Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.09.2013, Page 64

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.09.2013, Page 64
LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 2013 Egglaga demantur sem nefndur er bleika stjarnan verður boðinn upp hjá uppboðsfyrirtækinu Sotheby’s í nóvember. Býst uppboðshaldar- inn við að steinninn verði sleginn á yfir 50 milljónir dollara eða sex milljarða króna. Gangi það eftir verður bleika stjarnan dýrasti demantur heims og skákar hinum svokallaða Graff Pink sem er sá dýrasti hingað til og var sleginn á rúma fimm milljarða króna. Bleika stjarnan er tvisvar sinnum stærri en sá demantur. Bleika stjarnan er 59,60 karöt, ummálið er 2,69 X 2,06 sentimetr- ar og vegur hann 11,92 grömm. Bleikir demantar eru mjög sjald- gæfir og eru yfirleitt í kringum fimm karöt. 59,60 er því nánast út úr kortinu. Demanturinn var grafinn upp í óþekktu landi í Afríku árið 1999 en Sotheby’s neitar að gefa upp land- ið. Hann var keyptur af óþekktum aðila árið 2007 og var kaupverðið ekki gefið upp. Alls tók 20 mánuði að skera demantinn til. Jarðfræði- stofnun Bandaríkjanna (GIA) gef- ur steininum hæstu einkunn, bæði hvað varðar skýrleika og lit en slíkt er afar sjaldgæft, nánast óþekkt. FURÐUR VERALDAR Bleika stjarnan boðin upp Búist er við að demanturinn verði seldur á yfir sex milljarða króna þegar uppboðsfyrirtækið Sotheby’s býður hann upp í nóvember. AFP www.forlagid.is – alvöru bókaverslun á netinu „Eitt af höfuðskáldum þjóðarinnar.“ Egill Helgason / Kiljan „Svo fínn og vandaður og góður skáld- skapur að það verður varla gert betur.“ Kolbrún Bergþórsdóttir / Kiljan Metsölulisti Eymundsson Innbundin skáldverk, ljóðabækur & hljóðbækur 1. 18.9.– 24.9.13 DÝRGRIPUR Skessukatlar er ný ljóðabók eftir eitt okkar öndvegisskálda, Þorstein frá Hamri Tvíhöfðateymið margfræga, Jón Gnarr og Sigurjón Kjart- ansson, snýr aftur í útvarpið og ætlar að taka yfir Virka morgna á Rás 2 þann 30. október. Ástæðan fyrir þessari endurkomu er hið árlega árveknisátak Krabbameinsfélagsins, Bleika slaufan. Í ár verður átakið með nýstárlegum hætti . Haldið verður bleikt uppboð til að vekja athygli á málstaðnum. Þar verður hægt að bjóða í ýmsa skemmtilega hluti og viðburði. Þjóðþekktir ein- staklingar koma að uppboðinu með ýmsum hætti. Uppboðið hefst 2. október en hægt verður að fylgjast með því á bleikaslaufan.is. Uppboðið stendur yfir í tíu daga með nýju og óvæntu uppboði á hverjum degi. Sögur herma að söguleg mynd verði í boði forsætis- og fjármálaráðherra. Ljóst er að allmargir munu hlusta á Rás 2 þennan morgun enda Tvíhöfði einn allra skemmtilegasti útvarpsþáttur fyrr og síðar. Jón Gnarr Borgarstjóri lætur sig ekki vanta þar sem grín og glens er annars vegar. EYRNAKONFEKT AÐEINS EINU SINNI Tvíhöfði snýr aftur Tvíhöfði á gullaldarárum útvarpsmíkrafónsins. Morgunblaðið/Ásdís ÞRÍFARAR Hildur Lilliendahl verkefnastjóri hjá Reykjav.borg Noomi Rapace leikkona. Kristín Þóra Haraldsdóttir leikkona.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.