Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.09.2013, Side 44

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.09.2013, Side 44
44 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28.9. 2013 H æstiréttur Íslands hefur stund- um verið kallaður „Endastöð íslenskra deilna“. Í því felst ekki endilega að allt það sem þaðan kemur sé hafið yfir allan vafa. Aðeins hitt að lengra verði ekki komist með deilumál sín. Við niðurstöðuna verði að una, með gleðibragði eða súr. Nýjar áfrýjunarleiðir? Á síðustu árum hefur aðeins borið á því viðhorfi að áfrýja megi dómum Hæstaréttar út fyrir landstein- ana, svo sem til EFTA-dómstólsins í Lúxemborg eða til Mannréttindadómstólsins í Strassborg. Þarna er þó um oftúlkun að ræða. Alþingi samþykkti aðild að EES m.a. í krafti álitsgerðar lögvísindamanna um að samningurinn raskaði ekki fullveldi, hvað dóm- stólaþáttinn varðaði og gengi því ekki gegn stjórn- arskrá Íslands. Íslendingar geta vegna aðildar að Mannréttindasáttmála Evrópu, sem þó stendur ekki ofar íslenskum lögum, leitað álits Mannréttinda- dómstólsins á niðurstöðum íslenskra dómstóla um þætti sem undir dómstólinn falla. Með því er ekki verið að áfrýja dómi Hæstaréttar í hefðbundnum skilningi orðsins, enda stendur dómurinn hvað sem niðurstöðu fyrrgreinds dómstóls líður. Á hinn bóginn getur álit hans orðið til þess að íslenski löggjafinn breyti lögum í framhaldinu. Eins getur dómurinn beint því til íslenska ríkisins að íslenskum kæranda verði greiddar bætur vegna ágalla sem hann hafi goldið við meðferð íslenskra dómstóla. Einnig má hugsa sér að niðurstaða Mannréttindadómstólsins geti orðið innlegg í mat á óskum um að mál verði tek- ið upp að nýju af íslenskum dómstólum. Mikill dans fyrir dómstólum Á þeim umbrotatímum sem þjóðin hefur lifað frá því að íslenska bankakerfið féll í umróti alþjóðlegrar kreppu hafa mörg veigamikil álitamál komið til kasta dómskerfisins og langflest slíkra hljóta að ganga til endanlegs úrskurðar í Hæstarétti. Auðvitað eiga all- ar slíkar niðurstöður það sammerkt að skipta mjög miklu fyrir hagsmuni þeirra sem takast á fyrir dóm- stólnum. En í fjölmörgum tilvikum ná áhrifin langt út fyrir þann ramma. Má nefna í því sambandi dóma um Neyðarlögin, skuldbindingar í erlendum gjald- miðlum, kosningar til Stjórnlagaþings og þar fram eftir götunum, auk þess sem snertir beint eða óbeint málefni tengd hinum föllnu fjármálastofnunum. Þessi óvenjulega staða varð til þess að dómurum Hæsta- réttar var tímabundið fjölgað verulega. Það er því ótvírætt merki þess, að smám saman færist þjóðin nær því sem tíðkaðist fyrir haustið 2008, að nú stefn- ir í að brátt verði dómarar Hæstaréttar aftur níu að tölu. (Þeim kann svo að fækka enn meir komi til nýtt millidómstig, eins og boðað er í stjórnarsáttmála nú- verandi ríkisstjórnar). Óvænt frétt og feit Morgunblaðið fer jafnan sparlega með 5 dálka fyrir- sagnir á forsíðu sinni. Ein slík var þó þar efst á blaði gærdagsins. Þar sagði: „Greiða ber út í krónum.“ Þessi 5 dálka fyrirsögn var þó fjarri því að hafa nokkurn æsifréttabrag. En hún átti fullan rétt á sér því enginn vafi er á að þessi dómur Hæstaréttar er líklegur til að hafa verulega þýðingu. Fjölmiðlar voru dálítið lengi að átta sig á að fallið hefði dómur í Hæstarétti sem væntanlega myndi hafa víðtæka al- menna þýðingu og setja mörg stórmál sem verið hafa * Rétturinn virðist beinlínisleggja lykkju á leið sína til aðkoma þeim skilningi sínum til skila sem birtist í fyrirsögn blaðs- ins. Það er mjög mikilvægt að það hafi verið gert. Reykjavíkurbréf 27.09.13 Jökulgil við Landmannalaugar

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.