Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.09.2013, Síða 61

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.09.2013, Síða 61
um alla Evrópu til að stela hug- myndum. Aðallega frá Hollandi, Þýskalandi, Spáni og Frakklandi. Stal hugmyndafræðinni hvernig stóru þjóðirnar hugsuðu um unga leikmenn og gerðu úr þeim ekki bara góða leikmenn heldur heimsk- lassa leikmenn. Hann kom síðan með bækling og kynnti fyrir knatt- spyrnusambandinu sem tók hug- myndum hans fagnandi. „Við ákváðum að setja upp áætlun fyrir þrjá flokka og láta þá alla hugsa eins. Félögin, landsliðið og þjálfara – alla þjálfara. Við fórum til félag- anna og báðum þau öll að spila leik- aðferðina 4-3-3. Það tók nokkur ár að fá alla um borð því þjálfarar hugsa bara um að vinna næsta leik – ekkert meir sem er skelfileg hugs- un fyrir þróun leikmanna,“ rifjaði Sablon upp fyrir skömmu. Hann lét einnig börn spila fimm á móti fimm ekki sjö á móti sjö – unglingarnir spiluðu sjö á móti sjö – og létu þannig unglinga í fjórða flokki ekki spila á stórum velli held- ur á aðeins hálfum. Frestaði þannig leikjum á stórum velli um tvö ár. Vildi fá hraðara tempó á litlum velli þar sem unglingarnir væru meira í boltanum. Byltingarkenndar hug- myndir en samt ekki. Áætlun Sa- blon hefur allavega virkað – svo mikið er víst. Gríðarlegur efniviður Þegar núverandi U-17 ára lið Belga er skoðað sést vel að áætlun Sablon hefur gengið eftir. Þar er að finna marga gríðarlega efnilega menn eins og til dæmis Zakaria Bakkali sem skoraði þrennu fyrir PSV strax í öðrum leik. Varð þar með yngsti leikmaðurinn til að skora þrennu í hollensku deildinni. Sá er átti metið heitir Arjen Robben. Ásamt Bakkali eru nokkrir aðrir leikmenn sem spila fyrir stórlið þó að fæstir séu að banka á dyrnar hjá aðalliðunum. Andeas Pereira er framherji með Manchester United, Charles Mu- sonda er miðjumaður hjá Chelsea og varnarmaðurinn Mathias Bossaerts er á mála hjá Manchester City. U-21 árs landslið Belga hefur einnig nokkra efnilega leikmenn. Marnick Vermijl er samningsbundinn Man- chester United, miðjumaðurinn Lam- isha Musonda Chelsea og miðjumað- urinn Yannick Ferreira Carrasco sem er á mála hjá franska milljarð- arliðinu Monaco. Stjörnum prýtt lið Belgar eru varla að fara vinna heimsmeistaramótið næsta sumar í Brasilíu en þeir munu fara langt. Hvort þeir fari lengra en á HM 1986 verður að koma í ljós. Hæfileikarnir eru svo sannarlega til staðar og hver veit nema Kompany lyfti styttunni á Maracana-vellinum. Fyrir utan Kompany eru menn sem flestir knattspyrnuspekingar þekkja vel í þessu belgíska liði. Simon Mignolet, Thibaut Courtois, Moussa Dembélé, Eden Hazard, Romelu Lukaku, Ke- vin De Bruyne, Marouane Fellaini og Christian Benteke. Þetta eru bara menn sem maður man eftir í fljótu bragði. Reyndar eru þeir ekki alveg komnir til Brasilíu en þegar tveimur leikjum er ólokið í þeirra riðli hafa Belgar fimm stiga forustu á Króata. Kompany er fyrirliði af bestu gerð, leggur sig allan fram og er einn af uppáhaldsleikmönnum hjá stuðningsmönnum City sem er kannski ekki algengt í nútímafót- bolta. Enda tapar City 25% leikja þar sem hann er ekki með á móti 11,5% þegar hann er með. Í millj- arða liði City er því kannski mað- urinn frá Belgíu sem kostaði varla milljarð mikilvægasti leikmaðurinn. * Nú í upphafi þessa tímabils eru öllmeiðsli á bak og burt. Kompany erhluti af þessum gríðaröfluga hrygg sem City hefur. Með Hart í markinu, Kompany, Touré og Agurerro. City ætlar sér titilinn á ný og ekkert minna. AFP Í meistaradeildinni fyrir nærri áratug. Kompany, með Anderlecht, í baráttunni við Giovane Elber, leikmann Lyon. 28.9. 2013 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 61 Suðurver | Mjódd | Glæsibær | Húsgagnahöllin | Smáratorg | Austurver Komdu inn í hlýjuna í súpu dagsins Mundu eftir súpukortinu FR Í súp a d ag sin s Súpukort hægt að fá súpu í brauðkollu eða í skál. Verð kr. 835 Súpu dagsins sérðu á Facebook síðunni okkar

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.