eða fylgihlut myndirðu kaupa? Það er ekki neitt sérstakt sem kemur upp í hugann í hvelli. Þar sem ég er mikill safn- ari gæti það verið safngripur frá ýmsum tímabilum, antíkskartgripir eða eitthvað ann- að. Ég hef samt sem áður séð nokkrar flíkur frá Balenciaga, Ann Demeulemeester, Yves Saint-Laurent og fleiri merkjum sem ég myndi svo sannarlega vilja eignast, en allt er víst hægt ef viljinn er fyrir hendi. Áttu þér uppáhaldshönnuð? Ég á ekki neinn einn uppáhaldshönnuð og þó svo Cristobal Balenciaga og Yves Saint- Laurent séu mikið uppáhald held ég einnig mikið upp á Ann Demeulemeester, Raf Sim- ons, Jil Sanders, Givenchy, Hussein Chala- yan, Soniu Rykiel og þannig gæti ég hald- ið áfam lengi. Ætlar þú að fá þér eitthvað sérstakt fyrir veturinn? Það sem hef helst hugsað mér að fá mér fyrir veturinn eru fallegar peys- ur og skór. Síðasta vetur fékk ég fallega kápu frá Rey og fal- legan frakka frá Christian Di- or. Það mun svo eflaust bæt- ast ýmislegt nýtt í skápana en mér þykir skemmtilegast að kaupa föt á haustin og veturna. Peysur og skór eru efst á listanum eins og stendur. Hvað er í mestu uppá- haldi í tískunni þennan veturinn? Það er ekki eitthvað eitt sérstakt við tísku í vetur sem ég er spenntur fyrir en ég man eftir ýmsu fallegu þegar haust/vetrar- línan var skoðuð. Þá var ég hrifnastur af hvítum fatnaði, fallegum mynstr- um, gerðarlegum yfirhöfnum, fal- legum ullarefnum og fleiru. Áttu þér eitthvert gott stef, ráð eða mottó, þegar kemur að fata- kaupum? Að vanda valið þegar kemur að fata- kaupum, kaupa vandaðan fatnað úr góðum efnum sem munu endast lengi. Ég reyni ávallt að fara vel með fötin mín og velja vel þegar kemur að fata- kaupum. Vissulega kostar það meira en þeg- ar öllu er á botninn hvolft endast þau föt mun lengur en hin. Það er framleitt of mikið af fatnaði í heiminum, við alls kyns vafasam- ar aðstæður. Mér þykir það sorglegt og er mjög mótfallinn því. Hvert er þitt eftirlætis tískutímabil og hvers vegna? Mitt uppáhaldstímabil mun vera sjö- undi áratugurinn þó svo ég sé einnig mjög hrifinn af ýmsum öðrum tíma- bilum. Það er eitthvað við vel snið- in jakkaföt þess tíma, nýjar áherslur í kvenfatnaði og fleira sem ég kann mjög vel að meta. Ég held mikið upp á Pierre Car- din, Paco Rabanne, Mary Quant, Yves Saint-Laurent og fleiri hönnuði þess tíma. Annars gæti ég einnig talað um mörg önnur tímabil en það má bíða betri tíma. Hvernig myndirðu lýsa þínum fatastíl? Sem fremur klassískum. Ég kýs að kaupa mér fremur klassískan fatnað úr fínum efn- um og má vissulega sjá áhrif sjöunda áratug- arins í mínum stíl. Mikið um aðsniðin jakka- föt, blómskreyttar skyrtur og bítlaskó. Það má nú samt finna alls kyns fatnað í mínum fórum sem ég hef notað mikið, hvort sem það eru klassísk jakkaföt, kvenkyns yfirhafn- ir frá Vivienne Westwood eða antík- skartgripir. Ég kaupi og klæðist því sem mér þykir fallegt og líður vel í, það er mik- ilvægast. Hvað kaupir þú þér alltaf þótt þú eigir nóg af því? Ég held ég kaupi ávallt nóg af skyrtum en ég nota þær mjög mikið. Þar fyrir utan kaupi ég hvað mest af nærfatnaði og sokk- um, en mér þykir alltaf gott að eiga nóg af því og er fremur vandlátur á það. Hvaða þekkta andlit finnst þér með flott- an stíl? Það er fremur erfitt að velja einhvern einn frægan sem er með sérstaklega góðan fatasmekk. Ég er mjög hrifinn af sjöunda áratugnum, eins og komið hefur fram. Margar franskar söngkonur og fyrirsætur þess tíma höfðu góðan smekk og er Zouzou í miklu uppáhaldi ásamt Jane Birkin, Francoise Hardy og fleirum. Ég er ekkert að velta fyrir mér hverju Hollywood- stjörnur klæðast en mér hefur oft fundist Tilda Swinton glæsilega klædd. Sævar Markús undirbýr nú sína fyrstu fatalínu sem er væntanleg í byrj- un næsta mánaðar. Morgunblaðið/Eva Björk Áherslur breyttust í kvenfatn- aði á sjöunda áratuginu. Hér má sjá hinn fræga „Le Smok- ing“ frá Yves Saint Laurent. Givency er eitt af eft- irlætis tískuhúsum Sævars. SKEMMTILEGAST AÐ KAUPA FÖT Á HAUSTIN OG VETURNA Heillast af hönnuðum með sterka sýn SÆVAR MARKÚS FATAHÖNNUÐUR OG EINN AF EIGENDUM TÍSKU- VERSLUNARINNAR KÍOSK ER ÞESSA DAGANA AÐ UNDIRBÚA SÍNA FYRSTU FATALÍNU. SÆVAR STARFAÐI ÁÐUR VIÐ BÚNINGA- GERÐ OG VERKEFNI FYRIR TÍSKU- HÚSIÐ AGNÉS B Í PARÍS. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Raf Simons fyrir Dior. Sævar kýs að kaupa sér klass- ískan fatnað og á mikið af fallegum skyrtum. Sævar heldur upp á stíl hinnar frönsku Françoise Hardy.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.